Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Síða 42

Æskan - 01.09.1969, Síða 42
Körfu- knattleilcur Knattgjafir: Eins og í bæSi knattreki og skotum leika fingurgómarnir, úlnliðurinn og fæturnir að- alhlutverkin. Þið byrjið á því að halda knettinum örugglega með fingrum beggja handa spenntum á miðjum knettinum. Þann- ig er knettinum haldið með næstum út- réttum handleggjum. Síðan dragið þið að ykkur hendurnar, beygið úlnliðina, stígið fram á stöðufótinn og varpið knettinum. Fæturnir mega alls ekki vera samhliða, heldur annar aðeins framar en hinn. Um leið og þið varpið knettinum stígið þið í fremri fótinn, það gefur ykkur betra jafn- vægi. Venjið ykkur strax á að senda knött- inn þannig, að viðtakandi fái hann í brjóst- hæð, þ. e. að sá, sem knötturinn er ætlað- ur, þurfi hvorki að beygja sig né teygjá, til þess að ná honum. Góð æfing fyrir knattgjafir er að velja sér ákveðinn blett á vegg og varpa síðan knettinum á hann, eða iafnvel hengja upp slitinn hjólbarða og vera þá tveir og tveir saman og varpa síðan knettinum í gegnum hann miðjan og þá fer ekki milli mála, hvaða framförum þið takið. Það má kalla þessa algengustu tegund knattgjafa brjóstsendingu. Önnur algeng knattgjöf er gól.'sendingin. Hún er framkvæmd á sama hátt og brjóstsendingin, en nú verður að senda knöttinn í gólfið áður en hann nær viðtakanda. Þá verður að miða út ákveðinn blett á gólfinu með tilliti til fjarlægðar. Betra er að hafa gólfsendinguna aðeins of háa frekar en of lága. Þið takið eftir því, að þið þuríið að varpa knettinum fastar í gólf- sendingu, og þið getið æft ykkur á henni á sama máta og í brjóstsendingunni. Knatt- gjöf á að framkvæma hratt og örugglega, annars nær hún ekki tilætluðum árangri. Knattrek: Enginn getur orðið góður leikmaður í körfuknattleik, án þess að geta rekið knött- inn vel. Lykillinn að góðu knattreki liggur í úlnliðnum, fingurgómunum og fótunum. Úlnliðurinn má aldrei vera stífur, hann verður ávallt að vera vel liðugur. Fingurnir spenntir ofan á knettinum og íyrir miðju. Spennið samt ekki fingurna svo að valdi óþægindum. I knattreki eiga aðeins fing- urgómarnir að snerta knöttinn, aldrei lóf- inn. Aðeins framhandleggurinn er notaður við knattrekstur, upphandleggurinn liggur lóðrétt með síðunni, eins og við afslöppun. Þá eru það fæturnir. Ef þið notið hægri hönd við knattrekstur þá hafið vinstri fót aðeins framar og látið meginþunga líkam- ans hvíla á honum, en hægri íótinn notið þið svo við að spyrna ykkur áfram. Ef þið notið hins vegar vinstri hönd, þá hafið hægri fótinn framar o.s.frv. Til að hafa gott vald á knettinum verðið þið að beygja hnén og vera eilítið hokin í baki. Þið íinn- ið þá, að betra er að valda knettinum þann- ig, enda þarf hann þá ekki að fara eins hátt. Of hátt knattrek er ekki gott, enda veldur það oftast skrefi, þ.e. tekin eru fleiri en eitt skref meðan knettinum er stungið einu sinni niður. Eitt mikilvægt atriði, sem ekki má gleym- ast við knattrekstur er: aldrei að horfa á knöttinn við knattrekstur. Ef þið gerið það, náið þið aldrei vullkomnu valdi á knettinum í leik. Eftirfarandi atriði eru mikilvægust við knattrekstur: 1. Höndin ofan á knettinum fyrir miðju. Forðist ,,sóp“ með þvi að fara undir hann og ýta honum áfram. 2. Haldið knettinum lágt og stingið honum örugglega niður, ekki hikandi og óreglulega. Reynið taktfastan knattrekstur. 3. Notið aðeins fingurgómana við að hafa vald á knettinum. 4. Beygið knén, látið meginþunga líkam- ans hvíla á stöðufætinum. 5. Haldið höfðinu uppi, horfið aldrei á knöttinn. Málfræði kk. nf. lítill, loðinn, mjúkur þf. lítinn, loðinn, mjúkan þgf. litlum, loðnum, mjúkum ef. lítils, loðins, mjúks kvk. nf. iítil, loðin, mjúk þf. litla, loðna, mjúka þgf. iitilli, loðinni, nijúkri ef. lítillar, loðinnar, mjúkrar hk. nf. litið, loðið, mjúkt þf. lítið. loðið, mjúkt þgf. litlu, loðnu, mjúku ef. iítils, loðins, mjúks María Eiríksdóttir 398

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.