Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 10
N ú ætla ég að segja ykkur sögu af óvanalegri sleðaferð. Benni litli, sem hér kemur við sögu, var bóndasonur vestur í Ameríku. Benni átti tvær hænur og var önnur svört á lit, en hin hvít. Þótti honum heldur en ekki vænt um hænurnar sínar, enda voru þær fallegar og varphænur góðar. Saga þessi hefst snemma að morgni vetrardag nokkurn, er allt var hulið snjó og sleðafæri hið besta sem á verður kosið. Hænurnar hans Benna, Svört og Hvít, voru búnar að verpa sínu egginu hvor og gögguðu sem ákafast í kofanum sínum. Þóttust þær vel hafa gert og vildu komast út, þótt vetur væri. Benni litli var árrisull drengur og fór hann að vanda snemma á fætur þennan dag. Mamma hans bjó hann vel, svo að honum yrði ekki kalt, setti rauða og hvíta prjónahúfu á höfuð honum og vafði hvítum ullartrefli um hálsinn á honum og hann var í þykkum ullarsokkum og gúmmístígvélum og að öðru leyti vel búinn, og mamma hans sá um, að hann gleymdi ekki vettlingunum sínum. Benna fannst nú að hann væri nógu mikið klæddur, en mamma hans vissi betur en hann, og Benni vissi af reynslunni, að gott var að hlíta ráðum hennar, því að oft var það búið aö koma í Ijós, að gott var að hún hafði vitið fyrir honum. Þegar nú Benni var kominn út, tók hann skófluna sína og fór aö moka við hænsnahúsið. Hann vissi, að hænunum hans þótti gott að hreyfa sig og í þessum miklu snjóum varð hann að moka auðan dálítinn blett handa þeim til þess að vappa á stundarkorn. Því skyldu ekki hænurnar þurfa að fá sér ferskt loft eins og fólkið? hugsaði Benni. Þegar hann hafði lokið þessu verki, hleypti Benni hænunum sínum út og öllum hinum hænsnunum líka, skemh1*1 sér við að horfa á þau stundarkorn og f°r svo sína leið. Hann ætlaði aö fara a^ renna sér á sleða. En nú fóru þær Svört og Hvít að rabba saman á sínu máli. ,,En hvað snjórinn er hvítur og f®*' legur," sagði Hvít, ,,hann er líka eins a litinn og ég.“ ,,0-ja," sagði Svört. ,,Víst er hana fallegur, en nýplægður akurinn er W3 fallegur á vorin, móbrúnn á lit, næstun1 svartur eins og ég. Ef nú væri komið vor og búið væri að plægja. Þá gætum tínt okkur orma og fengið fylli okkar a svipstundu." ,,Við skulum nú ekki vera að hugsa uf11 það núna," sagði Hvít. ,,Við skulum vera ánægðar með al11 eins og það er, enda höfum við ekki upP á neitt að klaga, nema það eitt, að við .....—........ Hverju gleymdi hann? Þegar teiknað var landa- kortið af Evrópu, þetta sem þið sjáið til hægri, sá lista- maðurinn, að hann hafði gleymt fimm atriðum, svo að hann bætti um og teiknaði kortið til vinstri, en getíð þið séð hverju munar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.