Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 52

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 52
Kynjasögur: Jólagjöf in Árið 1918 eða 1919 kom það atvik fyrir, er nú skal sagt frá. Njáll, sonur Sighvats Borgfirðings, var ])á vinnumaður hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Bafnseyri. Á þeim árum vantaði ýmsar nauðsynjar manna í verzlanir i námunda við Arnarfjörð, þar á meðal höfuðkamba mjög tilfinnan- lega, og gat Njáll ekki fengið sér höfuð- kamh, þó að liann leitaðist fyrir um það. Morgun einn á jólaföstunni rekur Njáll féð til beitar inn á Hafnseyrarhlíð. Nótt- ina áður hafði fallið lognfönn og var nú hvítt yfir allt. Þegar kom inn á svokallað- an Teig, sem er skammt fyrir innan Rafnseyri, rekur hann féð fram hjá litl- um klettaás. Þar er stakur klettur, sem kallaður er Einbúi. Gamlar stekkjartóftir eru hjá kletti þessum, og hefur Einbúi verið notaður fyrir gafl stekkjarins. Féð rennur nú með hægð inn eftir, en Njáll gengur ofan til við fjárhópinn. Þegar hann er kominn með féð skammt inn fyrir Einbúa, sér hann glampa á eitthvað ofan á snjónum skammt frá fótum sér. Hann tekur þetta upp og sér, að þetta er spánnýr höfuðkambur, sem aldrei liafði verið notaður. Hann lá þar ofan á ný- föllnum snjónum, svo sem tvo faðma fyr- ir ofan fjárbrautina og sáust hvorki manna eða dýra spor neins staðar ná- lægt honum. Kamburinn var svartur að lit, í stærra Iagi, og voru þéttar tennur báðum megin. Njáll var feginn fundi þess- um, þar eð hann átti þá engan kamlx, tók hann og notaði lengi í sinar þarfir og hafði þar til er hann varð útslitinn með öllu. En Njáll áleit, að kamburinn væri sér sendur og skoðaði hann sem jólagjöf frá einhverjum ósýnilegum vini sínum. Sagnlr af Vestfjörðum. álfalands síns að lokinni köllun sinni. Ráðstafanir voru þegar gerðar til að leita liennar um allt landið, en hinn dularfulli „blái fugl“ var floginn í óþekkt umhverfi. Dag nokkurn er Luu-Binh var að hugleiða liðna ævidaga, ákvað hann að fara og finna hinn vanþakkláta Zuong-Le og veita honum stranga áminn- ingu. Löng skrúðganga með blaktandi fánum og háværum bumbuslætti fylgdi hinum fræga mandarína, Luu-Binh, til fylkisins. Þegar Zuong-Le frétti um komu hins gamla vinar síns, tók hann sér stöðu við dyrnar til að bjóða hann velkominn og óska honum til hamingju vegna hins mikla gengis hans. Hann ætlaði honum heiðurssess, því nú var Luu-Binh orðinn honum æðri. Luu-Binh hafði ekki unnizt tími til að tjá honum óánægju sína, er Zuong-Le kom inn með vinkonu sína til að bjóða heiðursgestinn velkominn. Luu-Binh var að því kominn að hníga niður af stólnum, og hann trúði ekki sínum eigin augum. Konan var þá hin ástúðlega Chan-Long, sem hann hafði svo lengi leitað hvarvetna! Þá sagði Zuong-Le vini sínum upp alla sögu: Fyrir 5 árum, þegar hann frétti um komu Luu-Binh, varð hann fyrst mjög hrifinn, en svo þegar hann fór að hugleiða skapgerð vinar síns, lézt hann móðgaður og óvirtur með komu hans. Svo bað hann vinkonu sína að fara og lijálpa honum. Luu-Binh hlýddi með athygli á frásögnina, djúpt snortinn, og í augum hans glitruðu tár. Nú sá hann glöggt, hversu djúp var vinátta vinar hans, vinátta, sem aldrei hafði rofnað en alltaf eflzt. Þessi fyrirmyndarvinátta varð nú alls staðar þekkt helgisögn alþýðu. K. G. þýddi úr esperanto. Ef þú setur höndina milli veggjar og Ijóss, sem er i hæfi- legri fjarlægð, kemur fram á veggnum skuggamynd af hend- inni, — stór eða Iftil, eftir fjar- lægð handarinnar frá veggnum. Þegar þú hefur fundið rétta fjarlægð, svo myndin verði skýr, ættir þú að reyna við myndirnar hérna. Fleiri skuggamyndir koma síðar í blaðinu. Skuggamyndir Gaggandi hœna. 544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.