Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1975, Side 5

Æskan - 01.10.1975, Side 5
I AMERICAN WEEKLY birtist nýlega grein eftir dr. J- B. Rhine forstjóra Parapsychological Laboratory Duke háskólann í Bandaríkjunum, og fjallar hún uni þann furðulega hæfileika hunda, sem nefndur hefur verið ratvísi, hvernig þeir geta haft uppi á eig- anda sínum þótt þeir verði að fara óravegu um ó- kunn héruð. Þessi eiginleiki hundanna er öllum mönnum ráðgáta, en það væri stór vísindalegur sig- ur ef hægt væri að finna í hverju hann liggur. Meira að segia sá, sem ræður þessa gátu, kemur vísind- unum lengra fram á leið heldur en þeir, sem fundu ráð til þess að kljúfa frumeindakjarnann. Dr. Rhine segir tvær sögur af ratvísi hunda. Önn- Ur sagan er á þessa leið: Maður, sem A. Grazier ^eitir og átti heima í Silverton í Oregonríki fór í farðalag til austurríkjanna snemma í ágúst 1923 og áafði með sér hund sinn, er Bobbie hét. Hundurinn var hálfs þriðja árs að aldri. Hinn 15. ágúst týndi Grazier hundinum í Wolcott í Indíanaríki og fann öann ekki aftur. Hélt hann svo áfram för sinni hund- 'aus, en fór ekki sömu leið heim, heldur suður til ^exíkó og þaðan til Oregon. Réttum sex mánuðum Seinna, eða hinn 15. febrúar 1924, kemur Bobbie ^eim til Silverton og er þá svo sárfættur að hann 9at sig ekki hreyft í marga daga á eftir. Þetta þótti Svo merkilegt að Oregon Humane Society hóf rann- s°kn út af þessu og tókst nokkurn veginn að rekja slóð hundsins vegna upplýsinga, sem það fékk hjá hinum og öðrum; sem höfðu orðið varir við ferðir ^ans. Kom þá í Ijós að hann hafði ekki farið sömu le'ð til baka frá Wolcott og hann var kominn, heldur hafði hann farið miklu sunnar. Hin sagan er á þessa leið: Maður er nefndur Burke °9 átti heima að Sand Point í Idaho. Drengirnir hans ettu hund, sem hét King og var hann leikfélagi þeirra. fluttist fjölskyldan frá Sand Point til Richmond, en það er bær nálægt Oakland í Kaliforníu, og er ^ósund mílha leið þar í milli. En þegar lagt Var af stað, var hundurinn horfinn og fannst ekki, hvernig sem leitað var, og þess vegna varð fjölskyldan að skilja hann eftir. Tveim mánuðum seinna kemur King rakleitt inn í anddyrið á heimili þeirra í Richmond, og var hinn brattasti. Hver vill nú skýra þetta? Það hefði nú verið nógu merkilegt, ef hundurinn hefði haft eitthvert hugboð um það í hverja átt fjölskyldan fór, en að hann skyldi rata á hina réttu borg, finna þar rétta götu og húsið, sem fjölskyldan bjó í, það er öllum óskiljanlegt. Menn hafa talað um ,,eðlisáv:sun“ og „ófreskigáfu", en þau orð skýra ekki neitt. Það er aðeins eitt, sem getur skýrt þetta, að hundarnir séu gæddir auka skilningarviti, sem menn kunna engin deili á. Og þó hefur orðið vart við þennan sama hæfileika hjá mönnum, og það er oftast nær nefnt „hugboð“. Af því mætti ráða að forfeður mannsins hefði haft þenn- an eiginleika, en hann sljóvgast hjá mannkyninu. Væri nú hægt að komast að því hvernig á þessum dularfullu hæfileikum hundanna stendur, þá mætti láta sér til hugar koma að hægt væri að endurvekja þá og þroska hjá mönnunum. Þessir yfirnáttúrlegu eiginleikar hundanna sýna, að utan við hinn uppgötvaða heim vísindanna er annar heimur, og þaðan fá hundarnir leiðbeiningar. Maðurinn ætti líka að geta fengið þaðan leiðbeining- ar um að „þræða réttan veg.“ 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.