Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1978, Qupperneq 40

Æskan - 01.02.1978, Qupperneq 40
Pólsk-franska tónskáldið Francois Fréderic Chopin fæddist 22. febrúar 1810 í Zelasowa Wola við Varsjá. Hann var næstelstur fjögurra systkina. Bernska hans var ánægju- leg, og drengurinn, sem var vel gefinn á fleiri sviðum en tónlistarsviðinu, fékk góða menntun. Átta ára kom hann fram fyrst sem píanóleikari og vakti mikla hrifningu. Varsjárbúar, en fjölskyldan hafði flust til Varsjár, tóku undrabarninu opnum örmum og hann vakti mikla athygli það sem eftir var ævinnar. Innan skamms hóf hann tónsmíðar. 15 ára gamall gaf hann út „Rondo fyrir píanó opus 1 “. Skömmu síðar hóf hann nám við tónlistarskólann í Varsjá og áður en hann fór til Parísar 21 árs gamall hafði hann skrifað sum sín þekktustu verk, m.a. báða píanó- konsertana, tilbrigðin fyrir píanó og hljómsveit og tvísöngva úr ,,Don Gio- vanni" eftir Mozart auk píanótríósins í g-moll. Chopin var vel tekið í París. Árlega sendi hann frá sér tónsmíðar, og Schumann skrifaði um hann í einni grein: „Takið ofan fyrir snillingnum, herrar mínir!“ Chopin var rómantískt tónskáld, en hann gerði enga byltingu í tónlistar- heiminum með verkum sínum. Hann vildi heldur ekki setja tilfinningar sínar beint á prent. Hann var raunverulega tengdari klassískum fyrirrennurum sínum, en rómantískum byltingar- sinnum þeirra tíma. Hann kynnti sér vel verk Mozarts, Beethovens og Bachs. Þjóðleg, pólsk tónlist hafði líka mikil áhrif á verk Chopins, hér fann hann form fyrir tónverk sín. Hann þráði svo innilega að lýsa anda föðurlandsins í verkum sínum. 28 ára gamall varð hann heilsulítill, en krafturinn og lífsorkan braust enn fram í verkum hans, og vinir hans stóðu við hlið hans í langri og erfiðri legu. Hann lést 1849 og var grafinn í París. 1880 var settur upp minningar- skjöldur um hann í Þrenningarkirkj- unni í Varsjá. Fyrsta flug Frakkland — England Það eru ein 67 ár síðan flugvél flaug fyrst milli þessara tveggja landa. Maður er nefndur Louis Bleriot og var hann á fyrsta áratug þessarar aldar frumkvöðull að flug- vélasmíði og flugæfingum í litlum einsmanns flugvélum. 25. júlí 1909 var það, snemma að morgni, að Bleriot flaug af stað frá ströndinni við Calais. Mörgum þótti þetta fífldirfska hjá honum, því að vélin, sem hann flaug, hafði fram að þessu aldrei getað verið lengur á lofti en 20 mínútur, en hins vegar var talið hálftíma flug til Dover. Þess vegna var tundurspillir látinn fylgjast með flugvél- inni yfir sundið. Regnskúr allskörp gekk yfir nokkru eftir að Bleriot var kominn ,,upp í skýin" eins og það var orðað þá, þótt hæð vélarinnar væri ekki tiltakanlega mikil. Flugfarið hvarf því sjónum manna bæði um borð í tundurspillinum og eins þeirra, sem stóðu á ströndinni og störðu upp í regnbólginn himininn. Þarna komu náttúruöflin flugmanninum til hjálpar því að regnið kældi heitan hreyfilinn og Bleriot gat því haldið sér lengur á lofti. Nú víkur sögunni til strandar Englands. Einnig þar stóðu hópar af fólki og horfðu til lofts og um kl. 5 um morguninn fóru menn að heyra dyn í flugvélarhreyfli- Bleriot kom niður úr regnskýjunum á vél sinni 20 mínútur yfir kl. 5 og tókst honum að lenda slysalaust á akri einum utan við Dover. Með þessu fyrsta flugi yfir Ermarsund þennan júlídag 1909 skrifaði Bleriot nýtt blað í sögu fluglistarinnar og einnig vann hann sér inn álitlega fjárupphæð, því að dagblaö eitt í London hafði auglýst, að þaö mundi verð- launa þann, sem fyrstur yrði til þess aö fljúga yfir sundið, og það varð einmitt flugvélasmiðurinn Bleriot.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.