Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 20

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 20
Ég vil hjálpa mér sjálfur. mynd um, hver verið gæti upphafsmaður ránsins, fyrr en maður hennar sagði henni frá stroki Rokoffs úr franska fangelsinu. Meðan þau Tarzan voru að bollaleggja eftirför, hringdi síminn í skrifstofunni. Tarzan svaraði sjálfur. „Greystoke lávarður?" spurði karlmannsrödd í hinum enda símans. ,Já-“ „Syni þínum hefur verið stolið,“ hélt röddin áfram, „og-ég einn get hjálpað þér til þess að finna hann. Mér er kunnugt um þá, er tóku hann. Ég var reyndar sjálfur með og átti að fá hlutdeild í hagnaðinum. En nú reyna þeir að svíkja mig, og til þess að losna við þá vil ég hjálpa þér til að finna hann með því skilyrði, að þú sleppir mér við málssókn fyrir hlutdeild mína í glæpn- um. Hvað segir þú “ „Ef þú fylgir mér þangað, sem sonur minn er falinn,“ svaraði apamaðurinn, „þarft þú eigi að óttast mig.“ „Gott,“ svaraði hinn. „En þú verður að koma einn, því að það er nóg, að ég verð að reiða mig á þig. Ég treystist ekki til að láta aðra þekkja mig.“ „Hvar og hvenær get ég hitt þig?“ spurði Tarzan. Hinn nefndi nafn knæpu einnar við ána og lýsti staðn- um, — almennum samkomustað sjómanna. „Komdu,“ bætti hann við, „um klukkan tíu í kvöld. Það væri gagnslaust að koma fyrr. Sonur þinn verður óhultur á meðan, og þá get ég fylgt þér á laun þangað, sem hann er falinn. En komdu aleinn, og gerðu lög- reglunni um fram allt ekki aðvart; ég þekki þig ve^ hef gætur á þér. Ef einhver verður í för með þér, eða sjái ég grunsaffl lega náunga, sem gætu verið leynilögreglumenn, ég þig ekki, og einasta tækifæri þitt til þess að finna son þinn er tapað.“ Án frekari umsvifa lagði maðurinn á. Tarzan sagði konu sinni frá þessu. Hún bað hann aö lofa sér að fara líka, en hann neitaði því, þar eð hann óttaðist, að maðurinn mundi framkvæma hótun sína, hann kæmi ekki einn. Þau skildu því. Fór hann áleiðis til stefnumótsins, en liún varð eftir og skyldi bíða þess’ að hann léti hana vita um árangur farar sinnar. Þau dreymdi ekki um allar þær hörmungar, er þaU áttu eftir að lifa, uns þau hittust aftur, eða hve lang£ það yrði í burtu, — en enga spádóma! Jane Porter gekk í tíu mínútur fram og aftur ulU herbergið, eftir að Tarzan var farinn. Móðurhjartað var sem á nálum, er hún var rænd frumburði sínum. í huga hennar barðist von og ótti. Þó skynsemi hennar segði henni, að allt mundi að l°h um fara vel, þar sem Tarzan hennar legði hönd a ' jafnvel þótt um illvíga fjendur væri að ræða, lét ákefðlU hana ekki í friði, þegar bæði maður hennar og sonur voru í hættu staddir. Því lengur sem hún hugsaði um málið, því vísari va hún um, að þetta væri aðeins bragð til þess að ha þeim aðgerðalausum, meðan drengnum væri kontið u an. Eða kannski var það gildra til þess að ná TafzaU líka í liendur Rokoffs? Þegar henni datt þetta í hug, stansaði hún dauðske uð. Ósjálfrátt varð hún viss um þetta. Hún leit á stóru klukkuna, er var í stofuhorninu. Það var of seint að ná járnbrautarlestinni til D°veU þeirri, sem Tarzan fór með. Önnur fór síðar, °g ,T1, henni gat hún komist á stefnumótsstaðinn, áður en klu an varð tíu. ' -j Hún kallaði á þernu sína og bifreiðarstjóra og skipa þeim fyrir. Tíu mínútum síðar þaut hún eftir götuuUl0 í bifreið á leið til járnbrautarstöðvarinnar. Framhald• 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.