Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Síða 4

Æskan - 01.02.1978, Síða 4
... brún loppa grelp heljartaki um slönguna ... til þess að sjá hrúgu af diskum þeytt í gólfið. Apinn klappaði saman lúkunum af ánægju og var að hefja mikinn sigurdans, þegar skotið kvað við. Apinn stoppaði eins og kippt hefði verið í þráð. Hann stóð grafkyrr á miðju gólfi og furðusvipur færðist yfir andlit hans. Svo lyfti hann hægt loppunni til þess að þukla á sárinu, og þegar hann sá blóðið, byrjaði hann að kjökra og veina. Hann var greinilega dauðhræddur. Allt í einu leit hann upp og sá pabba, sem var að búa sig undir að skjóta aftur. Það dugði. Hann tók undir sig stökk og hvarf út um giuggann. Pabbi var staðráðinn í að Ijúka þessu af og elti hann út um gluggann. En þótt hann leitaöi í meira en klukkutíma, fann hann ekki dýrið. Hann huggaði sig við, að sárið hefði naumast verið mikið, annars hefði apinn ekki verið svona viðbragðsfljótur. Með það kom hann heim. Mamma fór á undan pabba í háttinn. Hún var að laga rúmklæðin, þegar hún fann að eitthvað snerti hönd hennar. Hún leit niður — og þar var apinn kominn. Hann mændi bænaraugum á hana og augu hans voru full af tárum. Og hann ríghélt í höndina á henni eins og lítið barn. Mamma var óttalega hrædd, en meðaumkunin olli því, að hún hljóðaði ekki. Hún klappaði apanum blíðlega og reyndi að hugga hann. Hann leyfði henni að hreinsa og binda um sárið, sem til allrar hamingju var óverulegt. Svo hnipraði hann sig saman úti í skoti og sofnaöi. Þegar pabbi kom inn í svefnherbergið fáeinum mín- útum seinna vakti furðuóp hans apann, sem sentist til mömmu og þreif í pilsið hennar og ríghélt sér þar. Pabbi lét það eftir mömmu að leyfa apanum að vera hjá okkur um nóttina. Um morguninn var okkur börnunum bannað að koma nálægt honum; foreldrar okkar óttuðust, að grimmdin kynni að koma upp í honum og hann gæti meitt okkur. Við horfðum á hann álengdar þar sem hann þrammaði hróðugur við hliðina á mömmu. Svo tók hann sig allt í einu frá henni og þaut til okkar. Hann tók í hendur okkar og horfði á okkur bænaraugum. Hann var að vera góður við okkur, biðja okkur að vera vini sína. Fögnuður okkar barnanna var mikill. Við létum það verða okkar fyrsta verk að skíra þennan nýja félaga. Við kölluðum hann Jakko. Þjónarnir réðu sér naumast fyrir kæti yfir þessum far- sælu endalokum. Einn þeirra lýsti yfir við föður minn, að apinn ætti eftir að borga okkur lífgjöfina. Pabbi hló að þessu. En spádómur Indverjans átti eftir að rætast. Dag nokkurn eftir mikla rigningu var ég að leika mér við einn bræðra minna í garðinum. Við vorum að stökkva yfir pollana. Allt í einu snarstönsuðum við. Fyrir framan okkur reis gríðarstór gleraugnaslanga. Hún vaggaði sér letilega og opnaði eldrauðan kjaftinn. Við vissum þótt ung værum, að ef við hreyfðum okkur, gæti þaö kostað okkur lífið. Við stóðum þarna steingerð af hræðslu og störðum á ófreskjuna. Garðyrkjumaðurinn hafði séð álengdar, hvað var að gerast og flýtti sér upp að húsinu að sækja hjálp. Jakko hafði verið að leika sér kippkorn frá okkur og fyrir aftan slönguna. Nú virtist hann líka átta sig á hætt- unni, sem yfir okkur vofði. Hann læddist undurhægt í áttina til okkar. Hann stefndi á slönguna. Þótt hann færi varlega, heyrði hún til hans, þegar hann var kominn nærri alveg upp að henni. Hún sneri höfðinu leiftursnöggt — og Jakko snarstansaði. Hann hreyfði sig ekki, það var eins og hann væri úr steini. Slangan hefði auöveldlega getað náð til hans. Jakko hefur ekki getað liðið vel þessa stundina. Og þó hreyföi hann sig ekki og gerði enga tilraun til að forða sér. Við vorum nærri því farin að gráta af hræðslu, þegar slangan sneri sér aftur aö okkur. Á sama augnabliki skaust lengur loöinn handleggur fram og brún loppa greip heljartaki um slönguna, fast við hausinn. JakKO gætti þess að láta kjaft slöngunnar ekki komast í færi við sig, hélt henni út frá sér og lét haus hennar ríða á jöröinni. Það var ekkert óðagot á honum, en hann ætlaði að vera viss um, að óvinurinn væri vel dauður áður en hann sleppti honum. Svo fleygói hann hræinu frá sér og þurrkaði sér vand- lega í grasinu. Blóð slöngunnar hafði slettst á hann. Að svo búnu settist hann á hækjur Sér, hallaði undir flatt og horfði á okkur til skiptis — og svei mér ef hann brosti ekki út undir eyru! Ég reyni ekki að lýsa geðshræringu foreldra minna þegar þau komu að okkur; nema hvað mamma tók Jakko og kyssti hann beint á munninn! Jakko átti heima hjá okkur árum saman, og það kom ekki fyrir að hann bryti neitt fyrir okkur. Hann var dásamlegur leikbróðir, dásamlegur og skemmtilegur vinur. Eftir að hann kom til okkar, mátti eiginlega segja, að við værum átta systkinin. Kathleen McConochi

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.