Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 34

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 34
Hvað viltu verða? Flugið er að verða svo snar þáttur í sam- göngum hér á landi, að fjöldi manns starf- ar við það. Mætti nefna flugmenn, flug- freyjur, vélamenn, loftskeytamenn, hlað- freyjur, loftsiglingafræðinga, flugumferðar- stjóra, skrifstofufólk og verkamenn. — Öll störf í sambandi við flug krefjast þess, að vel þjálfaðir og samvizkusamir starfsmenn séu þar að verki. Einkum eru gerðar strangar kröfur til þess starfsliðs, er vinn- ur 'nnanborðs í flugvélunum. — Skulum við í þessum þætti ræða um einn þátf þessara starfa — flugfreyjustarfið. Nokkur bréf hafa borizt með fyrirspurnum um störf og undirbúningsmenntun þeirra stúlkna, sem gerast vilja flugfreyjur. Margir af ykkur lesendum Æskunnar, líklega flestir, hafa einhvern tíma flogið með flugvélum Flugfélags Islands eða Loft- leiða og munið þá e.t.v. eftir því, að þegar þið komuð að landgöngubrúnni, sem liggur inn í vélina, stóð þar stúlka í einkennis- búningi og tók við farmiðakortinu ykkar. Þetta er flugfreyjan, sá starfsmaður flug- vélarinnar, sem á að sjá um að hlynna að farþegum og láta þeim líða sem bezt í flug- vélinni, meðan á ferðinni stendur. Þegar hún hefur vísað hverjum og einum til sætis síns og vélin er búin að taka sig á loft, talar hún ( hátalara til farþega og segir hve langan tíma ferðin tekur, hve hátt er flogið og ýmsar aðrar upplýsingar. Að síðustu: „Spennið beltin, reykingar bannaðar með- an á flugtaki stendur." — Seinna ber flug- freyjan fram mat eða aðra hressingu handa farþegum meðan á íerðinni stendur. Flún lánar þeim dagblöð að lesa og hlúir að þeim, sem e. t. v. eru ,,loftveikir“ eða sjúkir á annan hátt. Hún leiðbeinir einnig farþeg- um við alls konár skýrslugerðir, ef um flug til útlanda er að ræða og aðstoðar við brott- íör úr vélinni. Hvaða kostum þarf góð flugfreyja að vera búin? Hún þarf að vera vel hraust, bæði andlega og líkamlega og um aldurinn er það að segja, að yfirleitt er krafizt þess hjá flugfélögunum, að stúlkurnar séu á aldrinum 20—26 ára. Flugfreyja þarf að kunna a.m.k. eitt Norðurlandamálið vel, auk íslenzkunnar og einnig vera góð í enskri tungu. Gott er það auðvitað, að geta bjarg- að sér í fleiri málum, t.d. þýzku eða frönsku. Hún þarf að hafa góða skapgerð og vera hlýleg, en þó ákveðin í framkomu. Úrræðagóð þarf hún að vera og framkoma hennar öll þarf að vera fáguð og háttvís. Hún þarf að kunna dálítið fyrir sér í fram- reiðslu, hjálp í viðlögum og jafnvel fæð- ingarhjálp, því að allt getur skeð í flugvél- um á flugi, jafnvel það, að barn fæðist í þennan heim. Flugfélag (slands og Loftleiðir halda annað slagið 6 vikna námskeið fyrir væntan- legar flugfreyjur, þar sem kennt er m. a. vélkynning, snyrting, hjálp í viðlögum, landafræði, framreiðsia, fæðingarhjálp, saga flugfélaganna o.fl. Undirbúnings- menntun er a.m.k. gagnfræðapróf eða hlið- stæð menntun. Starfið mun vera allvel launað, en um krónutölu launa veit þáttur- inn ekki. — Flugfreyjur hætta oft snemma í þessu starfi, eða um þrítugsaldur. 390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.