Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 15

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 15
•V,*'—**&."&<£&*****. ' *"• aAWÍjl'*Pf •*/?&&£ ^S»V^3fI0PHP 1 L/y j } i .ÆRKrÁ jjl ff r\rA> I V Ry/ / / F i vlH ■ I m /( h (Kfi % 1 r/íA v I L//y / i\«F I F j 11 MrfÁm J 11\* m mHJ W2£J 1 A\HRf f f A 1 / Íikay IVi li i" g sSÆdMmSzrM 119)) •in / »A v< %,^|3íj»sSíC»©K' , :.,.ý, *%Rífa#<@.\ / ís','íiw;#<®P® WB&SM ■•Við skulum nú reyna einu sinni enn, hvort við getum ekki fundið hvar rjúpurnar hafa verpt í ár,“ sagði Júdit. Þau voru nefnilega skelfing forvitin, krakkarnir, um Hupurnar tvær, sem þau sáu svo oft í móanum upp með laek, rétt fyrir ofan bæinn. Þær höfðu verpt þarna áður, °9 þegar rjúpnamóðirin fór að verpa, voru þau alltaf að koma og skoða eggin, sem voru módröfnótt á litinn og fylgdust með því hvernig þeim fjölgaði í hreiðrinu. í fyrra höfðu þau orðið ellefu. Og eftir þrjár vikur fóru svolitlir, kafloðnir ungar að koma úr eggjunum. En í vor hlutu rjúpurnar að hafa falið hreiðrið sitt sér- staklega vel, og þær vonuðu víst að enginn mundi geta fundið það — jafnvel hvorki Júdit né Billi, því að Hupurnar voru nú farnar að þekkja þau. Þegar rjúpna- mamma þreyttist á að sitja á eggjunum ætlaði hún að ^ðast ofur gætilega milli þúfnakollanna, og eins fór rJUpnapabbi að. Og ef einhver kynni að sjá þau þá ætluðu þau að trítla í áttina frá hreiðrinu, svo aö engan skyldi gruna hvar það væri. Og svo voru rjúpnahjónin líka SV0 svipuð lyngmóanum á litinn, að það var erfitt að sjá Þau, jafnvel þó að þau kúrðu ekki. það stóð á sama hversu varlega Júdit og Billi læddust UPP móann — alltaf heyrðu rjúpurnar til þeirra og gátu Varað sig. Og í þetta skipti fór eins, hversu vandlega sem systkinin leituðu þá gátu þau aldrei rekist á hreiðrið. ..Hérna var það undir þessum sinuskúf, sem hún verpti 1 fyrra,“ sagði Júdit. ..°g þarna í þessum götubakka, þarna verpti hún í nittifyrra,- sagði Billi. í þetta skipti var ekkert hreiður, hvorki undir sinu- skúfnum né í götubakkanum eða annars staðar þar sem Þau leituðu. Og þau gátu hvergi komið auga á rjúpna- ^ömmu. Meðan hún var að leita þarna kom Júdit auga á hatt- Prjón. ,,Það var skrítið að ég skyldi finna þetta!“ sagði Un- ,,Hvað eigum við að gera við þetta?“ „Ég get notaö prjóninn í bát, sem ég ætla að búa til," sagði Billi, sem var svo handlaginn og smíðaði margt, „ég nota hann fyrir siglu." Svo náði hann sér í kalkvist og stakk prjóninum í hann og setti bréf á prjóninn í stað segla. Og svo settu þau „skipið" á lækinn. „Nú siglir það!“ hrópuðu þau bæði þegar kvisturinn barst undan straumi niður lækinn. Billi hljóp eftir bakkanum og ýtti bátnum frá hvenær sem hann strandaði. En svo fóru þau úr sokkunum, ef ske kynni að þau þyrftu að vaða út í lækinn, því að ekki dugði að koma votur heim. Nú komu þau þangað sem stórgrýtt eyri var með læknum og þá urðu þau fljótt sárfætt. En bátinn bar áfram frá þeim, þangað til hann lenti milli tveggja steina úti í læknum, og þar strandaði hann. En rétt fyrir neðan steininn var svolitill lyngmói úti í læknum. Og þar var stór þúfa alvaxin stórgerðum fjalldrapa. Þegar þau komu út í lækinn til að bjarga bátnum sínum vissu þau ekki fyrr en rjúpa kemur á móti þeim með flagsandi vængjum. Hún hafði fælst þegar báturinn kom þarna rétt upp að hreiðrinu hennar, því að rjúpur eru óvanar skipum. „Það er þá þarna, sem rjúpan hefur sett hreiðriö sitt í ár!“ sagði Billi, — „þarna í litlu holunni undir fjall- drapanum. Hvernig átti manni að geta dottið þaö í hug, að hún væri að verpa svona nærri vatni. Það var einstök tilviljun, að við skyldum nokkurn tíma finna hreiðrið, úr því að það var á þessum stað. Ansi var hún ráðug að gera þetta!" „Ef þú hefðir ekki búið til bátinn, þá hefðum við aldrei fundið hreiðrið," sagöi Júdit. „Báturinn þinn er nærri því eins og skipin gömlu landkönnuðanna, sem þeir sigldu út á ókunn höf til þess að finna ný lönd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.