Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 5
1979 - ÁR BARNSINS OG ÁR ÆSKUNNAR! 3£JCJOöe3«*3eSÖÖC3í36*3í3ÖOÍ3í3C3£3C3C5£3SX3C5ÖOÖC3C»OOC3e3CSÍ30C3í363S3C3£3CJCSÍ363C3í3C3í3í3aS3SSÍ3í3SS«3S3S3B Það er skemmtileg tilviljun, að einmitt á þessu ári skuli ÆSKAN geta fagnað enn einu stórafmæli sínu. Mörg spor hef ég átt á skrifstofu ÆSKUNNAR, og eftir að hafa skrifað greinar í blaðið í tíu ár samfellt, er mér kunnugt um hið óeigingjarna starf, sem ritstjóri hennar Grímur Engilberts vinnur. Því sendi ég honum sérstakar árnaðaróskir á þessum tímamótum, svo og öllum for- ráðamönnum blaösins. Líklega geta ekki margir státað af því að hafa haldið ..ár barnsins” í 80 ár, en það má segja að ÆSKAN hafi gert. Öll þessi ár hafa börn og unglingar hlakkað til þess dags er ÆSKAN bærist þeim í hendur. Efnið er ætíð fjölbreytt og vandað, allt frá gömlum fróðleik til nýtískulegra teiknimyndasagna. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Myndasögur hafa náð ákaflega miklum vinsældum á undanförnum árum. Þær eru að vissu leyti ágætar, en samt vona ég, að ÆSKAN láti þær ekki fá yfirhöndina, því að alkunna er, að málkunnáttu barna og unglinga hefur miög farið aftur í seinni tíð. I okkar breytta þjóðfélagi þar sem hraðinn ræður ríkj- um verðum við að varast þá hættu, að börnin hætti að tesa. Ef svo fer er móðurmálinu stefnt í hættu. ÆSKAN hefur gert sitt til að þroska málfar lesenda sinna, og vil ég sérstaklega þakka henni fyrir, að enn skuli hún efla les- kunnáttu barna og auka orðaforða þeirra, með því að birta sögur og annað slíkt lestrarefni, sem annars er víða á undanhaldi. Þegar birtar hafa verið tölur yfir þá, sem ólæsir eru í heiminum, finnur maður sárt til með hinum svokölluðu vanþróuðu þjóðum. Þær geta ekki veitt börnum sínum Það sem okkur finnst ekki nema sjálfsagt, eins og t. d. Það að læra að lesa og skrifa. í þeim löndum er skóla- Sanga lúxus. En þó varð ég mest undrandi þegar ég sá skýrslu um það hversu margir Norðurlandabúar eru ó- læsir. Hvað veldur veit ég ekki, en eitt er víst, að ef við gætum ekki að í tíma, verður ólæsi einnig algengt hér á landi, eða a. m. k. margt ill lesandi fólk. Að sjálfsögðu eiga flestir sér óskir á þessu nýbyrjaða ári, og ég á mér margar. Aðeins tvær þeirra ber ég þó fram hér, á þessu al- þjóðlega barnaári. Fyrri ósk mín er sú, að þeir sem ráða menntamálum í landinu stuðli að bættri móðurmálskennslu, og á ég þá við hinar ýmsu greinar hennar. M. a. það að efla skýran framburð, kenna réttar áherslur málsins, fegra og þjálfa framsögn og lestur. Þess vegna er líka seinni óskin sú, að allir þeir, sem fást við bókaútgáfu í landinu láti þetta ár barnsins verða met-ár í útgáfu góðra barnabóka, og að þá fái fyrst og fremst íslenskir rithöfundar tækifæri til að birta verk sín, en þeir hafa undanfarin ár orðið útundan að nokkru leyti vegna þess, að ódýrara hefur reynst að gefa út mynd- skreyttar, erlendar barnabækur en innlendar. Vona ég, að framlag þeirra, sem þessum málum ráða, verði meira nú á barna-árinu 1979 en á fyrri árum. Einhverntíma var sagt: ,,Betra er berfættum en bókar- lausum að vera". Og hygg ég, að eitthvað sé eftir af þeirri hugsun hjá bókaþjóðinni miklu, sem þetta land byggir. Þeir, sem læra í bernsku að umgangast bækur með virðingu, munu halda því áfram. Efa ég ekki, að bókaút- gefendur sem og aðrir viti, að eins og maður sáir mun maður uppskera. Það vona ég líka, að allir fjölmiðlar hafi í huga á þessu ári, sem nú er að hefja göngu sína. ■ Vona, að stjórnendur þeirra hafi hugfast, að þetta er ár barnsins. Um leið og ég óska, að þetta verði GLEÐILEGT OG GÆFURÍKT ÁR, segi ég ÆSKAN LENGI LIFI! Kærar kveðjur, Ingibjörg Þorbergs. á ÆSKAN &([ ARA oi ÆSKAN á enn sem fyrr stóru hlutverki aö gegna í íslensku þjóðlífi, sem eitt af meiriháttar öflum viö uppeldi nýrra kynslóöa í landinu, nýtra borgara í sífellt nýjum heimi. ÆSKAN mun halda áfram aö fræöa og leiðbeina komandi kynslóðum lands vors. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.