Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 9
Ár eftir ár kom Hans litli, það var alltaf eitthvað, sem hann þurfti endilega að 9era fyrir mömmu sína, og Herrann brosti og lofaði honum að hafa hana hjá sér. Hans var nú orðinn ungur maður. Með erfiðismunum og mikilli vinnu hafði hann aflað sér þekkingar, en öll baráttan virtist honum auðveld við hlið móðurinnar. Hún kyssti á ennið á honum þegar verk hans ætlaði að yfirbuga hann, og þegar honum heppnaðist eitthvað var bros hennar bestu verðlaunin. °9 það var svo undarlegt að þó ungi maðurinn eltist, menntaðist og yxi í áliti hjá mönnum — já, Guð hafði sjálfur gefið honum nokkuð af sköpunarmætti sínum, svo hann var mikill listamaður — var hann þó alltaf litli Hans þegar hann fór að finna Herrann og biðja fyrir mömmu sinni. Loksins einn góðan veðurdag sagði Guð við hann: — Nú er mamma þín orðin þreytt og nú verður hún að fá að hvíla sig, hún þráir það, en vill ekki segja Það við þig. ~~ Mamma orðin þreytt og gömul, hún, sem hefur svo ungt hjarta, ó, guö minn góður ég skal bera hana á örmum mér, ef hún er orðin þreytt, bara ef ég má hafa hana hjá mér. ~~ Hans minn góður, það hefurðu gert hvern einasta dag. En þrátt fyrir alla efsku þína geturöu ekki stöðvað rás tímans. Allt jarðneskt er hrörnun háð, og a|drei tekst jafnvel bestu og mestu mönnum að framkvæma allt sem þeir hafa °skað sér — jafnvel ekki gagnvart móður sinni. — Herra, herra, Hans litli kastaði sér grátandi á hné. ~~ Rístu á fætur, barnið mitt, farðu aftur til jarðarinnar og geröu skyldu þína. Hinn innblásni listamaður hjó mynd móður sinnar í snjóhvítan marmara. Það varekki gömul kona, bogin íbaki, með magrar hendurog þunnarvarir. Nei, hún stóð há og bein og rétti hendurnar fagnandi upp til himins. Sólin Ijómaði á sndliti hennar og fólkið streymdi að í stórum hópum til þess að dást að hinu 9ullfagra listaverki. — Þetta er ímynd hreinleikans sögðu nokkrir, nei, kærleikans, sögðu aðrir. það er sigur hins eilífa lífs yfir hinni jarðlegu hrörnun. ~~ Nei, það er heimsfriðurinn, sem við allir þráum. En það var enginn nema listamaðurinn sjálfur sem vissi hvað það var. Góð móðir er það besta og fegursta á þessari jörðu. 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.