Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 13

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 13
AKUREYRI Örfá orð um stúkustarf Þó að ég hafi tekið þá stefnu að lýsa ekki starfi félaga á Akureyri þykir mér við eiga að víkja aðeins að barna- stúkunum — Sakleysi, Samúð og Von. Ég fæ til fundar við mig gæslu- mennina Svein Kristjánsson, Sigur- laugu Jónsdóttur og Ólafíu Halldórs- dóttur, svo og félagana Ottó og Magnús úr Sakleysinu, Rósu og Kristínu úr Von. Gæslumenn Samúð- ar voru ekki á staðnum. Ég spyr frétta af starfinu og heyri að af nógu er að taka. S. I. vor fóru 7 krakkar úr þessum stúkum á Ungl- ingaregluþing. í fyrra fór Sakleysið dagsferð til Sauðárkróks og félagar úr Von voru yfir helgi í sumarbúðum að lllugastöðum í Fnjóskadal. Vormót Unglingareglunnar á Norð- við að stökkva í sjóinn niður af skipum og báru sig vel þótt greina mætti að þeim væri kalt. Búningurinn er enda ekki þurrbúningur, sem þeir kölluöu, þ. e. ekki vatnsþéttur. Einhver sigldi litlum seglbáti um Pollinn. Mig undraði að hann lá lá- réttur út frá bátnum langtímum sam- an, en þess mun þurfa til að hafa stjórn á slíkum bátum við snúninga. Þarna var líka fólk með veiðisteng- ur, Rita Mayer og Herbert Berg frá Þýskalandi. Rita sagði mér að þau hefðu verið við veiöar í Fnjóská. Þau hefðu áður ferðast um Norðurlöndin og líkaði vel, en hefðu ekki hug á að sækja heim suðræn lönd. Gamli bærinn í gamla bænum er að finna þessi manneskjulegu hús sem sumir kalla, hlýleg, falleg timburhús. Meöal þeirra er Friðbjarnarhús, hús Friðbjarnar Steinssonar bóksala, þar sem stofnuð var fyrsta stúka Góðtemplara á Islandi 10. janúar 1884. Það er nú í eigu Góðtemplarareglunnar á Akureyri og er þar minjasafn hennar. Sunnan við húsið er brjóstmynd af Friðbirni. Skammt frá voru Lilja og Agnar að leik með hundinn Prins. Þau virtust vön að „sitja fyrir" en sögðu mér ekki margt, enda aðeins 4 ára. Ég hitti líka Svövu og Stefán sem höfðu ætlað í sund en ekki fengið að- 9ang þar sem Svava er ekki orðin 13 ára og Stefán ósyndur. Þau báru sig Þó vel og virtust skilja nauðsyn þess hafa alla aðgát í sundlaugum. Ef til vill varö það þeim aðeins til huggunar aö koma á mynd í Æskunni sem Svava er einmitt áskrifandi að. Ólöf, Sigtryggur og Þórarinn voru á hlaupum milli húsa. Mér tókst að fá þau til að tylla sér andartak á tröppur eins þeirra, nóg til að ná af þeim mynd. Ámi Jóhann, Birgir og Rúnar eiga heima í Innbænum. Þeir voru í fót- bolta á litlum leikvelli og stilltu sér fúslega upp. Heldur ókyrrðust þeir Þegar ég spurði hvort þeir væru búnir að borða kvöldmat og sagði þeim að Vormótið að Þelamörk. klukkan væri fimmtán mínútur yfir sjö. Nei, þeir höfðu auðvitað gleymt sér í hita leiksins. í þessu heyrðist kall úr glugga í nálægu húsi og drengirnir hurfu á braut, en hugur skrifara þessara lína hvarflaði til gömlu góðu daganna á litla blettinum þar sem 15 metrar voru á milli endamarka og markatalan gat orðið 42:40. Gamli tíminn og sá nýi Áður en ég hélt úr þessum bæjar- hluta mátti ég til með að taka mynd af gömlu húsi, sem enn hefur hlutverki að gegna, og Volvo-bifreiðinni nýju sem stóð þar fyrir utan. Margt hefur Gamli og nýi tíminn. breyst trá því að það var reist. Flest til bóta að ætla má. Nú steypum við stórar hallir og allt er til þæginda. En svona hús hafa sál. Við rennum upp í eitt af nýju hverf- unum, sækjum frænku konunnar heim íblokk uppi undirfjallsrótum. Ég fer út á svalir og festi á filmu útsýnið þaðan. Fyrir framan blokkina standa Stefán, Kristján og Vignir. Bak við þá sér á tæki hins nýja tíma, krana, vörubifreið og dráttarvél. Hér sem víðar er allt á fullri ferð við uppbygg- inguna. Og nóg um það. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.