Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 42

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 42
Spurningar og svör Svar til Péturs, Reykjavík: Körfuknattleiksdeild (R var stofnuð árið 1949 og var fyrsti formaður deildarinnar hinn kunni hlaupagarpur Finn- björn Þorvaldsson. Finnbjörn var „primus motor" í fyrsta hraðaupphlaupskerfinu, sem notað var hérlendis, vegna þess hve hann var frár á fæti. Kvennakörfubolti var tek- inn upp hjá (R 1950 og var fyrsti þjálfari liðsins Hrefna Ingimarsdóttir, sem var þá nýútskrifuð sem íþróttakenn- ari frá Laugarvatni. (R er eina félagið, sem tekið hefur þátt í öllum íslands- og Reykjavíkurmótum frá upp- hafi. Af þeim 27 (slandsmeist- aramótum, sem haldin hafa verið til þessa hefur (R sigraö í 15. I’ Reykjavíkurmótunum hefur (R sigrað 10 sinnum, en alls hefur verið keppt í 21 skipti. fslandsmeistarar hafa ÍR— ingar orðið árin 1954—5, 1957, 1960-4, 1969-73, 1975 og 1977. Reykjavíkur- meistarar 1958, 1960—4, 1968-70 og 1975. Glæsilegustu ár ÍR til þessa voru tvímælalaust árin 1960 til 1965 en á þeim árum var (R- liðið gjörsamlega ósigrandi og vann öll mót. ÍR lék þá samtals 47 leiki í röð í íslands- og Reykjavíkurmótum án þess að tapa. Fyrsti ósigurinn eftir þessa einstæðu sigur- göngu, kom á móti KR í seinni umferð íslandsmótsins 1965. Höfðu ÍR-ingar þá verið ó- sigraðir í fimm ár. leiki. Af þeim hafa 246 unnist, 65 tapast og einum lauk með jafntefli, en það var áður en reglurnar um aö engin jafn- I tefli skyldu vera, tóku gildi- í þessum leikjum hefur (R gert alls 22.873 stig og fengið á sig 18.944. Mesta stigaskor ÍR í leik oQ jafnframt er það (slandsmef var gegn Snæfelli í 1. deild- inni 1976. (R vann þann leik með 148 stigum gegn 76. Núverandi formaður körfu- knattleiksdeildar ÍR er Edvard Ragnarsson. UM PÁFAGAUKA í BÚRUM Svör við nokkrum bréfum Nokkur bréf hafa borist um hvernig börn úti á landsbyggðinni geti fengið páfagauka og búr keypt hér í Reykja- vík og send. Langbest er það t. d. fyrir H. S. á Egilsstöðum að biðja einhvern, sem fer suður til Reykjavíkur með áætlunar- flugvélum Flugleiða, að kaupa þetta og koma með það með sér þegar haldið er heim. Gullfiskabúðin, Skólavörðustíg 7, Reykjavík, selur bæði búr og fugla. Um verð er það að segja, að það mun vera kringum 2000 kr. á fugli og verð á búrum fer eftir stærð, stór og góð búr kosta u. þ. b. 6—14 þús. kr. Fugla- fóður fæst einnig. — Síminn í þessari verslun er 11757. Fuglarnir þurfa að vera í góðum stofuhita (þó ekki í sólskini) og alls ekki þar sem trekkur eða súgur er, það þola páfagaukar illa. Annars eru til ýmsar bækur um stofufugla. Til gamans má geta þess að ein íslensk jurt (þær eru vafalaust fleiri) ber fræ, sem páfagaukum líkar mjög vel, en þessi jurt heitir Græði- súra. (ágúst og september er auðvelt að safna þessari plöntu til vetrar- forða. G.H. Búi spyr: Hver orti kvæðið „Skugg- inn" og í hvaða bók er það? Svar: Höfundur kvæðisins er Sig. Júl. Jóhannesson, en hann var fyrsti ritstjóri Æskunnar. Kvæðið er í Vísnabókinni. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.