Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 38

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 38
neytendafélög, en flest eru blönduö félög neytenda og framleiðenda, sem t. d. geta samtímis rekið verslun, sláturhús, mjólkurbú og frystihús, svo að dænii séu tekin. Þetta tvöfalda þjónustuhlutverk við neyt- endur og framleiðendur endurspeglast í starfi Sam- bandsins, sem skiptist í þessar aðaldeildir: Sjávaraf- urðadeild, Búvörudeild, Inn- flutningsdeild, Véladeild, Skipadeild, Iðnaðardeild, Skipulags- og fræðsludeild, og Fjármáladeild. [ tilefni af 75 ára afmæli sínu færði Sambandið Þróunar- sjóði Alþjóðasamvinnusam- bandsins um 3,3 millj. kr. (£ 10.000) að gjöf frá íslenskum samvinnumönnum. Þessi sjóður er notaður til að styrkja uppbyggingu nýrra sam- vinnufélaga og til að efla eldri félög í þróunarlöndunum. Á frímerkinu, sem Póst- og símamálastjórnin gefur út f tilefni af 75 ára afmæli Sam- bandsins, er íslenska sam- vinnumerkið. Það er sam- eiginlegt tákn Sambandsins, kaupfélaganna og samstarfs- fyrirtækja þessara aðila. Þetta 60 kr. samvinnu- merki telst útgáfa nr. 173. 16. nóvember 1977 kom út nýtt frímerki tileinkað barátt- unni gegn gigtarsjúkdómum. Það er að verðgildi 90 kr. og er marglitt, prentað í Sviss með sólprentunaraðferð. Teiknun merkisins annaðist Friðrika Geirsdóttir, Rvík. Alþjóðasamband gigtar- félaga, International League Against Rheumatism (ILAR) og Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin, World Health Organization (WHO) hafa ákveðið að tileinka árið 1977 baráttunni við gigtsjúkdóma og hafa nefnt það Alþjóðlegt gigtarár. Með því vilja þessar stofn- anir vekja athygli á gigtsjúk- dómum, efla rannsóknir á þeim og stuðla aö bættri meðferð gigtsjúkra, en gigt- sjúkdómar eru algengasta orsök fötlunar. Hefur í því tilefni verið ákveðið víða um heim að gefa út sérstakt frímerki á árinu. Á íslenska frímerkinu eru sýndar gigtlækningar í heitri laug en þær lækningar hafa reynst árangursríkar hér- lendis. Þetta gigtarmerki telst 174. frímerkjaútgáfan, og er upp- lag þess ein milljón. Næst í útgáfuröðinni og siðasta útgefna frímerkiö á árinu 1977, útgáfa 175, er Ferðafélagsmerkið, sem kom út 12. desember. Það er teiknað af Þresti Magnússyni, Reykjavík, og prentað með djúpprenti í Sviss. Verðgildið er kr. 45 og „mótivið" er beinakerling uppi á öræfum. Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því Ferðafélag fslands var stofnað. Af því tilefni gefur Póst- og símamálastofnunin út frímerki með mynd af vörðu á fjölfarinni öræfaleið með jökul í baksýn. Ákveðið frImex 9.VI.»EyiiAVÍKl977 imsrx frímex n13 r—3 #n.&ÍYJJA*iíl977 hefur verið að minnast þessa áfanga í starfsemi Ferða- félagsins á ýmsan hátt, einkum í því skyni að vekja athygli manna á markmiði félagsins, sem frá upphafi hefur verið að greiða fyrir því, að íslendingar megi kynnast sínu eigin landi. Aðalstarf Ferðafélags íslands hefur falist í því að skipuleggja lengri og skemmri orlofsferðir um byggðir og óbyggðir (slands, byggja sæluhús á stöðum í óbyggðum, þar sem ferða- menn koma mikið og gefa út árbækur með lýsingu á land- inu og kom fimmtugasta ár- bókin út á þessu ári. Tala sæluhúsa er nú orðin 19 og eru þau dreifð um nær allar óbyggðir landsins. Bygging fleiri sæluhúsa er í undirbún- ingi. Félagatala er nú komin yfir 7000 um allt land og enda þótt flestir félaganna séu ( Reykjavík og nágrenni hefur félögum í öðrum landshlutum farið fjölgandi með stofnun deilda út um land enda er það keppikefli Ferðafélags (s- lands, að það nái til allra tof.n ArnjEur.r. iawMDSi>wtLtf FrImex frIme^ ll.VI. BEYEJAVk Í977 UYL UUJAVlí 19I1 n':(A<; (sí.amjs l’*27 1-I77 landsmanna með þjónusW sína. Þá má að síðustu geta þesS að nokkrir sérstimplar voh1 notaðir á árinu sem leið, birtum við hér myndir nokkrum þeirra. Á þeim sés< hvers vegna og hvenær Þeir voru notaðir. Nóvember 1977 G. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.