Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 32

Æskan - 01.02.1978, Blaðsíða 32
Hann fauk upp í loft, yfir tré og hús, yfir fjöll og dali, og tithans spurðist aldrei framar. Halli fór og keypti nýjan hatt. Og vindurinn feykti HONUM líka af höfði hans og bar hann yfir tré og hús, yfir fjöll og dali, og til hans spurðist aldrei aftur. Aumingja Halli fór og keypti NÝJAN hatt, en í þetta skipti setti hann hattinn ekki upp. Hann fór heim og náði í lím og setti lím innan í hattinn og á kollinn á sér líka. Svo setti hann hattinn upp og beið eftir, að límið þornaði. ,,Nú feykir vindurinn hattinum ekki af mér," sagði Halli. Einmitt um þetta leyti kom konan hans Halla inn með te og kökur og þau settust við borðið. ,,/Etlarðu ekki að taka hattinn ofan?” spuröi konan hans Halla. „Nei," sagði Halli. „Hann er límdur fastur." Um kvöldið fór Halli með hattinn í bað og hatturinn varð rennvotur. Og hann fór með hattinn á höfðinu í rúmið. MIKIÐ var konan hans Halla hissa. Um morguninn, þegar hann var að fara í vinnuna, sagði konan hans: „Ertu búinn að greiða þér, Halli?“ „Nei,“ sagði Halli. „Hvernig get ég greitt mér, þegar hatturinn er límdur fastur?" „Þú getur ekki farið í vinnuna með ógreitt hár," sagði konan hans Halla. Fyrst Halli gat ekki greitt sér fór hann ekkert í vinnuna. Hann fór aftur í háttinn og var í rúminu í tuttugu ár og las blöð og bækur og hlustaði á útvarpið. Það var ágætt, en loks varð hann leiður á að liggja í rúminu og fór út að ganga. Það var hvasst og mikill næðingur. En vindurinn gat ekki feykt hattinum af höfði Halla, því að hann var límdur þar svo fast. Hann brosti með sjálfum sér á göngunni. „Vindurinn getur blásið eins og hann vill, en aldrei tekst honum að feykja hattinum af höfði mér!“ Vindurinn blés meira og meira og meira, og loks feykti hann hattinum hans Halla og Halla sjálfum upp í loft, yfir tré og hús, yfir fjöll og firnindi, og það hefur aldrei til þeirraspursteftirþað. / oc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.