Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 42

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 42
nágrenni borgarinnar Bagdað bjó eitt sinn fátækur fiskimaður. Hann átti konu og þrjú börn, og aflabrögð hans voru ekki meiri en það, að stundum var sultur í húsi hans. Dag hvern fór hann snemma á fætur og bar net sín til sjávar, en því liafði hann heitið Allah, drottni sínum, að hann skyldi aðeins kasta netunum út fjórum sinnum á hverjum degi. Dag einn, er hann hafði kastað neti sínu út og var tekinn að draga það að landi, tók hann eftir því, að drátturinn var óvenju þungur. í fyrstu varð hann glaður við og bjóst við miklum fiski á land, en vonbrigði hans voru mikil, þegar hann sá, hvað í netinu var. Það var beinagrind af asna, og svo bætti það ekki úr skák, að þessi ódráttur hafði rifið net hans allmjög. Þegar fiskimaðurinn hafði bætt net sitt svo vel sem hann gat, kastaði liann því út öðru sinni, en litlu varð árangurinn betri, því að engan fékk hann fiskinn, aðeins þang og steina. Og Jjannig fór einn- ig um þriðja kast hans, engir fiskar, aðeins steinar og rusl úr hálffúnu tré. Þetta var snemma að morgni og sólin um það bil að koma upp. Fiskimaðurinn, $em var sanntrúaður Múhameðstrúarmaður, sneri sér í átt til Mekka og bað bæn, áður en liann kast- aði í síðasta sinn Jjennan dag: „Allah, drottinn minn! Nú hef ég kastað út neti mínu í Jnjú skip.ti, án þess að fá nokkuð ætilegt til að færa heim til konu og barna. Hjálpaðu mér nú í neyð minni. Gefðu, að ég fái góðan afla í mínu síðasta kasti í dag.“ Síðan kastaði hann út neti sínu svo langt sem hann gat og tók síðan að draga Jsað að landi. Brátt fann hann, að eitthvað þungt mundi vera í möskvunum, því að drátturinn var svo Jmngur, að hann megnaði naumast að draga netið að landi. En glaður í anda herti hann dráttinn, Jrví að hann var þess fullviss, að Allah hefði bænheyrt sig. Það var þó enginn fiskur í netinu, þá loksins að fiski- maðurinn náði því upp i fjörusandinn, en Jaað, sem Jryngslunum olli, var allstór kútur úr látúni eða kopar og var tappi rekinn traustlega í opið á honum og brætt fyrir með blýi. Aumingja maðurinn varð vonsvikinn, þegar hann sá, hvað í netinu var, en hugsaði sér Jjó að hirða kútinn og reyna að selja hann blikksmiðnum í jDorpinu. En var ekki eitthvað niðri í kútnum? Réttast var að ná tappanum úr og athuga inni- haldið, ef eitthvert var. Tók nú fiskimaðurinn að reyna að stinga upp kútinn með hnífi sínum, og þegar það að lokum heppnaðist, virtist í fyrstu ekkert vera í honum. Hann hafði endaskipti á kútnum, en ekkert rann úr honum, en Jxegar hann setti hann aftur á botninn, tók hann eftir því, að það var sem reykský legði upp úr stútnum. Þetta ský varð stærra og stærra og tók að lokum á sig mannsmynd allferlega. „Salómon, Salómon!" hrópaði andinn. „Fyrir- gefðu mér syndir mínar. Aldrei skal ég aftur gjöra neitt móti vilja þínum og drottins Allahs!“ „Hvað er það, sem Jxú ert að segja, mikli andi?“ hrópaði fiskimaðurinn alveg dolfallinn af undrun. „Salómon er dáinn fyrir 1800 árum. Hefur Jrú kannski verið allan þennan tíma niðri í Jxessum kút?“ „Æ, ó!“ sagði andinn, „ég var einn af Jxeim öndum, sem gerðu uppreisn gegn Allah og sendi- boða hans Salómon. Mér var hegnt með Jxví, að mér var sökkt í sjávardjúp lokaður inni í þessum litla koparkút. Fyrstu hundrað árin, sem ég var innibyrgður í kútnum, hugsaði ég mér, að ég skyldi launa Jxeim, sem ef til vill bjargaði mér, með Jxví að gera hann að ríkasta manni heimsins. Önnur hundrað ár liðu, og Jxá hafði ég hugsað mér að gefa björgunarmanni mínum alla fjársjóði og dem- anta heimsins. A Jtriðju öldinni var ég kominn á þá skoðun að nægja mundi að gefa honum Jxrjár 534
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.