Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 16

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 16
vi3 vísindastörf. Maður á Bahamaeyjum skýrði frá því að hann hefði orðið að fá lánaða peninga fyrir frímerkjum og vonaðist til að fá þá endurgreidda. 150 ÁRA GAMALL BOÐSKAPUR Sannanlega lengsta rek flöskupósts er talin flaska, sem sett var f' sjóinn við Perth í Ástralíu í júní 1962 og nær 5 árum síðar fannst í Miami í Flórída. Það er talið að flöskuna hafi rekið um 18.000 km vegalengd og meðalhraðinn hafi verið 0,34 mílur. En það eru ekki aðeins ferðalög þessara flöskupósta, sem vekja áhuga heldur einnig tímalengdin frá því þeim er kastað út og þar til þær finnast. Nálægt Victoria í British Columbia fannst flöskupóstur árið 1936, sem hafði verið kastað í sjóinn 18. nóvember 1899 af skipi, er var statt úti fyrir strönd Svíþjóðar eða 37 árum áður. En heimsmetið á þessu sviði — ef rétt er greint — hefur flöskupóstur frá áhöfninni á jap- önsku skipi, sem var að leita að fjársjóðum á eyðiey í Kyrrahafinu árið 1784. Skipið fórst og 45 mönnum af áhöfninni tókst að bjarga sér upp á kóraleyju, en létust svo úr hungri. Einn af áhöfninni, Matsuyama að nafni, risti frásögn af slysinu á trébút, sem hann setti f flösku og kastaði í sjóinn. Það var ekki fyrr en 1935 sem flaskan fannst, eða 150 árum sfðar, við strendur Japans, og merkilegt að það var skammt frá fæðingarstað Matsuyamas. RÚSÍNAN í PYLSUENDANUM Vorið 1970 skýrðu sænsk dagblöð frá því, að sænskur sjómaður hefði 15 árum áður skrifað bréf, er byrjaði þannig: ,,0nly for girls .. hann tróð bréfinu í holienska mjólkurflösku með gúmmítappa og kastaði henni í Miðjarðarhafið. Fiskimaður frá Sikiley rakst síðar á flöskuna á reki úti á sjó, bréfið var á ensku, sem hann gat ekki lesið, svo að hann afhenti dætrum sínum það. Þær fengu prestinn til þess að þýða það, báðar svöruðu með bréfi og mynd af sér, sjó- maðurinn var ekki lengi að taka ákvörðun og nú hefur hann verið giftur annarri systurinni í 15 ár, fjölskyldan býr í Svíþjóð og hjón- in eiga tvö börn. úr Sjómarmablaðinu Víkingi. nnini iu: ÞEGAR SNJÓRINN KEMUR Það er óneitanlega stundum gaman, þegar snjórinn kemur, því að þá er hægt að búa til snjóbolta, að ég tali nú ekki um að renna sér á skíðum og sleðum, en svo má líka búa til alls konar dýr, fólk og fénað úr snjónum. Hvað segið þið t. d. um þessa snjómaddömu, sem er á leið í búðina að kaupa? Þið sjáið að kisa er með í ferðinni. Kannski gæti eitthvert ykkar búið til svona snjó- kerlingu í vetur? Hérna sérðu, hvernig hús voru byggð í fornöld. Veistu, að það er hægt að saga og höggva stein? Sumar steinteg- undir er óvenju auðvelt að saga- Þær er hægt að nota til að reisa hús. Hérna sérðu steinborg. Sums staðar á jörðinni rignir mikið. Það rignir mikið hérna. Þakið á húsinu er hátt og bratt til þess að regnið renni auðveldlega niður. Veistu, hvers vegna húsið stendur á háum stólpum? Hús eru gerð úr leir, tré eða steini. Þau eru reist úr efnum, sem auðvelt er að ná í. Þetta er hús úr tré. Það er nefnilega í skógi. Hér búa Indíánar. Indíánar hafa oft tótem-staur fyrir utan húsið. Áður fyrr trúði fólk því, að tótem-staurar gætu rekið illar vættir á brott. Háhýsi er reist úr steinsteypu og stórum járnbjálkum. Er skólinn þinn úr tré, leir, múrsteini eða stein- steypu. Úr hvaða efni er húsið þitt? «Jjfy(L«L 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.