Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 38

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 38
„Ungum er það aíira bezt“ Gulur grallari „Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þ(na.'‘ ^<ulur var hænuungi. Hann átti engin systkini. Hann átti engin leikföng heidur. Haninn, pabbi hans, vann svo mikið, að hann mátti aldrei vera að því að kaupa þau. Og hænan, mamma hans, vann lika úti. Hún var svo þreytt, þegar hún kom heim, að hún varð að hvíla sig. Ef Gulur litli spurði um eitthvað, sagði hún bara: „Æ, get ég ekki einu sinni fengið frið, þegar ég kem dauðþreytt heim úr vinnunni. Góði farðu út og leiktu þér." Svo henti hún til hans fáeinum byggkornum, til þess að hann gæti keypt kökur hjá bakaranum. Það var alveg eins og það væri Gul að kenna, hvað mamma hans var þreytt. Og frænka hans, ungfrú Hansfna, sem var venjulega heima, mátti varla vera að þvl að gefa honum matarbita. „Ég á svo ægilega margar vinkonur," sagði hún. „Skárra væri það nú, ef maður talaði ekki við kunningja sfna ein- staka sinnum." Og svo talaði hún allan daginn f símann. Einu sinni var Gulur einn heima. Foreldrar hans voru rétt ókomnir heim. Frænka hans var að tala í símann. Honum leiddist. Hann vissi ekkert, hvað hann átti að gera. Hann ráfaði fram og aftur um herbergin. Þá datt honum allt f einu í hug að byggja hús. Hann tók alla stólana í stof- unni og raðaði þeim á mitt gólfið. Hann var niðursokkinn í leik sinn, þegar frænka hans birtist. „Hvað í ósköpunum er þetta, barn?“ hrópaði hún upp yfir sig. „Ætlaðu aldrei að læra að leika þér eins og önn- ur börn?" Hún var bálreið, rétt eins og hún hefði aldrei gert annað en að kenna honum að leika sér. „Já, taktu stólana saman undir eins. Annars skaltu fá að kenna á þvf. Ég hef bara aldrei þekkt annan eins óþekktarorm og þig. Flýttu þér að þessu. Ég þarf að hringja f ffna fi’ú á meðan." Aumingja Gulur litli vissi varla, hvað gera skyldi. Eng- inn hafði tíma til þess að kenna honum neitt. En samt átti hann að kunna allt. Svo varð hann reiður. Hann ætlaði að strfða þeim öllum. Hann hljóp fram f eldhús. Þar tók hann hveiti- skálina og setti hana ofan á mjólkurkassann. Hann vissi, að frænka hans mundi bráðlega setja mjólkina f fsskápinn! Síðan flýtti hann sér fram í baðherbergið og fyllti þar fötu með vatni. Svo tók hann fötuna og setti hana beint fyrir innan útidyrnar! Nú flýtti Gulur sér út bakdyramegin. Hann gægðist inn um eldhúsgluggann. Þarna kom frænka hans á fleygiferð. Hún leit á klukkuna og þreif mjólkurkassann ofan af borðinu! Hveitinu rigndi yfir hana. Hún varð öll snjóhvft f framan! Þá flýtti Gulur sér í næsta símaklefa. Hann hringdi heim til sín. Frænka hans kom auðvitað í símann. „Já, halló," sagði hún og hóstaði. „Góðan daginn," sagði Gulur og breytti röddinni. „Þetta er Kambur læknir." „Já, góðan daginn, herra læknir," sagði frænka hans og hóstaði enn meir. „Þetta er Hansína." „Já, heyrið mig, ungfrú Hansina. Ég held, að þér ættuð að hætta að tala í svo sem tvo heila daga. Þetta gæti verið mjög hættulegt fyrir yður. Þér gætuð jafnvel misst fögru röddina yðar, sem hljómar svo fallega í síma!" Hansína hóstaði svo mikið, að hún gat varla sagt: Þökk fyrir. Hún hafði rétt lagt símtólið á, þegar foreldrar Guls litla komu heim. Faðir hans steig beint ofan f fötuna. Hann stökk strax upp úr henni, og gusugangurinn var svo mikill, að aumingja konan hans varð rennandi blaut líka. Og ekki brá þeim minna, þegar þau sáu alla stofustólana á miðju gólfi og Hansínu eins og draug í framan! En Gulur litli hafði hlaupið í leikfangabúðina. Hann ætlaði sjálfur að kaupa sér leikföng. Hann spurði, hvað ódýrasti bíllinn kostaði. Afgreiðslumaðurinn sagði, að hann kostaði fimmtán byggkorn. Þá varð Gulur dapur. Hann átti aðeins fimm. Hann stakk höndunum í vasann. Svo horfði hann á alla fallegu bílana í hillunum. Hann lang- aði auðvitað til þess að eiga þá alla. En hann vissi, að það var ekki hægt. Hann starði á þá, eins og hann væri utan við sig og hugsaði: Nú ætla ég að safna. Þegar hann ætlaði að fara að ganga út úr búðinni, tók hann eftir því, að afgreiðslumaðurinn var farinn. Allt f efnu langaði Gul litla að taka einn bílinn. Hann leit í kringum sig. Enginn sá hann. Hann hugsaði sig um. Hann var talsvert hikandi. Gulur vissi, að þetta var ekki fallegt. 530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.