Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 5

Æskan - 01.11.1969, Blaðsíða 5
J sa1 \ sta Aítalíu, sem er kaþólskt land er mikið af kirkjum. í Rómaborg eru þær um 300. í einni lítilli kirkju í Róma- borg, nálægt Capitoi, er lítið trélíkneski eða mynd af Jesú- barninu, sem er dálítið öðru- vísi en margar þessara helgi- mynda, sem alls staðar eru í kapellum og kirkjum. Þessi litla helgimynd er skorin í tré og andlitið er sérstaklega fal- lega gert og lifandi, því flestar þessara gömlu tréskurðar- mynda voru málaðar með fal- legum litum. ítalir kalla þessa litlu helgi- mynd II Santo Bambino (heil- aga barnið — Jesúbarnið), og hún hefur gegnt sérstöku hlutverki á löngu liðnum tíma. Styttan er öll skreytt skart- gripum, gullkeðjum, demants- hringum, gullnælum og á seinni tímum hefur henni áskotnazt gullarmband úr hvítagulli með demöntum, og er sérkennileg og öðruvísi en aðrar helgimyndir fyrir það í fyrsta lagi. í öðru lagi er hún sérstök því að um hver jól fær II Santo Bambino bréf frá kaþólskum börnum alls stað- ar í heiminum, lítil sakleysis- leg bréf með utanáskriftinni: ,,ll Santo Bambino“. Bréfin eru stimpluð af hinni ítölsku póstþjónustu og ná þar með áfangastað sínum til Santo Bambino í litlu kirkjunni hjá Capitol. Þetta er líkt því er önnur börn skrifa jólasveinin- um á Norðurlöndum og óska sér jólagjafa, því efni bréf- anna er oftast hið sama, að biðja Jesúbarnið um gjafir. Gamali hvíthærður munkur safnar bréfunum saman og staflar þeim í kringum helgi- myndina. Ítalía er sem kunn- ugt er mikið ferðamannaland og meira en 6 mánuði ársins heimsækir mikið af ferða- mönnum II Santo Bambino og kaupa smámyndir af honum til minja, en þær eru seldar þarna í kirkjunni. Um miðnætti á aðfanga- dagskvöld bera munkarnir litlu helgimyndina í skrúð- göngu upp að altarinu og leggja II Santo Bambino í litla jötu, eins og sargan segir að Jesúbarnið hafi fæðzt í. Jóladagana er kirkjan oftast full af börnum, sem koma að heimsækja Jesúbarnið á af- mæli þess og trú eru gömlum siðum. Þau ganga upp á lít- inn söngpall og syngja eða fara með Ijóð II Santo Bam- bino íil heiðurs, þar sem hann liggur þögull í jötunni og glitr- ar allur af dýrgripum, sem um hann eru vafðir og ugglaust hafa munkarnir oft þurft að mála og skýra upp litla and- litið hans í gegnum árin. Sagan segir, að þessi litla helgimynd hafi orðið til í Jerú- salem. Munkur einn af reglu Fransiskusar á að hafa skorið myndina út úr olíutré úr Get- semanegarðinum. Um aldir hefur myndin verið tilbeðin af kaþólskum mönnum, sérstak- lega um jólin. Skartgripirnir eru frá þeim tímum, er siður var að bera myndina heim til sjúkra, því var trúað, að lækn- ingamáttur fylgdi henni sem og reyndar fleiri helgimynd- um. Oftast var nú víst farið með II Santo Bambino til efn- aða fólksins eða þess, sem gat gefið kirkjunum gjafir, og þar af leiðandi fékk þessi litla helgimynd alla þessa dýr- gripi, og líkast til miklu meira en hægt var að hlaða og vefja utan um litla II Santo Bam- bino, því kirkjan þurfti á fé að halda. Árið 1720 bannaði svo páfinn að gefa þessar sjúkra- gjafir og var því þá hætt. Árið 1798, er franskir hermenn ruddust inn í Rómaborg og rændu kirkjur, þá rændu þeir einnig Sankti Maríu kirkjuna, þar sem litla Jesúbarnið var og rændu þar öllum skartgrip- unum, en Rómverja einum tókst að bjarga litla II Santo Bambino og koma honum fyr- ir í klaustri einu. Árið eftir var svo helgimyndin komin aftur á sinn stað, og ekki leið á löngu þar til II Santo Bamþino litli var aftur hlaðinn gjöfum úr gulli og gimsteinum og smá óskabréf tóku að berast til hans frá litlum börnum víðs- vegar að. En eitt er víst, að þeir, sem séð hafa börnin og heyrt þau syngja og lesa upp Ijóð til heiðurs II Santo Bambino á jólunum í litlu Maríu-kirkjunni í Róm, gleyma því aldrei. L. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.