Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 7
 og fékk mjög góða menntun, — lærði alla kristna trúfræði og gríska heimspeki að auki. Og hér með eru upptaldar einu öruggu staðreyndirnar um líf hans. Nokkrar sagnir greina frá því, að Nikulás hafi verið of- sóttur og meira að segja fangelsaður á stjórnartímum Díokletíans keisara og að á stjórnartímum Konstantíns keis- ara hafi hann verið viðstaddur fyrsta fund Alkirkjuráðsins, en þá hafði kristin trú breiðzt út til margra landa, og kirkjunnar menn töldu nauðsynlegt að mynda samtök með sér. Þessi fundur var haldinn í Nicaea árið 325 og þar iók kirkjan einkum afstöðu til villukenninga Aríusar. Engar sannanir eru þó fyrir því, að Nikulás hafi verið þar við- staddur. Eina staðreynd virðist þó mega draga af öllum sögnum um hann og hún er sú, að hann hafi verið óvenju traustur og góðhjartaður maður og skemmtilega laginn að koma góðu til leiðar. Ein þekktasta sagan um hann greinir frá nágranna hans og átti sá 3 uppkomnar og friðar dætur en var ekki nógu efnaður til þess að geta gefið þeim góðan heimanmund, enda voru þær allar ógiftar i föðurgarði. Nikulás biskup komst á snoðir um þetta og nú segir sagan, að hann hafi læðzt eina nóttina upp að húsi vinar síns og fleygt handfylli af gullpeningum inn um gluggann hjá honum. Þessir peningar urðu nægilegir til að skapa hinn ánægju- legasta heimanmund, enda giftist nú elzta dóttirin íljótlega. Nokkru síðar kom Nikulás biskup aftur að næturlagi í sömu erindagjörðum og næstelzta dóttirin hlaut gott gjaforð skömmu siðar. Nú hugsaði faðirinn sér að komast að því, hver þessi ókunni velgerðarmaður hans væri og fylgdist með ferðum manna heim að húsinu á nóttunni. Nikulás kom í þriðja sinnið og þegar faðirinn sá hann, féll hann á kné og vildi þakka honum, en Nikulás lagði fingur sinn á varir hans og þvingaði hann til að þegja. Þessi fræga rrá- sögn hefur verið sögð og endursögð gegnum aldirnar og meðal annars orðið frumhugmynd að miklum vjölda mál- verka. Önnur sögn greinir frá því, að þrír foringjar í her Konstan- tíns keisara hafi verið ranglega ákærðir fyrir landráð og dæmdir til dauða. Nóttina fyrir aftökuna báðu þeir iil Nikulásar biskups um hjálp, þótt hann væri í hundruð mílna fjarlægð. Biskupinn birtist keisaranum þegar í stað I draumi, skipaði honum að sleppa sakborningunum og ógnaði honum með ægilegri refsingu, ef hann ekki hlýddi sér. Keisarinn varð dauðhræddur og flýtti sér að sleppa mönnunum, þegar hann vaknaði. Fjöldi kraftaverka er eignaður hinum ráðsnjalla biskupi. Eitt, sinn var mikið hallæri í borginni Myra og þá vildi svo til, að skip hlaðin hveiti frá Egyptalandi vörpuðu akkerum á höfninni. Nú átti hveitið að flytjast í kornhlöðurnar í Kon- stantínópel og auðvitað mundu skipstjórarnir engu fyrir týna nema lífi sínu, ef eitthvað af hveitinu kæmist ekki til skila. Nikulás biskup fór og tjáði skipstjórunum vandræði borgar- búa og sagði: „Óttizt ekkert. Látið mig hafa nóg korn handa mínu fólki.“ Skipstjórarnir gerðu svo, en þegar þeir svo komu til ákvörðunarstaðar, reyndist farmurinn vera ósnertur. Nikulás biskup lézt kringum árið 340 og var jarðaður með mikilli viðhöfn og eftirsjá. En allir þeir, sem bágt áttu, héldu áfram að trúa á hann og trúin á kraftaverk hans breiddist norður um Rússland og vestur um alla Evrópu. Sjómenn báru þessa trú frá höfn til hafnar, flutningamenn báru hana eftir skipgengum fljótum og sölumenn íluttu hana um þjóðbrautir á landi. Fljótiega var svo komið, að allir þeir, sem flutninga önnuðust, beiddust verndar hans. Mynd hans var að finna á skipum hafanna jafnt sem kross- götum þjóðvega í landi, á brúm og hættulegustu fjallveg- um. Samtök iðnaðarmanna og fleiri stéttir skipuðu sér undir verndarvæng hans og hann varð sérstakt átrúnaðar- goð og hollvinur skipasmiða, vínkaupmanna, lyfjafræðinga, stúdenta og lögfræðinga. Enginn hinna heilögu manna jafnast á við hann að vinsældum. Mörgum kristnum mönnum varð það sorgarefni, þegar borgin Myra féll í hendur hersveita Múhameðstrúarmanna rúmlega sjö öldum eftir dauða Nikulásar. Sérstaklega áttu ítalskir sjómenn erfitt með að hugsa sér, að trúleysingjar gengju um grafhýsi hans. Því var það, að árið 1087 sigldu 50 menn á 3 kaupskipum frá hafnarborginni Bari á Suður- Ítalíu. Þeir héldu beint til Myra, stigu þar á land og gengu beint að grafhýsi Nikulásar, sem 4 menn gættu. Þeir tóku við digrum sjóði peninga, síðan brutu aðkomumenn lokið af grafhvelfingunni og sigldu á brott með bein átrúnaðar- goðs síns. Sigri hrósandi héldu þeir til heimahafnar og þar var þeim íagnað innilega. Hvít steinkirkja var byggð yfir jarðneskar leifar Niku- lásar í borginni Bari. Hún stendur frammi við sjóinn og er i dag einn af mestu helgistöðum kristninnar. Árlega flykkj- ast pílagrímar þangað, eða 200.000 til jafnaðar. Meðal þeirra eru ungar stúlkur, sem koma til að biðja þess, að þær eign- ist góða eiginmenn, jafnt og sjómenn frá nærliggjandi stöð- um, sem koma til að biðjast fyrir, áður en þeir leggja út á misvindasamt Adríahafið. Ferðamannastraumurinn til Bari nær þó hámarki i maí, en þá minnast menn ætíð flutningsins á jarðneskum leif- um dýrlingsins. Mikil skrúðfylking fólks í miðaldabúningi fer um göturnar og ber geysistóra tréskurðarmynd hins heilaga manns fram á þilfar einhvers fiskiskipsins í höfninni. Fán- ar blakta og lúðrar gjalla, en mannfjöldinn þyrpist fram á ströndina til þess að horfa á meðan skipið siglir um fló- ann með mynd dýrlingsins í fylgd margra smábáta, sem allir eru skreyttir í tilefni dagsins. 499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.