Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 34

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 34
Tarzan áfram eftir síkinu á árbakkanum til dálítillar hæðar niður með ánni. Aparnir þurftu að fara stóran krók til þess að elta hann, ekki að minnast á Shítu sem hatar vatn, og Mugambi fór eins hratt og hann gat á eftir. Á hálfri stund komst Tarzan yfir flæðarnar og upp hæðina, þar sem áin beygði. Við honum blasti báturinn úti á miðri ánni, og í honum stóð Nikolas Rokoff. Jane var ekki með Rússanum. örið á enni apamannsins tútnaði út, er hann sá óvin sinn, og hann rak upp hið ógurlega öskur karlapa í vígahug. Hrollur fór um Rokoff, er ópið barst honum til eyrna. Hann reyndi að fela sig í bátnum. Tennur hans glömruðu í hvofti hans, er hann sá þann, er hann óttaðist allra mest á jörðunni, hlaupa ofan að ánni. Jafnvel þótt Rússinn vissi sig öruggan, greip hann slík ógurleg hræðsla, að honum lá við sturlun, og þegar hann sá Tarzan steypa sér í ána fulla af skrímslum, var honum öllum lokið. Með föstum, sterklegum tökum synti Tarzan á eftir bátn- um. Rokoff greip aðra árina, sem lá í bátnum, og reyndi með miklu fáti og fumi að auga hraða bátsins. Og frá hinum árbakkanum færðust gárur, sem hvorugur mannanna sá, beint og stöðugt í áttina til hálfnakta sund- mannsins. Loksins náði Tarzan skut bátsins. önnur höndin greip um hnífinn. Rokoff sat hálfdauður af skelfingu og gat hvorki hreyft legg né lið; hann starði á andlit óvinar síns. Þá sá hann hræringu 1 vatninu rétt aftan við sundmanninn- Hann sá gárurnar og vissi, af hverju þær stöfuðu. Um leið fann Tarzan, að sterkar tennurJukust um hægri fo4 hans. Hann braust um til þess að losa sig og reyndi að komast upp í bátinn. Honum hefði heppnast það, ef þetta óvænta atvik hefði ekki magnað heila hins illa Rússa og kveikt þá von> að hér væri tækifæri til hefnda. Eins og eiturnaðra spratt Rokoff upp og aftur í bátinn. Með þungri árinni greiddi hann Tarzan slíkt höfuðhögg, að hendur hans slepptu bátnurn- Vatnið varð um stund ókyrrt; svo kom kyrrð á það aftur; aðeins sá bregða fyrir bólum, þar sem Tarzan apabróðir, konungur myrkviðarins, hvarf sjónum manna í gruggugt og bölvað vatn Ugambi. Rokoff datt örmagna af ótta ofan 1 kjalsog bátsins. Um stund áttaði hann sig ekki á gæfu þeirri, cr honum hafði hlotnast; — hann sá aðeins hvítan mann brjót- ast þegjandi um og hverfa undir yfirborð vatnsins til þess að deyja illum dauða á árbotninum. Smám saman rann það upp fyrir Rússanum, hverja þýðingu þetta hafði fyrir hann, og djöfullegt gleði- og sigur- bros lék um varir hans. En það var skammvinnt, því meðau hann var að hugsa um, að nú gæti hann haldið áfram ferð sinni til strandar tiltölulega óhultur, kvað við ógurlegur sarn- söngur frá öðrum árbakkanum. Er hann leit þangað, sá hanu Framhald■ Hjá okkur er skírdagur hljóður helgidagur, en í gamla daga var nóg að hugsa um þennan fyrsta helgidag páskanna. Fólk hélt að skírdagsloftið hefði hreinsandi mátt. Til dæmis dræpist mölurinn í fötunum ef þau væru viðruð þá, og eins flærnar í rúm- fötunum. En það var nóg af þeim í þá daga. 'Sumir töldu þetta þó ekki öruggt nema þrír þættir væru fléttaðir í ,,sleða Loka“ um leið og rúmfötin voru hengd út til að viðrast. Loki kom nefnilega akandi á sleða hvern skír- dag, og sleðinn var fullur af flóm. Hlassið var svo þungt að sleðinn brotnaði, og sá sem ekki hafði Loka- fléttuna tilbúna til að binda sleðann saman, varð að sitja uppi með allan flóafarminn til næstu páska. Galdranornum bannaður aðgangur. Galdranornirnar voru sérstakiega erfiöar viðfangs á skírdag. En til allrar lukku voru þær hræddar við járn. Þess vegna var fest járn yfir dyrnar og eitthvað úr járni sett í rúmin og hjá kúnum í fjósinu. Og svo varð bóndinn að muna að taka annað hjólið af plógnum sínum, annars mátti hann búast við að nornirnar stælu honum og riðu honum í galdrablótið, í stað kúst- skaftsins síns. Þegar þessum páskaundirbúningi var lokið var hægt að styrkja sig gegn óvættunum með því að éta kássu, sem gerð var úr níu tegundum af káli, sem átti að skera saman. Sá sem gerði það átti að vera öruggur fyrir sjúkdómum og vesöld næsta árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.