Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1969, Side 5

Æskan - 01.11.1969, Side 5
J sa1 \ sta Aítalíu, sem er kaþólskt land er mikið af kirkjum. í Rómaborg eru þær um 300. í einni lítilli kirkju í Róma- borg, nálægt Capitoi, er lítið trélíkneski eða mynd af Jesú- barninu, sem er dálítið öðru- vísi en margar þessara helgi- mynda, sem alls staðar eru í kapellum og kirkjum. Þessi litla helgimynd er skorin í tré og andlitið er sérstaklega fal- lega gert og lifandi, því flestar þessara gömlu tréskurðar- mynda voru málaðar með fal- legum litum. ítalir kalla þessa litlu helgi- mynd II Santo Bambino (heil- aga barnið — Jesúbarnið), og hún hefur gegnt sérstöku hlutverki á löngu liðnum tíma. Styttan er öll skreytt skart- gripum, gullkeðjum, demants- hringum, gullnælum og á seinni tímum hefur henni áskotnazt gullarmband úr hvítagulli með demöntum, og er sérkennileg og öðruvísi en aðrar helgimyndir fyrir það í fyrsta lagi. í öðru lagi er hún sérstök því að um hver jól fær II Santo Bambino bréf frá kaþólskum börnum alls stað- ar í heiminum, lítil sakleysis- leg bréf með utanáskriftinni: ,,ll Santo Bambino“. Bréfin eru stimpluð af hinni ítölsku póstþjónustu og ná þar með áfangastað sínum til Santo Bambino í litlu kirkjunni hjá Capitol. Þetta er líkt því er önnur börn skrifa jólasveinin- um á Norðurlöndum og óska sér jólagjafa, því efni bréf- anna er oftast hið sama, að biðja Jesúbarnið um gjafir. Gamali hvíthærður munkur safnar bréfunum saman og staflar þeim í kringum helgi- myndina. Ítalía er sem kunn- ugt er mikið ferðamannaland og meira en 6 mánuði ársins heimsækir mikið af ferða- mönnum II Santo Bambino og kaupa smámyndir af honum til minja, en þær eru seldar þarna í kirkjunni. Um miðnætti á aðfanga- dagskvöld bera munkarnir litlu helgimyndina í skrúð- göngu upp að altarinu og leggja II Santo Bambino í litla jötu, eins og sargan segir að Jesúbarnið hafi fæðzt í. Jóladagana er kirkjan oftast full af börnum, sem koma að heimsækja Jesúbarnið á af- mæli þess og trú eru gömlum siðum. Þau ganga upp á lít- inn söngpall og syngja eða fara með Ijóð II Santo Bam- bino íil heiðurs, þar sem hann liggur þögull í jötunni og glitr- ar allur af dýrgripum, sem um hann eru vafðir og ugglaust hafa munkarnir oft þurft að mála og skýra upp litla and- litið hans í gegnum árin. Sagan segir, að þessi litla helgimynd hafi orðið til í Jerú- salem. Munkur einn af reglu Fransiskusar á að hafa skorið myndina út úr olíutré úr Get- semanegarðinum. Um aldir hefur myndin verið tilbeðin af kaþólskum mönnum, sérstak- lega um jólin. Skartgripirnir eru frá þeim tímum, er siður var að bera myndina heim til sjúkra, því var trúað, að lækn- ingamáttur fylgdi henni sem og reyndar fleiri helgimynd- um. Oftast var nú víst farið með II Santo Bambino til efn- aða fólksins eða þess, sem gat gefið kirkjunum gjafir, og þar af leiðandi fékk þessi litla helgimynd alla þessa dýr- gripi, og líkast til miklu meira en hægt var að hlaða og vefja utan um litla II Santo Bam- bino, því kirkjan þurfti á fé að halda. Árið 1720 bannaði svo páfinn að gefa þessar sjúkra- gjafir og var því þá hætt. Árið 1798, er franskir hermenn ruddust inn í Rómaborg og rændu kirkjur, þá rændu þeir einnig Sankti Maríu kirkjuna, þar sem litla Jesúbarnið var og rændu þar öllum skartgrip- unum, en Rómverja einum tókst að bjarga litla II Santo Bambino og koma honum fyr- ir í klaustri einu. Árið eftir var svo helgimyndin komin aftur á sinn stað, og ekki leið á löngu þar til II Santo Bamþino litli var aftur hlaðinn gjöfum úr gulli og gimsteinum og smá óskabréf tóku að berast til hans frá litlum börnum víðs- vegar að. En eitt er víst, að þeir, sem séð hafa börnin og heyrt þau syngja og lesa upp Ijóð til heiðurs II Santo Bambino á jólunum í litlu Maríu-kirkjunni í Róm, gleyma því aldrei. L. M.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.