Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 46

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 46
— Hvernig eigum viö eiginlega að afla peninga til að komast á skáta- mótið? spurði Ebbi örvæntingarfullur. Hann sat niðri í kjallara hjá vinum sínum, Þór og Katli, og ræddi málin. — Ég veit það! sagði Ketill. — Við gefum bara út blað og seljum það í skólanum. Hvert eintak kostar 15 aura og við getum gefið út 100 eintök . . . ! — Góð hugmynd, segði Þór hrifinn, en Ebbi hristi kollinn. — Nei, við fáum 15 krónur fyrir 100 eintök af blaðinu, en hvaö um útgjöldin? Við verðum að fá pappír og allt svo- leiðis . . . — Við skrifum blaðið á kartöflu- poka! sagði Ketill. — Við getum skrifað beggja vegna á þá og þá erum við komnir með fjórar síður,.sem við skrifum á með prentstöfum og svo límum við á þær myndir úr dagblöð- unum. Er það ekki góð hugmynd? — Jú! hrópaði Þór, en Ebbi tautaði eitthvað um, að það yrði nú erfitt. — Hálfnað er verk þá hafið er! sagði Ketill. Þeir fóru út að ná í kartöflupoka. Ebbi klippti þá til, þegar hundrað pokar voru komnir í safnið, en Þór klippti Ijósmyndir úr eldgömlum blöðum. Ketill settist við aö skrifa greinar í „Kartöfluna", en það hét blaðið. — Eruð þið að búa til blað? spurði litli bróðir Þórs, sem gægðist inn. — Má ég hjálpa? Þór neitaði, en Ketill greip fram í fyrir honum. — Já, þú færð að vera einkaritari okkar, fréttaritari, sendill og setjari! — Gaman, gaman! sagði litli bróðir. — Má ég byrja strax? Það fékk hann og hann var sendur af stað til að afla frétta, en síðan límdi hann myndir á pokana. Ritstjórarnir voru allir önnum kafnir við að rita blaðið og litirnir voru óspart notaðir. Eftir sextugasta og sjöunda blaðið hrópaði litli bróðir: — Allt límið er búið? — Þá notum við títuprjóna, sagði Ketill af bragöi. — Ég tók með mér títuprjónabox til vonar og vara! Litli bróðir notaði títuprjónana í staðinn fyrir límið og þeir voru að Ijúka verkinu, þegar mamma Ketils kom og sagði, að nú væri tími til að hátta. Um kvöldið bjuggu þeir til aug- lýsingar. .. þeir kölluðu þær raunar „matseðla", og daginn eftir stóðu þeir í portinu með blöðin. „Kaupið „Kartöfluna" — 15 aura eintakið, 10 eintök 1,50 kr. Lesið viðtalið við afa jólasvein. — Á að leggja tónmennt niður? — Söngkennarinn mótmælir! — Erfið kennslustund. — Staðiö við töfluna. — 4 bls. myndskreyttar og sumpart nældar saman með títu- prjónum! — Aðeins 15 aura!" Blaðið rann út eins og heitt brauð. Allt var uppselt fyrir kennsluna og ritstjórarnir fengu fimmtán krónur fyrir. Litli bróðir fékk krónu fyrir ís, en drengirnir áttu 14 krónur eftir á skátamótið. — Þetta skotgekk! sagði Ebbi. — Gætirðu ekki fengið auðveldari hug- mynd næst, Ketill, því að ég er ör- magna eftir þetta? Það er hræðilegt að koma hundrað kartöflum út...! Skautar Skrúfið skautana á slátta fjöl, sem þarf svo að liggja alveg lárétt. Taklð því næst flata þjöl, frekar fíngerða og haldlð hennl einnig lárétt, meðan þið sverflð neðan af skautunum. — Ef þið viljið fá laut niður í skautajárnið, þá notlð sívala þjöl, eins og myndin sýnir. — Til þess að hlífa fingrunum og (um leið) auðvelda beitingu þjal- arinnar, er gott að beygja blikkræmu um þjölina, þannig að neðri brún ræmunnar renni eftir meiðnum við hreyf- ingarnar. — Nauðsynlegt er að slípa með löngum þétt- föstum strokum, svo að skautameiðurinn verði jafn/ 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.