Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1969, Page 25

Æskan - 01.09.1969, Page 25
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR Ég bað nokkur börn að segja mér, hvað þeim dytti I hug i sambandi við einstök orð, sem ég nefndi. Þau urðu að svara 'ljótt og segja mér, hvað þeim kom fyrst i hug. Ég sagði; ,,dagur“ og flest svöruðu; ,,nótt“. Þá sagði ég; svart“. Þau svöruðu; „hvítt". Ég sagði; „sundlaug", og þau sögðu; „vatn". þannig voru mörg orð, sem flestum datt sama svarorðið i hug Við. En svo sagði ég; „skuggi". Og þá fór að vandast málið. ..Skuggi", sögðu mörg þeirra, „það er ómögulegt að láta sór ^ótta neitt I hug I sambandi við það orð.“ (Áður en þið lesið lengra, ættuð þið að athuga hvað ykkur dettur i hugl). Jæja, en ekki stóðu þó öll börn ráðþrota gegnt skugganum, °9 hér eru nokkur þeirra svara, sem ég fékk. Lilja (10 ára) svaraði án þess að hika: „Lakkrís, hann er svartur eins og skugginn! Svo dettur mér líka í hug veggur." Arndís (9 ára); „Þetta er svo erfitt! — Jú, nú veit ég! — Birta e®a ljós.“ ..Já, einhvers staðar stendur, að skugginn eigi Ijósinu tilveru s|na að þakka," sagði ég. Lára (9 ára) sagði: „I sambandi við skugga, það er helzt maður.“ Sólveig (11 ára) heyrði ekki svar Láru, en Sólveig svaraði strax: ».Mér dettur í hug maður eða dýr.“ ..Með litla skrítna skugga — er það ekki?" sagði ég. Sólveig brosti. Óli (10 ára) sagði: „Þegar þú spyrð mig, dettur mér fyrst I hug — hundur. Hann heitir nefnilega Skuggi. Það áttl að drepa hann, en hann var sendur upp ! sveit." Jón (12 ára); „H. C. Andersen. Ég er nýbúinn að lesa söguna „Skugginn" eftir hann.“ „Ég þekki þá sögu," sagði ég. „Það er hálf „Skuggaleg" saga! En þvf miður eru þeir liklega nokkuð margir, sem verða eigin- lega bara skugginn af sjálfum sér, eða eins og í sögunni láta slna skuggahlið stjórna sér, og heillast af þvf, sem innantómt er og einskis virði." Næst spurði ég Ingibjörgu (12 ára) og hún sagði: „Má ég aðeins hugsa------------mér dettur helzt i hug tunglið — já, og sólin!" ,,Já,“ sagði ég, „eiginlega, var ég alltaf að biða eftir að einhver segði sólin. Nú lækkar hún á lofti með hverjum degi, sem llður — og skuggarnir lengjast og stækka.“ „Heldurðu, að þeir farl til sólarinnar bráðum?" sagði hún nafna mín þá. „Nei, það gera þeir áreiðanlega ekki,“ sagði ég, „þvi að þeir sem ætluðu þangað koma örugglega aldrei afturl En, ég heyri, að þú ert enn með tunglferðina i huga. — Heldurðu, að þú færir til tunglsins, ef einhver kæmi nú hingað á Álfhólsveginn og byði þér far?“ „Já, alveg hiklaust!" svaraði nafna mfn. „Ja, þú ert hetja! Ég held, að ég þægi nú ekki boðið!" sagði ég. En nú skal ég segja ykkur, hvað mér sjálfri datt fyrst I hug, þegar ég hugsaði um skugga. Það var stórt tré. Yfirleitt finnst mér dásamlegt að vera í heitu loftslagi. En einu sinni, þegar ég hafði verið nokkuð lengi á göngu úti í Rómaborg, í óskaplega miklum hita, þráði ég að komast ( forsælu. Líklega hafði ég fengið nóg af hitanum þann daginn! Þá fagnaði ég hverju tré, sem ég sá, og blessaði skuggann, sem af þvl féll. — Svo að jafnvel skugginn getur haft sina „björtu" hliðl — Annars hef ég heyrt getið um bjartan skugga! Ja, ykkur finnst það kannski ótrúlegt, en það eru samt meira en 2000 ár slðan hans var getið. Grískur heimspekingur Plato að nafni sagði: „Ljósið er skuggi Guðs." Já, það er margt, sem hægt er að detta í hug I sambandi við skuggann — og þá vitanlega llka vlsurnar „Skugginn rninn", sem fyrsti ritstj. Æskunnar, Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. Ég sendi ykkur lag við þær núna. Lagið samdi ég upphaflega I Es-dúr, en það er kannski of erfitt fyrir mörg ykkar að spila I þeirri tóntegund, svo að ég færi það i C-dúr. Þar er það auðvelt, og ef þið eruð farin að spila svolitið á pianó, ættuð þið að geta náð þar góðum hraða I laginu. Annars ættuð þið að reyna að spila það lika t. d. i F-dúr. Það er fremur auðvelt. Þið þurfið bara að muna hvaða nótur eru I F-dúr tónstiganum. Muna t. d. að H lækkar og verður B. Nauðsynlegt er að venja sig á að færa lögin úr einni tóntegund I aðra, sérstaklega ef leikið er undir söng, þvl að t. d. vlll bassa- söngvari hafa lagið i einni tóntegund og sópran I annarri. Að lokum getið þið svo tekið undir með honum Bessa og krökkunum í „Hæsnadansinum" hans Stefáns Jónssonar. Ég læt létt gitargrip fylgja og þið getið sleppt þeim hljómum, sem eru f svigum. (Sjá bls. 384). Kærar kveðjur! Ingibjörg.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.