Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 45

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 45
Risinn og tvíburarnir að voru einu sinni systkini. Þau hétu Rex og Aggie. Þeim þótti afar vænt hvoru um annað, enda voru þau tvíburar. Þau áttu heima í litlu, fallegu húsi er stóð á hæð. Þar rann ólgandi elfur fram hjá. Og niður með ánni stóð Þorpið. Faðir barnanna vann þar í myllu. í nánd við Þorpið var gömul, falleg höll. Þessa höll átti hertogi. Frá heimili barnanna sást ekki þorpið vegna skógar, er byrgði útsýn þangað. En þau sáu höllina og sumarbú- stað hertogans, er hvorttveggja var hinum megin við ana, beint á móti íbúðarhúsi þeirra. Dag nokkurn var föður þeirra brugðið, er hann kom heim. Hann var óttasleginn. ..Hvað hefur komið fyrir, Pétur?“ spurði konan hann. ..Ég segi vondar fréttir," svaraði hann. „Risinn Hrani er farinn úr Svartaskógi og kveðst koma hingað." Konan svaraði: „Þetta getur ekki verið satt. Svarti- skógur liggur í svo mikilli fjarlægð." ..Það er ekki löng leið fyrir risa,“ sagði Pétur. ,,Risar eru stórstígir. Fólkið í þorpinu er dauðhrætt." Rex spurði: ,,Hver er þessi Hrani risi, pabbi?" Pétur mælti: ,,Ég skal segja þér frá honum. En þið hafið heyrt hann nefndan fyrr. Hrani risi hefur búið í Svartaskógi. Hann býr í stórri oiðurníddri höll, sem hristist mjög í stormum og fárviðr- Um- Risinn er orðinn hræddur um að höllin hrynji innan skamms. Hrani er illur viðfangs. Hann stelur mat og ýmsu öðru fre þeim sem í grennd við hann búa. Svo eru börn afar hrasdd við risann. höll hans hrynur flytur hann sig búferlum. Sagt er að hann hafi augastað á höll hertogans." Pétur lauk máli sinu á þessa leið: ,,Ef risinn flytur hingað verður ólíft hér.“ 1 sama mund og Pétur lauk máli sínu kom ríðandi maður og stöðvaði hest sinn úti fyrir húsinu. Hann kall- aöi: ..Heyrið mál mitt! Komið út og svarið spurningum minum.“ Hjónin og tvíburarnir fóru öll út til þess að vita Um erindi mannsins. Þetta var hár maður og náfölur. Rösturinn var mjög þreyttur og maðurinn einnig. Maðurinn benti á höll hertogans og mælti: „Vitið þið hvort hægt er að fá ferju yfir ána?“ ..Ég býst við að svo sé ekki," svaraði Pétur. „Ferjan er Þiluð, og verður ekki nothæf í nánustu framtíð. Áin er nú 1 svo miklum vexti að enginn fæst til þess að ferja yfir hana þótt bátur fengist." Rerðamaðurinn varð óttasleginn. Hann mælti: „Hvernig kemst ég þá yfir ána?“ Pétur svaraði: „Það er önnur ferja nokkuð langt niður frá. En hvers vegna hraðið þér svo mjög för yðar? Flytjið þér konunglegan boðskap?" „Alls ekki," svaraði maðurinn. „Ég er á flótta. Risinn Hrani er á leiðinni hingað. Því segi ég mönnum ekki frá. Ef það fréttist vilja allir komast yfir ána og burt. Höll Hrana hrundi síðastliðna nótt. Hann ætlar að taka höll hertogans og setjast þar að.“ „Það eru Ijótar fréttir," sagði Pétur. „En hví fóruð þér hingað? Það var styttri leið að fara til þorpsins. Þér hafið tekið á yöur krók.“ Maðurinn svaraði: „Veit ég það. En ég þóttist viss um að risinn færi þá leið, og þess vegna reið ég hér um. En nú má ég ekki tefja lengur. Líf mitt er mér dýrmætt, og miklu dýrmætara en alls þorra fólks. Ég ætla að halda lífinu. Ég læt risann ekki ná mér. Verið þið sæl.“ Svo fór maðurinn. Pétur sagði við konu sína. „Jæja, kona góð. Ég verð að fara til þorpsins og vara fólk við komu risans." „Ég fer með þér,“ svaraði konan. Rex og Aggie vildu fara með foreldrum sínum, en fengu ekki leyfi til þess. Faðir þeirra sagði: Risinn velur neðri leiðina vafalaust. En þið megið ekki fara langt frá húsinu, svo við finnum ykkur þegar við komum aftur." Börnin fylgdu foreldrum sínum á leið. Þau fóru að skógarjaðrinum. Á heimleiðinni töluðu börnin um þenn- an voðalega risa. — „Sjáðu," sagði Aggie, „hvað er þetta?“ Rex leit um öxl. Risinn! Hann var feikna stór og rétt á hælum þeirra. Rex greip í höndina á Aggie og sagði: „Við skulum hlaupa." Risinn var kominn til þeirra. Hann laut niður og greip systkinin, og setti þau á útréttan lófa sinn, og bar þau upp að augunum til þess að geta betur aögætt þau. Þetta sýnir stærð hans, að hann gat látið bæði börnin standa á lófanum. Það var hættulegur staður. Rex var hugrakkur drengur. Hann var ekki hræddur um sjálfan sig, heldur Aggie. Hann óttaðist að hún dytti niður og meiddi sig. íbúar hallarinnar höfðu séð risann uppi á hæðinni, því allir hlupu þeir úr henni svo fljótt sem fætur toguðu. Menn sáu að risinn var á leiðinni og ætlaði að taka höll- ina til íbúðar. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.