Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 63

Æskan - 01.10.1975, Blaðsíða 63
BJÖRN HAFSTEINN spyr: Hvað er flugnám langt? Hvað mundi það kosta? Hvaða undirbúningsmenntun þarf? SVÖR: Flugnámið tekur 11/2—2 ár, nemandi þarf að hafa a. m. k. gagn- frasðapróf, en þó er stúdentspróf æski- 'e9t- — Gera má ráð fyrir að fyrstu árin eftir flugpróf fari að mestu í nám- skeið og launað reynslustarf. — Flug- nám er alldýrt nám. — Skrifstofa Land- sírna (slands mun veita upplýsingar um námskeið fyrir loftskeytamenn. Morse- stafrófið hefur komið í Æskunni ekki alls fyrir löngu. HÖRÐUR á Akureyri spyr: Hvað er radíóamatör og hvernig getur maður 0rðið það? SVAR: Það er maður, sem hefur radíótækni og mors og tekið í því Próf, sem veitir honum leyfi til að eiga °9 starfrækja sendistöð til að hafa Samband við aðra radíóamatöra á arriatörabylgjusviðum. Hvers vegna radióamatör, en ekki raðióáhugamaður? Knattspyrnuáhugamaður hefur nu9a á knattspyrnu, en það er ekki víst að hann kunni að sparka bolta. Eins þarf radíóáhugamaður ekki að kunna neitt í fjarskiptum. Orðið radíó- amatör er hins vegar notað eingöngu yfir þá áhugamenn, sem hafa tekið amatörapróf. Þeir hafa með leikni sinni og kunnáttu öðlast leyfi til að starfa sem virkir fjarskiptamenn. Hve langt draga tækin? Það er misjafnt eftir skilyrðum og tíðni sendisins. Yfirleitt næst vel til Evrópu og Ameríku. Stundum næst líka til Asíu og Ástralíu. UM hvað tala radíóamatörar? Ef menn þekkjast ekki og vita ekki hvað þeir eiga að tala um, segja þeir kannski: „Halló ... ég heyri vel í þér ... bless." Annars tala þeir um allt milli himins og jarðar. Radíóamatörar koma úr öllum starfsgreinum, þeir eru læknar, kóngar, verkfræðingar, hús- mæður o. s. frv. Þeim gefst því gott tækifæri til að kynnast margvíslegu fólki frá mörgum þjóðum. Stöðina má þó ekki nota til að flytja mikilvæg skilaboð, sem annars hefðu verið send með pósti eða síma, nema um neyð sé að ræða. Hvernig get ég orðið radíóamatör? Með því að læra radíótækni, t. d. með því að lesa og sm'ða einhver tæki. Einnig verður að læra mors. Gangast síðan undir amatörpróf. Hverjar eru prófkröfurnar? Próf eru tvenns konar: Fyrir nýliðapróf er krafist að menn kunni skil á: a. Helstu atriðum í lögum um fjarskipti og tilheyrandi reglum varðandi radfóviðskipti. b. Viðtöku og sendingum á mors- merkjum, (hraði 35 bókstafir á mín- útu), nokkrum helstu Q-skamm- stöfunum og grundvallaratriðum radíótækni. Fyrir A-próf eru kröfurnar: a. Helstu atriði laga um fjarskipti og tilheyrandi reglna varðandi radíó- viðskipti, svo og í þeim greinum alþjóða radíóreglugerðarinnar, er snerta stöðvar áhugamanna og neyðarviðskipti, svo og gildandi reglum um raforkuvirki. b. Viðtaka og sending morse-merkja (hraði 60 stafir á mín.), leikni í við- skiptum og notkun algengustu Q- skammstafana. c. Undirstöðuatriði raffræði og radíó- tækni, leikni f stillingu senditækja, bylgjumælingu o. þ. I. Verklega verður krafist leikni í meðferð mælitækja, vönduðum frágangi, ör- yggi í stillingu tækjanna o. þ. I. Eru aldurstakmörk? Já, nýliðapróf 14 ára og A-próf 16 ára. Hvaða leyfi veita þessi próf? a. Nýliðaleyfi, sem gildir í tvö ár og er óendurnýjanlegt. Leyfir 5 watta sendi á morsi eingöngu f tveimur bylgjusviðum. b. A-leyfi leyfir 50 wött á morsi. Tal- leyfi fæst ári seinna. Tfðnisviðin eru fimm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.