Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1978, Page 26

Æskan - 01.02.1978, Page 26
heita teinu og ísbirnirnir á þakinu áttu bágt með að halda sér. Þeir runnu gegnum þakið og niður á borðið. Héldu þau að sín síðasta stund væri komin. En við hávaðann urðu gestirnir hræddir og tóku til fótanna, þutu út og á burt. Þakið hrynur ofan á okkur! æptu þeir hver sem getur gat, og Sebbi heyrði að fótatakið varð fjarlægara. Svo stóð sú gamla upp, hún hafði dottið ofan á mjúka sykurköku, og síöan Sebbi, sem hafði lent á smurða brauðinu. Ó, Sebastíus, andvarpaði mamma. Fyrirgefðu mér, sagði Sebbi. Ég skal aldrei gera þetta oftar. Ég skal aldrei bjóöa heim eftir símaskránni. Mamma var nú besta mamma sem til var og fyrirgaf stráknum sínum, og meira en það: hún tók til í skútanum, hitaði nýtt te og lét Sebba svo bjóða kunningjunum. Það var gott að ég geymdi helminginn af öllum góðgerðunum, sagði Sebbi, þegar hann var að taka á móti nýju gestunum. Góðgerðirnar urðu að vísu ekki eins miklar og ís- birnirnir áttu að venjast á afmælisdegi Sebba, en þær nægðu. Að minnsta kosti fékk Maximilíus innanskömm. FlG. 1. Teikniö myndina með hjálp kalki- pappírs á stinnan pappír eða karton. Brjótið saman í miðju og klippið hana út. Hakið er límt fast framan á nef flugunnar, því að þá er hægt að skjóta henni af stað með teygju. Vængirnir eru sveigðir upp á við þar punktalínurnar eru. Hak A er klippt burt. Það var einu sinni snjókarl, sem einhver hafði búið til við hliðina á litlu tré. ,,Ó! hve þú ert fallegt tré," sagði snjókarlinn. „Eigum við að gifta okkur?" ,,Ja-há, þúsund þakkir, það vil ég svo gjarnan," sagði litla tréð, „en þú verður að bíða dálítið, þar til ég verð nógu grænt." Og svo liðu nokkrar vikur, sólin hækkaði, á lofti og brumhnappar fóru að sjást á litla trénu. Þá spurði snjó- karlinn: „Ertu nú tilbúið til giftingar, fallega tré? Ég sé að þú ert að grænka." „Uss, nei, því miður" sagði tréð „þú verður að bíða enn- þá tvær eða þrjár vikur: Ég vil vera í fullum græna skrúðanum mínum, þegar við giftum okkur." Og dagarnir liðu einn af öðrum, en að lokum stóð þó tréð litla í fullu grænu lauf- skrúöi, fegurra en nokkru sinni fyrr. „Jæja, snjókarl minn, nú er ég tilbúið til að gifta mig." — Og tréð skimaði í kringum sig. Það gat hvergi komið auga á unnustann. Það eina, sem það sá, var smápollur, líkur stóru tári. Meira var ekki eft|r af snjókarlinum. Það lá við, að litla trénu vöknaði um augu, þrátt fyr,r veðurblíðu vorsins. „Já, vi^ hefðum átt að gifta okkUr miklu fyrr," hugsaði Þa<^' „Annars er nú þessi óg^,a okkar öll vorinu að kenna- Það er of heitt." 24

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.