Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 4
Kistufell er endi á fjallgarði, sem liggur í boga fyr- ir ofan Höfðaborg um þrjátíu kílómetra frá borginni. Fjallgarðurinn er 3567 fet á hæð frá sjávarmáli að telja. Þar er Púkatindur og Ljónstindur. Fjöllin eru að mestu úr sandsteini, en neðstu lögin eru úr granít. Á Kistufelli er oft mikil rigning og þar skipast veður skjótt í lofti. Vegna hinna skjótu veðrabrigða á þessum fjöllum þarf góðan útbúnað, þegar farið er í fjallgöngur þarna. Nú þarf ekki lengur að ganga upp á Kistufell, held- ur er farið með rafmagnslyftu. En þegar Hollending- urinn Jan van Riebeek tók land, þar sem nú er Höfða- borg, þá var þarna illt yfirferðar. Kistufell. Jan van Riebeek og höfnin í Höfðaborg í baksýn. Riebeek var í þjónustu Austur-lndíafélagsins. Hann settist þarna að og dvaldi í þrjú ár með hundrað manna hóp, sem hafði gerst þarna landnemar. Land- námið var erfitt og Riebeek fór heim eftir þrjú ár, til þess að reyna að fá fjárhagsstyrk fyrir landnem- ana, en félagið vildi spara og aðeins styrkja fimmtiu landnema. Þótt Riebeek sæi, að þetta var of lítið, íor hann aftur til Höfðaborgar og dvaldi þar í tíu ár eftir þetta. Hann rannsakaði ströndina þarna í kring °9 eins lét hann rannsaka landið fyrir ofan. Jan van Riebeek fór burt og hætti þarna land- stjórn árið 1662. Eftir Riebeek kom nýr landstjóri, sem hét Zacharias Wagenaar. Þegar hann var land- stjóri voru hvítu landnemarnir orðnir 250. Talið er, þótt erfitt sé að sanna það, að eitt sterlings- pund þá hafi jafngilt kringum eitt hundrað sterlingspund- um í dag. Þessi ferð Francis Drake var aðallega farin til að kanna siglingaleiðir fyrir Breta og einnig til að afla nýrra verslun- arsambanda og sömuleiðis til að sjá hvar Spánverjar voru veikastir fyrir. Það voru ógrynni auðæfa, sem Spánverjar fluttu heim frá nýlendunum, og talið er, að á þessum tíma hafi þeir flutt heim árlega 670.000 gulldúkata. Þeir létu innborna menn kafa eftir perlum og megnið af dýrmætustu perl- unum var flutt til Spánar. Skipin, sem fluttu þessi auðæfi til Spánar, voru af al- menningi kölluð gullskipin og mörg þeirra urðu auðveld bráð fyrir Francis Drake og víkinga hans. Francis fór margar ferðir til að angra Spánverja á ýmsum siglingaleið- um og mátti segja, að fáar sjóleiðir væru öruggar fyrir hinum ört vaxandi herflota Bretaveldis. Árið 1583 var Drake gerður að flotaforingja í s)^ .g Breta. Hann var aðlaður og nefndist eftir það Sir FrarlC Drake. Elíabet drottning sló hann til riddara. _ , Eftir þetta fór hann margar herferðir og herjaði á ^ lendur Spánverja í Ameríku, og seinna herjaði hapn meginland Spánar og Portúgal. Hann féll í árás á SP 27. janúar 1596. | Sir Francis Drake er svo lýst, að hann hafi ver lægra meðallagi á vöxt, freknóttur og rauðhærður og arlegur. Hann sagði vel frá og var fyndinn í samtali. 9 lyndur og gefinn fyrir mannfagnað. Hann er talinn verið einn af allra bestu flotaforingjum síns tíma- sameinaði hernað og landkönnun og athugun sig1' leiða’ hann Sir Francis Drake er stórt nafn í sögu Breta, °9 ^ er einn af þeim mönnum, er lögðu grunninn að ssev Breta og breska heimsveldisins. Þorvarður Magnússon- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.