Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1979, Page 50

Æskan - 01.02.1979, Page 50
 HVAÐ viltu RÖNTGENTÆKNIR I bréfi til þessa þáttar er beðið um upplýsingar um röntgentækna-nám og spurt um í hvaða skóla sé numið. Röntgentækna-skólinn hefur víst ekkert eigið hús- næði, en er til húsa í Borgarspítalanum og Lands- spítalanum. Skólanum er ætlað að tæknimennta fólk til aðstoðar við röntgengreiningu svo að það geti aðstoðað rönt- genlækna og framkvæmt sumar tegundir röntgenrann- sókna eftir fyrirmælum. Inntökuskilyrði skólans eru: 1. Umsækjandi skal vera fullra 17 ára. VERÐA? 2. Umsækjandi skal hafa lokiö grunnskólaprófi, landsprófi miðskóla eða gagnfræðaprófi með fyrstu einkunn í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og einu erlendu máli. 3. Umsækjandi, sem lokið hefur stúdentsprófi, hjúkrunarprófi, námi í framhaldsdeild gagnfræða- skóla eða hefur hliðstæða menntun, skal að öðru jöfnu ganga fyrir um skólavist. Verklegt nám fer fram í Borgarspítalanum og Lands- spítalanum. Námstími er 214 ár og skiptist í 3 stig. Um- sóknir um skólavist skal senda beint til skólans sam- kvæmt auglýsingu. Nemendafjöldi 14—16. Fulllærður röntgentæknir tekur laun eftir 18. fl. í launastiga opin- berra starfsmanna og mega atvinnuhorfur teljast góðar. TENINGALEIKUR Hérna eru þrír teningar. Kastið þeim og leggið þá svo í beina línu, hlið við hlið, og svo skal ég segja ykkur, hvað mörg augu hafa komið upp, án þess að líta á teningana. Ef þú aðeins gerir eins og ég segi, þá skal ég nefna þér teningana. Margfaldaðu augun á fyrsta ten- ingnum með 2 ........ 8 Leggðuðvið ........ 13 Margfaldaðu töluna með 5 .. 65 r . Í/-7 '/ /'/■ ' w>-- /(j j '^i v 1 u Leggðu við töluna á miðteningnum 6 .......................... 71 Margfaldaðu þessa tölu með 10.. ......................... 710 Leggðu svo við þetta töluna á síð- asta teningnum 2 .......... 712 Þá eru augun á teningunum: 4, 6,2. Galdurinn er aðeins sá, að frá aðal- summunni712— einu tölunni sem þú nefnir mér, dreg ég töluna 250. Þá eru eftir 462 eða 4—6—2. Þetta mun mörgum þykja skrítinn galdur ef vel er farió með hann. /X. LÍSA OG LÁSI 1. Langar þig í banana? Líttu á, Lísa. Mamma gaf mér tvo, og ég skal gefa þér annan. 2. Fyrst flettir þú hýðinu af, alveg eins og ég geri, og svo kemur það ætilega í Ijós. 3. En gættu vel að hýðinu því stígi maður á það þá rennur maður og dettur á rassinn! 44

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.