Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Síða 34

Æskan - 01.02.1979, Síða 34
 GOSI «aa»BMBSB3BsaregESg hann mætti tveimur vel búnum ferðalöngum. Það voru þeir Skolli Skollason, halti refurinn, og ein- eygði kötturinn Brellir Brönduson. „Sæll, Gosi minn. Hvert ert þú nú að halda í góða veðrinu?" sögðu þeir. „0, ég er nú að fara að kaupa mér stafrófskver, og svo ætla ég í skólann," sagði Gosi og hossaði krónunni í lófa sínum. ,,Ha, ha, ha, í skóla, þó þó,“ sagði refurinn. „Við erum á leið til Uglulands, þar sem peningar vaxa á trjám. Komdu með okkur. Þá skulum við sýna þér, hvar þú átt að gróðursetja krónuna þína. Og þá vex upp af henni tré á einni nóttu, sem ber fimm þúsund krónur í ávexti." Gosi var á báðum áttum. En þá kom svartur fugl fljúgandi og varaði hann vió. „Ef þú gleymir því, sem þú lofaðir, verðurðu aldrei eins og aðrir drengir." Og nú náði Nóri í hann líka og hvíslaði að honum: „Farðu ekki með þeim. Þeir svíkja þig.“ Enn var Gosi á báðum áttum. Hann vissi ekki, hvora leiðina hann átti að velja, í skólann eða Ugluland. Og það var varla við því að búast, að hann hugsaði skýrt eða skarplega, þar sem kollurinn á honum var úr tré. Loksins leit hann á krónuna í lófa sínum og sagði: „Ég ætla að fara í Uglulandið." Þessa nótt gróðursetti Gosi krónuna sína í ókunnu landi. Þar á eftir sofnaði hann sitjandi, og Nóri lá við fætur hans. En refurinn og kötturinn settust við að spila í tunglsljósinu. Snemma morguns hljóp Gosi þangað, sem hann hafði gróðursett krónuna, en þar var ekkert tré sjáanlegt. Hann ætlaði þá að grafa krónuna upp sem snarast, en hún var þá öll á bak og burt. Þá gáði Gosi að refnum og kettinum, en þeir voru horfnir líka. Gosi hélt nú heim á leið hryggur í huga. Nóri tölti á eftir honum og hafði nú vel við, því að Gosi fór hægt. Ekki höfðu þeir gengið lengi, þegar þeir mættu lata Láka. „Sæll, Gosi rninn," sagði Láki. „Hvert ert þú að halda?" „Sæll,“ sagði Gosi. „Ég er á leiðinni heim til hans pabba, og á morgun ætla ég í skólann." „í skólann? Ekki nema það þó,“ sagði Láki háðslega. „Þú ættir nú erindi þangað. Nei. Komdu heldur með mér til Letingjalands. Þar er gott að vera. Ekkert að gera og ekkert að læra, en nóg af sykri og sælgæti. Komdu með mér, Gosi minn. Þú sérð ekki eftir því.“ Gosi var að því kominn að segja nei, en þá sá hann fallegan vagn, fullan af kátum og hlæjandi drengjum. Vagninn drógu sex litlir asnar, og stönsuðu þeir, svo að lati Láki kæmist upp í vagninn. 28

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.