Æskan - 01.11.1969, Qupperneq 4
Örn
Arnarson:
JÓL
Nú rennur jólastjarna
og stafað geislum lætur
á strák í nýjum buxum
og telpu í nýjum kjól.
Hve kertaljósin skína
og sykurinn er sætur
og söngurinn er fagur,
er börnin halda jól.
Og mitt í allri dýrðinni
krakkakríli grætur
— það kemur stundum fyrir
að börnin gráta um jól —
en bráðum gleymist sorgin,
og barnið huggast lætur
og brosir gegnum tárin
sem fífill móti sól.
Þá klappa litlar hendur,
og dansa fimir fætur,
og fögrum jólagjöfum
er dreift um borð og stól.
Nú rætast margar vonir
og draumar dags og nætur.
O, dæmalaust er gaman
að lifa svona jól.
Og ellin tekur hlutdeild
í helgi jólanætur,
er heimur skrýðist ljóma
frá barnsins jólasól.
En innst í liugans leynum
er lítið barn, sem grætur
og litla barnið grætur,
að það fær engin jól.
En mitt í erli hins hversdagslega lífs birtist engillinn
fjárhirðunum á Betlehemsvöllum forðum. í gráum
hversdagsleika daglegs strits birtist hann allt í einu,
og þeir urðu hræddir.
Ég las einu sinni sögu. Mörgum og tignum gestum
hafði verið boðið í veizlu mikla. Skírnarveizla var það
víst. Fögnuður foreldranna var mikill. Þjónustufólk tók
á móti gestunum. Allt var tilbúið. Allir voru komnir.
Veizlan átti að hefjast. Fögnuðurinn átti að ná há-
marki. En hvar var barnið? Hver hafði verið með það
síðast? Margir höfðu fengið að sjá það og gleðjast.
En hvað hafði orðið um það?
Leit var hafin. Allir stóðu á fætur. Alls staðar var
gáð. Og loks mundi þjónustustúlkan eftir því. Hún
hafði óvart skilið það eftir frammi í forstofu, þar sem
hún lét allar yfirhafnirnar. Hún flýtti sér þangað.
Barnið var undir fötunum. Það var víst látið.
Enn rennur upp yndislegur tími. Jólahátíðin stend-
ur yfir. Enn boðar engillinn þér sama fögnuðinn sem
fyrr: Yður er í dag frelsari fæddur!
Þessi er hinn mikli fögnuður hátíðarinnar. Þessi er
hin mikla uppspretta friðar og hamingju. Þetta er
leyndardómur sannrar gleði, lind, sem svalar, fæða,
sem mettar.
Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn í borg Davíðs.
Getum við glaðzt yfir því!
Mætti Drottinn Jesús vera með þjáðum og þreytt-
um, líkna sjúkum og sorgmæddum, gleðja fátæka
og fangelsaða, hressa gamla og gráhærða.
Enn berast ómar frá Betlehem. Gefum okkur næSi
til þess að hlusta. Eilífa lagið gleymist aldrei.
„Friður á jörðu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.“
Gefi góður Guð öllum á þessari jólahátíð
GLEÐILEG JÓL!
Þórir S. Guðbergsson.
496