Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 44

Æskan - 01.10.1975, Qupperneq 44
ur og þa3 verður hann framvegis, og hann hefur lof- að að skrifa mér löng bréf. Amma þurrkar sér um augun: „Já, við getum ekki sagt annað en allt hið besta um hann.“ „Það er samt skrítið, að þú skulir geta skilið þig við hann,“ segir konan. „Létt er það ekki,“ andvarpar móðirin, „hefðum við bara getað komið honum á skrifstofu hér í bæn- um, hefði það verið gott, því að það langaði hann. Eða ef að hann hefði orðið klæðskeri, eins og Steg- mann klæðskerameistari, hefði ég ekki kosið það fínna. — En látum hann sjálfan ráða. Honum er létt um að afla sér kunningja og allir eru honum góðir. Sjáðu Guldberg liðsforingja, þennan fína mann, hann tók drenginn með sér til Christians prins, þeg- ar hann var hérna. Frú Bunkenflod hefur líka mesta dálæti á honum." Nú heyrist blásið í póstlúðurinn inni í bænum; eftir nokkur augnablik rennur kveðjustundin upp. „Hvað ætlarðu að gera í höfuðstaðnum?" spyr konan. „Stunda leiklistina," svarar drengurinn. Nú kemur guli póstvagninn út að hliðinu. Amman faðmar Hans Christian að sér og gefur honum poka með brjóstsykri. Hvorugt þeirra grun- ar, að þau eigi ekki eftir að sjást framar. Anna María ætlaði ekki að geta sleppt honum, en nú verður hún þó að láta undan. Farþegi einn, kona, lofar að leiðbeina honum á leiðinni, svo sveiflar póst- urinn keyrinu, hestarnir rykkja í og hjólin fara að snúast. Amma og Anna standa þarna með tárvot augu. Hið besta, sem þær áttu, var nú tekið frá þeim. Veröldin er orðin svo fátækleg. — Inni í vagninum situr slána- legi drengurinn, 14 ára gamall, og er að þyrja hið mikla ævintýri lífs síns. Nú yfirgefur hann strákana, sem sögðu, að hann væri Ijótur, yfirgefur fullorðna fólkið, sem sagði, að hann væri einkennilegur. Hamingjan bíður hans áreiðanlega í Kaupmanna- höfn. Hans Christian þurrkar sér um augun. Sólin skín. Hann er með peninga í vasanum og bréf til frú Schall, bréf, sem er lykillinn að hamingjunni. Það líður ekki á löngu áður en allir farþegarnir hafa heyrt ævisögu hans og framtfðardrauma. Eins og vant er, vekur þessi' undarlegi drengur forvitni og eftirtekt, og frú Hermansen, sem hefur lofað að leiðbeina honum, er stolt af skjólstæðingi sínum. Hann talar stöðugt meðan ekið er í fluginu og brátt er vagninn kominn til Nýborgar við Beítið. Skonnortan, sem á að flytja fólkið yfir Stórabelti, er tilbúin. Vindurinn fyllir seglin, máfarnir fljúga kringum skipið og strönd Fjóns hverfur næstum sýn- um. Odensedrengnum finnst snöggvast að hann só einmana og yfirgefinn; svo stórt haf hefur hann aldrei áður augum litið. Það skyggir, öldurnar vagga skipinu svo að það brakar í því; nú eru margar míl- ur á milli hans og fólksins heima í Odense. Það er siglt alla nóttina og þegar dagar, sjást húsin í Korsör. Strax, þegar komið er í land, fellur Hans Christian á kné bak við timburskúr og biður til guðs með tár- votum augum. Góður guð hjálpaðu mér til að finna gott fólk í Kaupmannahöfn, og hjálpaðu mér til þess að verða duglegur og góður! Svo verður hann kjarkgóður aftur og heldur ferð- inni áfram, sannfærður um að drottinn hafi heyrt bænir hans. Hann fer úr vagninum á hæðinni við Friðriksberg; þar sem hann er aukafarþegi, eins og kallað er þeg- ar greitt er minna í fargjaldið, hefur hann ekki leyf' til að aka inn yfir takmörk borgarinnar. Þarna stendur hann þá hinn 6. september 1819, og starir á hina veglegu borg með turnum sínum og hvolfþökum. Hann er hrifinn er hann heldur áfram til borgarinnar með pokann sinn undir hendinni. Leið- in liggur niður Friðriksbergsgötuna, yfir Vesturbru og að Vesturhliði borgarinnar. Hann furðar sig á mannfjöldanum og allri umferð- inni. Daginn áður höfðu verið gyðingaóeirðir og riu voru öll stræti full af hermönnum og æpandi fólKi- Hann tekur sér herbergi á „Hermannagarðinum' | en það er lítið gistihús, sem frú Hermansen hefur mælt með við hann. Framh.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.