Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 20

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 20
FOR GULLIVERS TIL PUTALANDS Pegar nátta tók, skreið ég með dálitlum erfiðleikum inn í húsið, og svaf þar svo á beru gólfinu, og sama gerði ég nálægt hálfsmánaðar tíma, en þá bauð keisari, að búa skyldi uþp rúm handa mér. Þá var flutt til mín úr 600 rúmum þeirrá af vanalegri stærð, og fór það allt til umþúnings um mig þarna i húsinu. Hundrað og fimmtíu sængur þeirra voru saumaðar sam- an, og varð það hæfilega stórt fyrir mig, en 4 voru lagðar hver ofan á aðra, og var þá rétt svo, að það tók mestu hörkuna af gólfinu, sem var slétt steingólf. Á sama hátt tíndu þeir til rekkju- voðir og millumbrekán og ábreiður, svo að það nægði nokkurn veginn manni, sem var fremur óvanur mjúku, eins og ég var. Á meðan þessu fór fram hafði konungur haldið margar ráðstefnur til að þinga um það, hvað við mig skyldi gera. Þeir óttuðust, að ég mundi slíta mig úr fjötrunum, og eins það, að fæði mitt mundi verða æði kostnaðarsamt, og gæti valdið matarskorti og hungurs- neyð I landinu. Stundum samþykktu þeir að svelta mig til bana, eða að minnsta kosti að skjóta mig eiturörvum I hendur og and- lit, sem mundi fljótlega losa þá við mig, en þá sáu þeir aftur fram á það, að óþefurinn af svo stórum skrokk gæti sótteitrað alla borgina og dreifzt ef til vill um allt konungsríkið. En mitt I þessum bollaleggingum bar nokkra foringja úr varðliðinu að stofudyrum hins háa ráðs, og var tveimur af þeim leyfð innganga, en þeir skýrðu frá framkomu minni við hina 6 spellvirkja, sem fyrr er getið, og það hafði svo mýkjandi áhrif á brjóst hans hátignar og alls ráðsins mér til handa, að nefnd manna var skipuð I nafni keisarans, sem skyldaði alla bændur og þorpsbúa á 450 faðma svæði I hring út frá höfuðstaðnum að láta af hendi á hverjunrt morgni: 6 naut, 40 sauði og aðra matvöru mér til unoeldis, og svo brauð, sem þvl hæfði, og vín og aðra drykki, og skyldi greiða verð fyrir það úr fjárhirzlu keisarans. Þar var og sett á fót hjá mér heil ríkisstofnun og mér fengin til þjónustu 600 manns, og voru þeim veittir fæðispeningar og reist ágæt tjöld og þægileg báðum megin við dyrnar hjá mér. Líka var svo skipað fyrir, að 300 skraddarar skyldu búa mér til fatnað með sniði á þeirra vlsu þar I Putalandi, og svo bauð hans hátign 6 af sínum lærðustu prófessorum að segja mér til í tungu þeirra og loks var skipað sv'o fyrir, að hestar hans hátignar, aðalsins og lífvarðarins, skyldu iðulega æfðir við reið og akstur I nánd við mig, til þess að venja þá við að sjá mig.Öllum var þessum boðum hlýtt samvizkusamlega, og á þremur vikum komst ég vel niður I máli þeirra, og sýndi hans hátign mér þann sóma, að heimsækja mig oft á þeim tíma, og hafði gaman af að hjálpa lærimeisturunum mínum til að kenna mér. Þegar keisarinn hafði rannsakað allt, sem ég hafði I vösum mín- um, bauð hans hátign mér, reyndar með mestu kurteisi, að láta af hendi ýmsa muni. Fyrst heimtaði hann sverð mitt, og fékk ég honum það með skeiðum og öllu saman. Þá bauð hann þremuf þúsundum af einvala liði, sem fylgdi honum, að slá hring um mið’ litið eitt burtu, með boga sína og örvar og vera viðbúnir að skjóta- Næst bað hann mig um að fá eitt af holu járnkeflunum mínum- Það voru vasabyssur mínur. Ég tók aðra upp og skýrði honum frá, eftir beiðni hans, svo vel sem ég gat, til hvers hún væri höfð- Ég hlóð hana svo með tómu púðri, og varaði keisarann við, svo að hann skyldi ekkert óttast og hleypti svo úr byssunni upp I loftið- Mörg hundruð manna duttu til jarðar, eins og þeir hefðu verið skotnir, og sjálfur keisarinn missti I bili meðvitund sína, og tóK 376
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.