Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1969, Page 46

Æskan - 01.09.1969, Page 46
SPURNINGAR OG SVOR Landnám ríkisins. Svar til Skarphéðins: Starf- semi landnáms ríkisins er í meginatriðuin tvíþætt. Annars vegar lýtur hún að stofnun ný- býla, annaðhvort í hyggða- hverfum eða á vegum einstak- linga, en hins vegar miðar hún að því að auka búin á þeim jörðum, sem fyrir eru, og koma í veg fyrir, að jarðir fari í eyði, þær, sem hyggilegar eru. Það, sem fellur undir ný- býlastofnanir samkvæmt land- námslögum, er: 1. Stofnun nýbýlis til almenns búrekstrar a) í byggðahverfi i>) á eigin iandi. 2. Stofnun félagsbúskapar á eldri jörð. 3. Endurbygging eyðijarðar. 4. Stofnun garðyrkjubýlis á jarðhitasvæði. 5. Stofnun smábýlis eða iðn- aðarhýlis á 6 ha ræktanlegs lands að lágmarki. Landnám rikisins hefur stofnað til byggðahverfa í 15 sýslum landsins. I þessum byggðahverfum eru 3—9 ný- býli í hverfi, og eru nýbýla- mönnum byggð býlin eftir að landnámið hefur lokið fram- kvæmdum sinum i hverfinu. Landnám ríkisins kaupir land- ið undir býlin, ieggur vegi um hverfið, leggur vatnsleiðslur að og skolpleiðsiur frá hýlunum og ræktar 25 ha tún fyrir hvert hýli. Þá lætur hmdnámið girða hverfin af og ]iurrka ræktunar- lönd og beitilönd að nokkru. Þegar einstaklingar stofna ný- býli, styrkir Landnám ríkisins ræktun á þeim býlum, unz náð er 25 ha túnstærð. Fyrstu 5 ha, sem ræktaðir eru á hverju býli, eru styrktir með kr. (i.000,00 á lia, en siðan nemur styrkurinn kr. 3.000,00 á ha. Styrkur til garðyrkjubýla nemur kr. 00,00 á fermetra í gróðurhúsi, unz 1000 m- er náð. Þeir, sem ný- býli stofna á eigin landi eða i byggðahverfum, njóta sömu styrkja og lána til l)ygginga og bændur á eldri jörðum. Sú starfsemi Landnáms rik- isins, sem miðar að ])ví að stækka búin á eldri jörðum og koma í veg fyrir, að byggileg- ar jarðir fari í eyði, er einkum tvenns konar. í fyrsta lagi styrkir landnámið ræktun á öllum þeim jörðum, sem hafa minna tún en 25 ha og byggi- legar teljast, unz 25 ha marki er náð. Þessi styrkur nemui' kr. 2.500,00 til kr. 3.000,00 eftir ræktunarskilyrðum. t öðru lagi veitir Landnám ríkisins styrk til byggingar íbúðarhúsa í sveitum, kr. 60.000,00 til hygg- ingar hverrar íbúðar. Ef þessar upplýsingar nægja þér ekki, þá ættir þú að skrifa til skrifstofu Landnáms ríkis- ins, Hafnarstræti 6, Reykjavík. Tannsnyrting Svaé til Bjarna: Hið eina, sem sýnilegt er af slímhúð munnsins, eru varirnar. Þær eiga að vera rjóðar á lit, slétt- ar og sprungulausar. Snyrting varanna keppir að þessu marki. Notkun sterkra munnskolvatna og tannsápu getur oft valdið því, að slímhúð varanna þorni um of og varirnar springi og skorpni. Við snyrtingu var- anna eru varasmyrsli notuð, og má ekki rugla þeim saman við varalit. Varasmyrslin eru úr möndluolíu og vaxi og lítið eða ekkert af rauðum lit látið saman við. Glyserin á ekki að nota við varasnyrtingu. Munn- snyrting er í því fólgin að skola og þvo inunn og háls. Ber að gera það eftir hverja máltíð. Til þess er notað volgt vatn, ýmist eintómt eða bætt er í það lireinsandi og ilm- andi munnskolvatni. Astand tannanna hefur mikla þýðingu fyrir útlit manna. Illa hirtar tennur bera vott um sóðaskap og eru stórlýti á fólki, jafnvel þótt það sé að öðru leyti snot- urt. Tennurnar eiga að vera hvítar. Skemmdar tennur eru tíðasta orsök andremmu. Við tannsnyrtingu er notaðurtann- liursti, tannsápa, tannduft eða tannvatn. Áður en tennur eru burstaðar, skal ævinlega skola munninn rækilega. Tannburst- inn sé hæfilega stór og stinn- ur. Skal bursta alla tannfleti sem rækilegast. Ef tannholdið er heilbrigt, á eklti að blæða úr því eftir burstun. Þegar þú fæddist, varstu tannlaus. Sennilega hefur fyrsta tönnin komið í ljós, þeg- ar þú varst hálfs árs. Smátt og smátt hafa svo komið fleiri tennur, og við tveggja ára ald- ur hefur þú verið búinn að taka 20 tennur. Nefnast þær mjólkurtennur. Á sjöunda ári og næstu ár losna og detta mjólkurtennurnar burlu, og fullorðinstennur koma í þeirra stað. Þær eru 32: fjórar fram- tennur, tvær augntennur og tiu jaxlar í hvorum gómi. Oft- ustu jaxlarnir (vísdómstenn- urnar) koma ekki fyrr en um tvítugt eða síðar. 402

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.