Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 54

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 54
Hans og Gréta Hans og Gréta voru svo svöng, að þau gátu ekki sofið. Þau heyrðu samtaiið á milli föður síns og stjúpmóður. Gréta, sem var yngri, fór að gráta, þegar hún heyrði að þau ættu að vera ein í dimma, þétta skóginum. En Hans, sem var orðinn sjö ára, reyndi að hugga hana. „Reyndu að vera róleg og gráttu ekki, Gréta mín,“ sagði hann. „Ég skal finna einhver ráð okkur til bjargar.“ Hann klæddi sig hljóðlega og laum- aðist fram og opnaði dyrnar eins hljóðlega og hann gat. Honum hafði dottið ráð í hug, hvernig hann og Grét3 ættu að komast heim naest3 dag. Þegar hann sá, hvað kísilsteinarnir við húsið voru hvítir og gljáandi í tunglskin- inu, hló hann af ánægju fyllti alla vasa sína með þeim. Því næst laumaðist hann inn til Grétu og hvíslaði: „Nú getum við sofið rólega, því ekkert illt getur hent okkur á morgun.“ Gréta vissi að bróðir hannar var röskur drengur, og ef hann sagði, að þau myndu bjarga sér, þá var líka allt í lagi. Svo sváfu þau vært og ró- ; lega, þangað til haninn fór að gala og boða komu hins nýja dags. Þá kom stjúpa þeirra inn, þreif ofan af þeim á- breiðuna og hrópaði önug: „Farið á fætur, svefnpurk- urnar ykkar. Þið eigiö að koma með okkur út í skóg.“ Hans og Gréta klæddu sig í snatri. Hans athugaði, hvort kísilsteinarnir lægju ekki á sínum stað í buxnavösunum. Á meöan þeir entust, voru þau örugg. Þegar þau voru leggja af stað, kom stjúp3 þeirra og gaf þeim sinn brauðbitann hvoru. Þau votn aö vísu svöng, en þau urðu a fara sparlega með brauðið- Útlit fólks Það er ekkert nýtt, að menn séu að einhverju leyti dæmdir eftir útliti sínu. Alkunn eru orðatiltækin: Heimskur er jafnan höfuðstór, auðþekktur er asninn á eyrunum, trúðu aldrei lágum manni rauðskeggjuðum, margir eru langir linir og stuttir stinnir o. s. frv. En svo tekur við fræðigrein sem með hálfum huga kallar sig vísindi. Þetta er til dæmis sagt um eyrun: Rétt skapað eyra á að vera jafn langt nefinu. Ef miklu munar, á hvorn veginn sem er, bendir þaö á eitthvað sérstakt í fari mannsins. Stór, vel löguð eyru bera vott um sannleiksást en litla framtakssemi. Stór, útstandandi eyru bera vott um gott minni og stundum hljómlistar- gáfu. Lítil eyru benda á að maðurinn sé ekki viljasterkur og jafnvel viðsjáll. Þá koma augnabrýnnar: Langt bil milii augnabrúnanna: glöð og hreinskilin lund. Mjóar, þráðbeinar augnabrúnir: athygli og drengilegt hugarfar. Ójafnar augnabrúnir: iðni og atorka. Skásettar augnabrúnir (hærri þeim megin, sem veit að nefinu) þunglyndi- Bogadregnar augnabrúnir (háar) viðkvæmni en vöntun á skarpskyggni- Stuttar, bogadregnar augnabrúnir: hugrekki og snarræði. Loðnar augnabrúnir: Þrek og þrautseigja. Samvaxnar augnabrúnir: við- kvæmni, önuglyndi og tortryggni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.