Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1975, Side 46

Æskan - 01.10.1975, Side 46
I EYVINDUR EFTIR BJÖRNSTJERNE BJÖRNSON. ÞORSTEINN GÍSLASON ÞÝDDi. yvindur hét hann, og hann grét, þegar hann fæddist. En undir eins og hann gat staðið uppréttur í fanginu á mömmu sinni, þá hló hann. Og þegar kveikt var á Ijósinu, þá hló hann, svo að kvað við, en grét, þegar hann fékk ekki að ná f Ijósið. „Það verður eitthvað úr honum, þessum dreng,“ sagði móðir hans. Svo hagaði til, þar sem hann fæddist, að kofinn stóð undir kletti. Það var slétt standberg. En klett- urinn var ekki hár. Furutré og björk héngu niður af brúninni, og heggurinn stráði blómum á þakið. En uppi á þakinu var dálítill kiðlingur á beit, og átti Eyvindur kiðlinginn. Hann var látinn ganga þar, svo að hann skyldi ekki slangra burt, og bar Eyvindur lauf og gras til hans upp á þekjuna. Einn góðan veðurdag stökk kiðlingurinn af þakinu yfir á klett- inn. Hélt hann svo beint upp og kom þangað, sem hann hafði aldrei fyrr verið. Þegar Eyvindur kom út eftir nónbil, kom honum þegar skolli til hugar. Það var eins og hiti hlypi um hann allan, hann skyggndist um og kallaði: „Ki-la ki-la ki-la ki-la kiða.“ — „Me-e-e-e“ kvað við í kiðlingnum uppi á klettin- um. Hann hallaði undir flatt og horfði niður. En við hliðina á kiðlingnum lá dálítil stúlka á hnján- um. „Átt þú kiðlinginn þann arna?“ spurði hún. Eyvindur glápti og góndi og stakk höndunum f vasana: „Hver ert þú?“ spurði hann. „Ég er María, ungi mömmu sinnar, hrossabrest- ur pabba, busladýrið heima, dótturdóttir Óla í Norður- bænum á Heiði, fjögurra ára í haust, tveim dögum fyrir veturnætur. Það er ég!“ „Nei, ertu það þó?“ sagði hann og sleppti and- anum, sem hann hafði haldið niðri í sér, meðan hún lét dæluna ganga. „Átt þú hann, kiðlinginn þann arna?“ spurði stúlk- an aftur. „Ja-á,“ sagði hann og leit upp. „Mig langar svo skelfing til að eiga þennan kiðl- ing. Viltu gefa mér hann?“ „Nei, það vil ég ekki." Hún lá og var að dingla fótunum og horfði niður til hans, og þá sagði hún: „En ef þú færð smjör- kringlu fyrir kiðlinginn, fæ ég hann þá?“ Eyvindur var af fátæku fólki. Hann hafði ekki borð- að smjörkringlu nema einu sinni á ævi sinni. Það var, þegar afi hánn kom þangað. Þvflíkt sælgæti hafði hann aldrei borið að munni sér fyrr eða siðar. Það runnu á hann tvær grímur. Hann leit upp á stúlkuna: „Láttu mig sjá kringluna fyrst,“ sagði hann. Hún var ekki sein á sér og dró upp stóra kringlu. Menn virtfa fyrir sér nashyrning. frA mönnum og skepnuM Þegar menn fóru að geta ferðast meira og ódýr- ar en áður, jókst náttúrufræðiþekking að miklum mun. Rannsóknarferðir voru farnar um Evrópu til að afla þekkingar í náttúrufræði og síðan var farið í leiðangra til fjarlægari heimshluta. $umir þessir rann- sóknarmenn voru strangvísindalegir, en aðrir ýktu og skrifuðu furðusögur. Menn voru fyrr á öldum eins og nú, misjafnlega áreiðanlegir. Snemma fóru menn að nota einföld stækkunar- gler og sfðar kom smásjáin og þá jókst þekkingin að miklum mun. Ennþá halda menn áfram að læra og safna þekk- ingu og mun svo verða um ókomna tíð. 44

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.