Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 4

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 4
Örn Arnarson: JÓL Nú rennur jólastjarna og stafað geislum lætur á strák í nýjum buxum og telpu í nýjum kjól. Hve kertaljósin skína og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur, er börnin halda jól. Og mitt í allri dýrðinni krakkakríli grætur — það kemur stundum fyrir að börnin gráta um jól — en bráðum gleymist sorgin, og barnið huggast lætur og brosir gegnum tárin sem fífill móti sól. Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. O, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild í helgi jólanætur, er heimur skrýðist ljóma frá barnsins jólasól. En innst í liugans leynum er lítið barn, sem grætur og litla barnið grætur, að það fær engin jól. En mitt í erli hins hversdagslega lífs birtist engillinn fjárhirðunum á Betlehemsvöllum forðum. í gráum hversdagsleika daglegs strits birtist hann allt í einu, og þeir urðu hræddir. Ég las einu sinni sögu. Mörgum og tignum gestum hafði verið boðið í veizlu mikla. Skírnarveizla var það víst. Fögnuður foreldranna var mikill. Þjónustufólk tók á móti gestunum. Allt var tilbúið. Allir voru komnir. Veizlan átti að hefjast. Fögnuðurinn átti að ná há- marki. En hvar var barnið? Hver hafði verið með það síðast? Margir höfðu fengið að sjá það og gleðjast. En hvað hafði orðið um það? Leit var hafin. Allir stóðu á fætur. Alls staðar var gáð. Og loks mundi þjónustustúlkan eftir því. Hún hafði óvart skilið það eftir frammi í forstofu, þar sem hún lét allar yfirhafnirnar. Hún flýtti sér þangað. Barnið var undir fötunum. Það var víst látið. Enn rennur upp yndislegur tími. Jólahátíðin stend- ur yfir. Enn boðar engillinn þér sama fögnuðinn sem fyrr: Yður er í dag frelsari fæddur! Þessi er hinn mikli fögnuður hátíðarinnar. Þessi er hin mikla uppspretta friðar og hamingju. Þetta er leyndardómur sannrar gleði, lind, sem svalar, fæða, sem mettar. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Getum við glaðzt yfir því! Mætti Drottinn Jesús vera með þjáðum og þreytt- um, líkna sjúkum og sorgmæddum, gleðja fátæka og fangelsaða, hressa gamla og gráhærða. Enn berast ómar frá Betlehem. Gefum okkur næSi til þess að hlusta. Eilífa lagið gleymist aldrei. „Friður á jörðu, fagna þú, maður, frelsari heimsins fæddur er.“ Gefi góður Guð öllum á þessari jólahátíð GLEÐILEG JÓL! Þórir S. Guðbergsson. 496
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.