Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1978, Page 29

Æskan - 01.10.1978, Page 29
Sonur ekkjunnar 13. En allt kom fyrir ekki. Karlinn tók trafið af fingrinum og sá þá, að strákur hafði farið inn í hið bannaða herbergi. Karlinn barði strákinn svo mikið að hann lá í rúminu í sex vikur. Þá fannst karli nóg komið og tók horn eitt af veggnum. Úr horni þessu tók karl áburð, sem hann smurði á strákinn og varð hann þá samstundis alheill. 14. Stuttu síðar fór karlinn í fjórðu ferðina. Ætlaði hann að vera einn mánuð í burtu. Hótaði karl stráknum öllu illu, ef hann færi inn í fjórða og síðasta herbergið. Játti strákur þessu öllu saman. 15. Hann gat haldið sig frá fjórðu dyrunum í þrjár vikur, þá var þolinmæðin þrotin. Hann lauk upp dyrunum og sá þarna inni bundinn hest. Var hann með glóðarker við höfuð, en heyvisk við tagl. 16. Strákur skipti strax á þessu tvennu og setti heyið við munninn á hestinum. ,,Þú ert góðhjartaður drengur," sagði hesturinn við strákinn. ,,Nú skal ég hjálpa þér við að sleppa héðan, því að nú mun karlinn drepa þig, þegar hann kemur heim. Hann er nefnilega tröll, þótt hann sýnist vera maður." Texti: Johannes Farestveit. — Teikn.: Solveig M. Sanden.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.