Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 6
Feðgarnir Chai voru frægir mjög fyrir það, hve góðir þeir voru í knatt- spyrnu. Faðirinn hélt áfram að leika til fertugs og hefði getað haldið áfram fram að sextugu, ef ekki hefði orðið snöggt um hann; en svo hörmulega vildi til, að hann drukknaði í stóru stöðuvatni, sem var þar í grenndinni. Um það bil átta árum seinna þurfti ungi Chai aö fara langa ferö, og leið hans lá yfir þetta sama vatn. Það var kvöld, og hann ákvað að liggja fyrir akkerum um nóttina. Tunglskin var og kvöldfegurð mikil, hann sat í bátnum og naut útsýnisins, og alit í einu sá hann mjög undarlega sjón. Það komu fimm menn upp úr vatninu og báru geysistórt teppi, sem þeir breiddu á vatnið. Þeir báru því næst upp mat- skálarog vínglös, en hvorki skálarnar né glösin gátu verið venjulegrar teg- undar, því aö þegar mennirnir slógu þeim saman, varð hljóðið dimmt og undarlegt, ekkert líkt því aö ílátin væru úr málmi eða postulíni. Þegar lagt hafði veriö á borðið, eða réttara sagt teppiö, settust þrír aö snæöingi, en hinir tveir þjónuðu til borðs. 0hai gat ekki greint andlitin, en hann sá, að þeir þrír, sem sátu, voru mjög skraut- lega búnir, einn gulklæddur en tveir í mjallhvítum búningum, og allir höfðu þeir dökka vefjarhetti á höfðinu; þjónarnir voru í dökkum skikkjum. Á meðan Chai horfði á þá borða, fannst honum einhvern veginn, að eldri þjónninn væri ekki ósvipaður Knattspyr á vatnin Kínverskt ævintýri fyrir börn föður sínum sáluga, og hann reyndi ákaft að heyra rödd hans og varð mjög undrandi, þegar hún reyndist algjörlega ólík. Að stundu liðinni, er þre- menningarnir höfðu etið og drukkið nægju sína, heyrði Chai, að einn þeirra sagði: „Nú skulum við koma í fótbolta." Hann skildi ekki, við hvað hann gæti átt, en þá sá hann unga þjóninn stinga sér í vatnið og hverfa, en hann kom upp aftur brátt og hafði þá meðferðis geysimikinn bolta, svo stóran, að hann gat varla borið hann. Bolti þessi virtist fullur af kvikasilfri, og hann glitraði svo og Ijómaði, að Chai fékk ofbirtu í augun. Þre- menningarnir risu á fætur og kölluðu á eldri þjóninn að koma að sparka með sér. Upp þaut boltinn, 5—10 metra í loft upp, skínandi eins og sól, en hann féll niður aftur, og þannig gekk leikurinn, þar til að lokum, er ákafinn var sem mestur, að boltinn féll niður á rangan stað; hann datt nefni- lega í miðjan bátinn hjá Chai. Þetta gat Chai ekki staðist, hann sparkaði í hann eins fast og hann gat. En þetta var furðulegur bolti. Hann var léttur sem fis og dúnmjúkur, og fóturinn á Chai fór langt inn í hann. Boltinn þaut samt upp, en það streymdi eitthvað eldlitað og skínandi út um gatið, sem Chai hafði gert með fætinum, og svo féll boltinn niður eins og það væri stjörnuhrap, snerti vatnsflötinn, varð dimmur — og hvarf. ,,Hu, hu," kölluðu knattspyrnu- mennirnir og voru bálvondir. „Hvaða skelmir er það, sem dirfist að skipta séraf leiknum?" „Prýðilegt spark, prýðilegt spark," sagði gamli þjónninn, „já, og svei mér þá, þetta var eftirlætissparkið mitt." Hinir urðu nú hálfu reiöari og kölluðu: „Gamli labbakútur, hvernig dirfist þú að gera að gamni þínu, þegar búiö er að eyðileggja leikinn fyrir okkur? Þú skalt gæta þín, að ekki fari illa fyrir þér. Hypjaðu þig á augabragöi, og taktu strákinn með þér, og færið okkur þennan mannhund, eða þú skalt hafa verra af!" ÆSKAN Áskrift er hægt aö panta í síma 17336
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.