Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1975, Side 32

Æskan - 01.10.1975, Side 32
0' pigum við |að veðja? elklæddur og virðulegur herramaður stóð á stöðvarpalli við enska járnbrautarstöð. Þá vatt sér að honum maður, heilsaði og sagði: „Lestin sunnan að kemur fyrr en le^tin að norð- an. Eigum við að veðja um þetta svo sem þúsund pundum?" Velklæddi herramaðurinn var ókunnugur á þess- um slóðum og þekkti því ekki hr. Gate. Og auðvitað vissi hann ekki að hr. Gate var frægur í þessari sveit fyrir tvennt — veðmál sín og ríkidæmi. f hugsunar- leysi tók hann veðmálinu. Eftir örfáar mínútur kom lestin norðanfrá. Undrun ókunna mannsins varð mikil þegar Gate þrýsti seðlabúnti f lófa hans og þakkaði honum fyr- ir veðmálið. Hann virtist vera í ágætis skapi þrátt fyrir tapið. Það eru einkum Englendingar og Ástrallumenn, sem eru þekktir veðmálamenn og veðja þá gjarnan um allt milli himins og jarðar. Hinn innhverfi, rólegi enski „lord“, sem tapar stundum miklu fé í veðmál- urh, án þess að þess sjáist merki í svip hans, er al- kunnur úr smásögum, sem staflaust ganga um breska heimsveldið og eru um þessi efni, nefnilega veð- málin. Ef þú ferð inn á ölstofu í Englandi, gætir þú hæglega orðið vitni að eftirfarandi: Tveir menn sitja við borð, hvor með sína ölkollu. Skyndilega bendir annar þeirra á tvær flugur, sem sitja á veggn- um uppi við loftið, og segir: „Viltu veðja?" Hinn kink- ar kolli og tekur eins-punds-seðil upp úr veski sfnu. Nú verður um stund hljótt í stofunni og allra augu beinast að flugunum tveimur. Svo flýgur önnur þeirra á brott og maðurinn, sem ,,átti“ hana stingur vinn- ingnum á sig. — Báðir brosa. Ósjaldan er veðjað um fráleitustu hluti og oft fyr- ir hlægilega litla upphæð. Þannig veðjaði t. d. norður- jóskur bóndi tveimur krónum um það, að hann gæti dregið tönn úr sjálfum sér, og það átti að vera heil tönn og vel föst. — Bóndinn komst þó fljótt að því, að þetta var ekki eins létt og hann hafði haldið. Það var fyrst að löngum tíma liðnum, þegar hann hafði snúið upp á tönnina með klípitöng,, að hún rauk úr honum og hann gat stungið vinningnum I vasa sinn — og brosað, þrátt fyrir tárvot augu af sársauka. Já, og tveir aðrir veðjuðu um það, hvort annar þeirra gæti gengið á tréskóm frá Gedser til Kaup- mannahafnar, og mjög sterkur fisksali vann, þegar hann veðjaði um það, að hann gæti ekið 150 kílóa þungum veitingamanni í handkerru eða tvíhjóluðum léttivagni frá Sundby til Hjörring — 45 km — á sex tímum. Hann vann og fékk 1100 kr. — Svo var það bifreiðarstjóri í Bjerringbro, sem veðjaði fyrir nokkr- um árum um það, að hann gæti „bakkað" bílnum s num alla leið að Höjberg-veitingahúsi, 12 kílómetra leið. Það voru fimm farþegar, sem hann veðjaði við, upphæðin var 50 kr. Honum tókst þetta með ágætum> á 20 mínútum og án þess að brjóta á nokkurn hátt umferðarlögin. Og hér kemur eitt skrítið veðmál frá árinu 1908- Bóndi nokkur nálægt Silkiborg vann 10 krónur í veð- máli um það, hvort hann gæti teymt hana í bandi til næsta þorps og heim aftur, um það bil 5 kílómetra. Fjörutíu árum síðar vann maður frá Falstri 600 kr. í veðmáli um hvort hann gæti hjólað á þríhjóli (barna) frá Nyköbing F. til Álaborgar á 12 dögum. Skömmu síðar vann vefari einn 800 kr. af félaga sínum í veð- máli um það, hvort hann gæti hjólað á gamaldags reiðhjóli (vættepeter), frá Ráðhústorginu ( Kaup' mannahöfn til Skagen. Auðvitað kemur það fyrir að menn tapa veðmáli- sem þeir þóttust vissir um að vinna. — Tveir slátrarar veðjuðu um það við vinnufélaga sinn, hvort þeih1 tækist að skríða til bæjarins Næstved, um það t>il 30 km leið, og áttu þeir sem sagt að „ganga á fjór' um fóturn" þessa leið. Eftir tvo kílómetra gafst annar þeirra upp örþreyttur og uppgefinn, en hinn kornst nær dauða én lífi alla leið, og höfðu þá 600—709 áhorfendur slegist f för með honum. — Einnig veðj- uðu tveir bændur á Borgundarhólmi um það, annar þeirra gæti komist frá Goðheimum til Norður- strandarinnar á þann hátt að velta sér. Ferðin mátt' ekki taka lengri tlma en tvo klukkutíma, enda var þessi vegalengd ekki lengri en einn km. — Hinn velt- andi maður dró að sér fjölda af áhorfendum, sérstak- lega ferðamönnum, sem margir hverjir héldu að mað' ur þessi væri geðveikur. Jæja, en hann komst nu samt alla leið, veltandi, og brosandi stakk hann veðfénu í vasann — 10 krónum! — Hann var ekW þreyttari en það, að hann fór á dansleik um kvöld' ið og sveiflaði dömunum óspart ( marzúrka og vín' arkruss. — Daninn Sören Andersen lagði af stað

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.