Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1969, Side 41

Æskan - 01.09.1969, Side 41
Þegar taflmót eru háð, gilda strangar reglur um taflmennsk- una. Venjulega er leikjafjöldi keppenda á ákveðnum tíma ákveðinn í uppliafi siíks tafl- móts. T. d. er það nokkuð al- gengt að keppendur skuli hafa lokið 40 leikjum á 2% tima og fer þá skákin í „bið“ eða þá að nýjar reglur um leikjafjölda og tíma taka gildi að þessum 40 leikjum loknum. Komið getur ]jað fyrir að ein skák fari tvisvar í hið, og er hún þá orðin 80 teikir sam- tals í tveim lotum. Notaðar eru svonefndar skák- klukkur, sem sýna timaeyðslu keppenda, þessar klukkur eru tvær sambyggðar klukkur og ]>egar annar hvor keppandinn hefur lokið leik sinum, styður hann á takka eða iinapp, sem venjulega er ofan á klukkunni. Með því seturhann klukku and- stæðings síns i gang, en stöðv- ar um leið sína eigin klukku. Skákstjóri mótsins stiilir klukkurnar nákvæmlega áður en kappskákin hefst. Þegar tím- inn er útrunninn, fellur smár aukavísir niður og liafi kepp- andi ekki náð tilskildum leikjafjöida, tapar hann skák- inni, jafnvel þótt staða lians sé betri. Þetta er kallað „að falla á tíma“. Það er slæmt að komast í timaþröng og verða kannski að leika marga leiki á fáeinum Sekúndum. Leika þá keppend- nr oft af sér i timahraki. Þá er það einnig svo á kapp- skákmótum, að skyida er að skrifa skákirnar upp leik fyrir- leik og þá bæði eigin leiki og andstæðingsins. Sé annar hvor keppenda í hiiklu tímahraki, er honum l>ó leyfilegt að setja aðeins strik eða merki við livern leik- *nn ieik, þar til þeim ákveðna teikjafjölda er náð, sem þarf t*l þess, að skákin geti farið * bið. Eftir að skákin er komin i t>ið, verður hann strax að heeinskrifa upp þá leiki, sem kann merkti aðeins með striki. Nú getur það komið fj'rir að keppanda verði það á að leika ólöglegan leik, þarf ]>á að stöðva klukkurnar báðar og iagfæra leikina eins fljótt og auðið er. Þegar skált fer i bið og á að teflast síðar, þarf sá keppand- inn, sem á leikinn, að leika „biðleik", ekki þó á skákborð- inu heldur skrifar liann leik- inn á blaö, sem síðan er geymt i innsigluðu umslagi, þar til næst er teflt. Og á umslaginu skal standa: 1. Nafn teflendanna. 2. Taflstaða. 3. Tími lilukkunnar. 4. Nafn þess er leiknr bið- leik, og númer ieiksins. Umslag þetta með biðleikn- um innsiglar skákstjóri og geymir, þar til næst er tekið að tefla. Meðan á kappskák á tafl- móti stendur, mega keppendur ekki á nokkurn liátt trufla hvor annan, eða nota prentuð eða skrifuð hjálpargögn um skák. Sem hljóðlátast skal vera i skáksalnum og ekki mega á- horfendur taia um taflmennsk- una svo bátt, að keppendur heyri. Skákstjóri skal sjá um, að öllum reglum sé hlýtt og skera skera úr um ágreiningsatriði. OYmsar reglur um kappskák FELUMYND Sérðn þarna lymskulega ref- inn, sem hefur komið auga á tvær gæsir? Og sérðu gæsirnar líka? 397

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.