Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 64

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 64
Baden-Powell hefur sagt: ,,Ef við erum vinir, langar okkur ekki til að eiga í deilum, og með því að leggja rækt við vináttuna, eins og við höfum kostað kapps um á alheimsmótum okkar, undirbúum við jarðveginn til lausnar alþjóðadeilna méð rökræðum í bróðerni. Það mun hafa stórfelld og lífsnauðsynleg áhrif í friðarátt meðal jarðarbúa. Og því skulum við skuldbinda okkur til að láta einskis ófreistað til þess að styrkja sem bezt vináttuna við skáta frá ýmsum löndum, og stuðla að varðveizlu friðarins, hamingju og góðvild meðal mannanna. Það er hugarfarið sjálft, sem mestu máli skiptir. Þegar skáta- heitið og skátalögin eru í raun og veru komin til framkvæmda, er styrjaldar- og deiluástæðan úr sögunni." ikið lilökkuðu þeir nú til jól- anna bræðurnir, Haraldur og Kristján. Og nú voru aðeins 8 dagar eftir — — og þá ... Mamma liafði svo hræðilega mikið að gera, en síðasta sunnudaginn fyrir jól gátu þeir verið með henni allan daginn, þvi þá voru teknir niður kassarnir með jólaskrautinu, litið yfir og iagfært, og búið til eitthvað nýtt, eða eins og venja var fyrir hver jól. Þá var nú gaman, drengirnir nutu þessa dags í ríkum mæli. Mamma tók allt svo undurvarlega upp úr kössunum og lagði það á horðstofu- horðið. Það voi-u Jakobsstigar, körfur, músastigar og alls konar lengjur úr mis- litum pappír, jólasveinar, snjókarlar og margt fleira, fyrir utan kúlur, bjöllur og annað, sem þeir gátu ekki búið til. En það allra fallegasta af því öllu saman var myndin af Jesúbarninu í jötunni. Þegar mamma liélt henni upp að ljósinu, var hún hjört og gegnsæ, alveg eins og Jesú- barnið væri lifandi. Kristján og Haraldur lágu á hnjánum livor á sínum stól og teygðu sig yfir borð- ið til að geta séð sem bezt. Sérstaklega fylgdist Haraldur vel með, hann var í fyrsta bekk i skólanum, og kennslukonan liafði sagt þeim, að siðasta skóladaginn fyrir jól ættu þau að hafa jólatré. Og svo hafði hún spurt þau, hvort þau gætu tek- ið með sér eitthvað af jólatrésskrauti, og mamma hafði lofað Haraldi, að hann skyldi fá að hafa með sér eitthvað í pappaöskju. Haraidur vildi lielzt fá allt, sem hann sá, og kailaði eftir því sem mamma tók upp úr kössunum: „Þetta vil ég fá, og þetta, og þetta!“ Hann var nú orðinn svo æstur, að hann var alveg skriðinn upp á borðið. „Bíddu nú, þangað til ég er húin, og seztu á stólinn," sagði mamma. „En stjörnuna með Jesúharninu, mamma, hana verð ég að fá.“ „Nei, Haraldur minn, ef ]>ú mundir nú týna henni,“ sagði mamma. „Mamma mín, ég skal fara svo varlega, leyfðu mér að fá hana, skilur Jjú ekki, að hinir krakkarnir í bekknum verða að fá að sjá hana !“ Haraldur þrábað mömmu ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★■A sina, Jiangað til hún lét undan og lagði finu stjörnuna ofan á hitt dótið í öskj- unni, svo batt hún spotta utan um hana. Siðasta skóladaginn var litið og fallegt jólatré sett upp í skólastofunni, og Har- aldur og J>au af börnunum, sem höfðu haft með sér skraut, komu klukkustund á undan hinum börnunum til ]>ess að skreyta tréð. Úti var norðanvindur og snjókoma, regluleg slydda. Inni var allt orðið svo dásamlega hlýtt og notalegt, og ]>á var nú jólatréð ekki hvað sízt. f síðustu kennslustund var kveikt á því, börnin héldust i hendur, gengu i kring- um tréð og hófu að syngja: „Heims um ból ...“ „Kennari, sérðu, hvað þetta er fallegt," Ása stóð með tindrandi augu fyrir framan stjörnuna með myndinni af Jesúbarninu. Allir litu þangað. „Varst ]>að ekki ]>ú, Haraldur, sem komst með ]>essa stjörnu?" spurði kennslukonan. „Jú, ]>að var ég.“ Haraldur var hreyk- inn af fallegu myndinni sinni. Þá hringdi bjallan. „Gleðileg jól. Gleðileg jól,“ lieyrð- ist úr öllum áttum. Nú fóru allir að flýta sér heim. Haraldur fór að láta niður í öskjuna sína, myndina af Jesúharninu lagði liann efst, því hún mátti ekki böggl- ast. En hann gleymdi einu mjög mikil- vægu. Hann gleymdi að binda utan uni öskjuna. Hann lét öskjuna á sparkslcð- ann sinn og hélt heim á leið. En livað hann var kaldur, og svo var liann að hvessa svo mikið. Haraldur liægði aðeins á sér og lét betur á sig vettlingana. Þa kom stormhviða, og áður en drengurinn gat áttað sig, fauk askjan af sleðanum, lokið af henni og ailt sem í lienni var fauk út um allt. Haraldur vissi ckki, hvert liann átti að snúa sér. Snjór og pappirs- lengjur, pokar og körfur fuku i allar átt- ir, Þarna svifu lengjurnar eins og flug- drekar hátt upp i loftið og röð af litlum fánum fauk beint til himins, fannst lion- um. Þegar verstu vindhviðunni lauk, fór Haraldur að tína upp það, sem næst hon- um var, liann krafsaði og krafsaði 1 snjónum og reyndi að handsama sem mest, en hvar var stjarnan með mynd- inni af Jesúbarninu? Hann leit ofan • öskjuna, nei, þar var liún ekki. „Ó, ég er búinn að týna Jesúbarninu minu, hvað skyldi mamma segja, og Kristján?" Haraldur lagðist niður í snjóinn, hann snökti og saug upp í nefið, hann krafs- aði í snjónum þangað tii hendurnar voru hláar af kulda, en fann ekki neitt. Hann mátti ekki gefast upp. Hvar var fina stjarnan? Veslings Haraldur, og hann sem hafði lofað ]>ví, að hann kæmi örugglcfú1 heim með hana aftur, en nú var hann l>úinn að týna Jesúbarninu. Mamma var að baka, þegar Haraldur kom grátandi inn úr dyrunum. Hún tók liann í fang sér og reyndi að liugga hann. „Norðanvindurinn tók hana, marnma. Haraldur grét enn þá ákafar, hann val' kominn með hiksta. „Nú verður þú að vera skynsaniur drengur,“ sagði mamma. „Þú verður :>ð muna, að þetta var bara mynd.“ „Já, en það var Jesúbarnið, mamma- „Já, það veit ég, en ég ætla að segja þér nokkuð, Haraldur minn. Það er ekk> svo hættulegt að týna myndinni af Jesu- barninu, ef ]>ú aðeins varðveitir hann sjálfan í hjarta ]>ínu. Ef ]>ú gerir ]>að, °£ hefur hann fyrir bezta vininn l>inn, l>a 556
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.