Æskan - 01.11.1969, Side 54
FÖR GÚLLÍVERS TIL PUTALANDS
Hð" keisarans er í miSri borg, þar sem tvö höfuðstrætin sker-
ast. Múr er um hana 20 fet frá henni og tveggja feta hár.
Ég fékk leyfi keisarans til að fara yfir múrinn, og þar sem rúm
var svo mikið milli hans og hallarinnar, gat ég skoðað hana á alla
vegu. Yzti garðurinn er 40 fet á hvern veg og tveir garðar innar.
Herbergi keisarans snúa að innsta garðinum og langaði mig mjög
til að sjá þau, en það var mjög erfitt. Húsin við ytri garðinn voru
að minnsta kosti 5 feta há, svo að ég gat með engu móti klofað
yfir þau, nema eiga á hættu að stórskaða byggingarnar, þó að
veggirnir væru rammgerðir úr höggnu grjóti. Keisarann langaði
mjög til þess, að ég gæti séð allt dýrindið I höll hans, en það
gat ég ekki fyrr en þremur dögum síðar og þeim dögum varði ég
til að skera uþþ með hnífnum mínum stærstu trén í trjágarði
keisarans, nálægt 25 álnum frá borginni. Úr þessum trjám bió ég
mér til tvo stóla, nálægt 3 fetum á hæð og nægilega sterka til
að þola þunga minn. Þegar búið var að auglýsa fólkinu aftur
komu mína, lagði ég af stað gegnum staðinn til hallarinnar með
stóla mína, sinn I hvorri hönd. Þegar ég kom inn í hallargarðinn
steig ég upp á annan stólinn, en tók hinn í hönd mér, lyfti honum
varlega yfir þakið og setti hann gætilega niður á svæðið milli
innri gprðanna, sem var 4 álna breitt. Ég steig svo auðveldlega af
öðrum stólnum á hinn og dró svo fyrri stólinn upp á eftir mér með
krókpriki. Með þessari tilhögun komst ég inn í innsta garðinn, og
þegar ég lagðist þar niður á hliðina, bar andlt mitt rétt við
gluggana á miðhæðinni og var þeim þá haldið opnum, íil þess
ég gæti séð inn, og sá ég þá hinn fegursta og skrautlegasta
bústað, sem hugsazt getur.
Það var einn morgun nálægt hálfum mánuði eftir, að ég var
látinn laus, að Reldresal, leyndarmálaráðherra, heimsótti mig í
húsi mínu og hafði með sér aðeins einn þjón. Hann tjáði mér, að
Putaveldi ætti við að stríða bæði flokkadrætti innan ríkis og svo
ófrið utan að. Hann sagði, að fyrir meira en 70 tunglum hefðu
risið hér upp tveir andvígir flokkar I ríkinu, sem hefðu kallað sig
Tam og Slam, eftir háum og lágum skóhælum, sem þeir höfðu að
flokkseinkennum. ,,Það er nú mál manna, að háu hælarnir séu
samkvæmari voru eldgamla stjórnarformi. Þó eru keisarahælar
hans hátignar að minnsta kosti fjórðungi úr þumlungi lægri en
hælar nokkurs hirðmanna hans. Óvildin milli þessara flokka varð
svo mögnuð, að þeir fást hvorki til að éta, drekka né tala saman.
Og nú mitt í þessum innanríkiserjum vofir yfir oss ófriður frá
Blefúskúriki, sem er annað mikla keisaradæmið í heiminum, ná-
lega jafn víðlent og voldugt sem veldi hans hátignar, keisara vors.
Sex þúsund tungla saga vor getur hvergi um nein önnur stór-
veldi en þessi tvö, Putaveldi og Blefúskú. Og ég ætlaði einmitt
að fara að segja yður frá því, að þessum tveimur ríkium lenti
saman í hinum grimmasta ófriði fyrir 36 tunglum. Tildrög styrj-
aldarinnar voru þessi: Allir menn eru samdóma um það, að ein-
faldasta aðferð til að opna skurnið, áður en við etum egg, sé sú
að brjóta gat á digrari endann. En þegar langafi hans núverandi
hátignar var lítill drengur, ætlaði hann einu sinni að borða egg
og braut það, eins og gert hafði verið frá ómuna tíð, en var svo
óheppinn að særa sig í fingrinum. Þá sendi keisarinn, faðir hans
út tilskipun, sem bauð öllum þegnum hans að brjóta mjóa endann
á hverju eggi, og lagði við þunga refsingu, ef út af væri brugðið.
En þjóðin reis svo öndverð móti lögum þessum, og saga vor segir
frá sex uppreistum og byltingum, þ'ar sem einn keisari lét lífið og
annar konungdóminn. Mönnum hefur talizt svo til, áð ellefu þús-
undir manna á ýmsum tímum hafi heldur kosið að ganga í dauð-
ann en að lúta að því að brjóta mjórri endann á eggjum sínum.
Mörg hundruð bindi hafa verið skrifuð um deilur þessar, en allar
bækur Digurendinga hafa verið gerðar upptækar fyrir löngu, og
öllum flokkunum íyrirmunað með lögum að komast í nokkra stöðu
eða embætti. En útlagar af Digurendingum hafa notið svo mikils
skjóls hjá keisarahirðinni í Blefúskú, og íengið svo mikinn styrk
og uppörvun frá flokki sínum hér, að það kom til blóðugrar
styrjaldar milli þessara tveggja keisaradæma, sem nú hefur staðið
36 tungl, og hefum ýmsum veitt betur. Vér höfum misst á þessum
tíma 40 vígdreka og aragrúa smærri skipa og 30 þúsundir af voru
bezta liði og ágætustu sjómönnum. Svo er sagt, að óvinir vorir
hafi þó beðið nokkru meira tjón en vér. En hversu svo sem það
er, þá hafa þeir nú mannað mikinn flota og búa sig til að ráðast á
oss. Nú hefur hans keisarahátign mjög mikið traust á hreysti
yðar og afli, og hefur hann boðið mér að skýra yður sem Ijósast
frá öllum málavöxtum."
Ég hét ráðherranum að segja hans hátign, að hann ætti vísa
mina undirgefnustu þjónustu, og þótt ég ætti að hætta lífi mínu
til að verja hann sjálfan og veldi hans fyrir árásum óvina hans,
þá gerði ég það hiklaust.
Keisaradæmið Blefúskú er á eylandi einu norðaustur af Puta-
landi og skilur þau veldi sund fjögur hundrað faðma breitt.
Herfloti Blefúskú keisara lá þar nú, albúinn að halda af stað,
þegar byr gæfist. Ég krafðist þá heilmikils af hinum sterkustu
546