Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 15

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 15
Albert Thorvaldsen ALBERT THORVALDSEN Frægastur myndlistarmanna sem af íslensku bergi eru brotnir, er myndhöggvarinn Albert Thorvaldsen. En nú eru yfir 200 ár liðin frá fæðingu hans. Svo mikla ræktar- semi sýndi hann föðurlandi sínu, að hann gaf því tvö fögur listaverk: Skírnarfontinn í Dómkirkjuna í Reykjavík og sjálfsmynd, sem lengi var á Austurvelli, en síðar flutt suður í Hljómskálagarð. Til að vinna gegn þeirri villu að margir íslendingar kalla hann Bertel, birtist hér mynd af honum með eiginhandarundirskrift, þar sem hann skrifar Albert Thorvaldsen. Byron lávarður og Thorvaldsen voru frægustu lista- mennirnir, sem uppi voru á fyrri hluta síðustu aldar. Hvorugur þeirra átti jafningja sinn í heimi. Annar var mesta skáld samtíðar sinnar, hinn var mestur mynd- höggvari. Annar var af enskum aðalsmannaættum, hinn af íslenskum bændaættum. Einu sinni hittust þessir miklu menn, og frá því ætla ég nú að segja. Það var í Rómaborg. Thorvaldsen hafði þar vinnustofu sína. Einn dag kemur maður í flaksandi kápu inn í vinnustofuna og biður Thorvaldsen að gera mynd af sér. ■■Hver er maðurinn?" spyr Thorvaldsen. ..Byron lávarður,“ svaraði hinn. Thorvaldsen þekkti stórskáldið breska af afspurn og tekur hann þegar til starfa að móta svip skáldsins í leir til bráðabirgða. Þetta var þó hægar sagt en gert, því að Byron hafði aldrei frið. Einkum var hann að gera alls- konar sorgarviprur á andlitið á sér. ..Þérverðið að vera kyrr," sagði Thorvaldsen, „einkum með andlitið." ..Nei, svona vil ég vera," mælti Byron. ..Nú einmitt það,“ sagði Thorvaldsen og mótaði eins °9 bonum sýndist. Byron vildi nefnilega sýnast mjög s°rgmæddur. Nokkrum dögum seinna kemur Byron til að sjá mynd- lna, sem þá var búið að höggva í marmara. „Þessi mynd er ekkert lík mér; ég vil ekki sjá hana!“ mælti hann og snaraóist snúðugt út. Við það skildu þeir listamennirnir og áttu ekki fleira saman. Þessi mynd var brjóstmynd og þótti mjög lík Byron. Thorvaldsen seldi hana seinna til Ameríku. Nokkru síðar 9erði hann mynd af Byron í fullri líkamsstærð. Situr skáldið þar á grískum musterisrústum, með bók í annari hendi og blýant í hinni og horfir hátt. Sú mynd var ætluð Westminster-kirkjunni í Lundúnaborg. Þar standa ^yndir mestu manna Bretlands, sumar á gröfum þeirra. En af því að Byron hafði drýgt það „fádæma“ hneyksli — sem þá þótti meðal breskra aðalsmanna — að skilja við konu sína, var myndinni úthýst úr kirkjunni, til ævinlegrar skapraunar fyrir alla frjálslynda Englendinga. Hún var þá sett upp í lestrarsal einn við Cambridgeháskólann, og þar er hún nú. Hún sameinar tvennt: snilld Thorvaldsens og svip Byrons. ■nraBanBHHHi mm 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.