Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 48

Æskan - 01.02.1979, Blaðsíða 48
• HEIMILIÐ • opnað hurð. Tveggja dyra bifreiðir eru, að því er þetta varðar, heppilegri en fjögurra dyra bifreiðir. Þess vegna er það þýðingarmikið að brýna það snemma fyrir börnum að snerta aldrei við hurðarlæs- BORNIN OG UMFERÐARSLYSIN Eftir dr. G. C. Myers. M esta umferðarhætta, sem steðjar að barninu er, þegar það hleypur út á göt- una við leiki sína — eltandi bolta, hlaupandi á undan fé- laga sínum eða leikur sér úti á götunni eins og hún væri leikvöllur. Samt ætti barnið, allt fram að því, að það fer að ganga í skóla, alls ekki að fá að fara út á eða yfir götu eitt sér. Best er að byrja að kenna barninu umferðaröryggi strax, þegar það byrjar að ganga. Það skiptir engu máli, hvað leikfélagar þess gera, það verður að vita það, að í hvert skipti, sem það fer fylgdarlaust út á götu, verði því refsað. Foreldrar eða um- sjónarmaður eða kona verða að vera stöðugt á verði um þetta atriði. Strax er barninu hefur skil- ist rækilega á hverju það eigi von, ef það brjóti fyrirmæli foreldra sinna um þetta efni, mun það viröa þau. Best er að barnið læri frá upphafi að stansa ætíð á gangstéttar- brún. Hafi barnið vanist þessu getur það komið sér vel fyrir það síðar meir, jafnt á sextán ára sem sextíu ára aldri. Þýð- ing þess að stansa þannig á gangstéttarbrúnum er viður- kennd. Barn, sem hefur vanist slíku, hefur óneitanlega meiri möguleika á að lifa, þangað til það deyr eðlilegum dauð- daga, heldur en barn, sem ekki hefur gert það. önnur regla, sem nauðsyn- legt er að læra snemma er að fara ætíð út úr bifreið þeim megin, sem að gangstétt veit, fara stystu leið upp á gang- stéttina og bíða, uns bifreiðin hefur ekið burtu. Þessari reglu ber að breyta eftir, hvort sem önnur bifreið kemur á eftir eða ekki. Það hefur því miður komið fyrir, að foreldrar hafi ekið yfir börn sín, þegar þeir hafa verið að láta bifreiöir sínar inn í skúr eða taka þær út úr þeim eða á annan hátt heima við hús sín. Gerið ykkur það því að reglu að hreyfa aldrei bifreið án þess að hafa fyrst gengið úr skugga um, að engin slys geti hlotist af. Mörgum foreldrum hættirtil að skilja bifreiðar sínar eftir opnar og með lyklum í heima við hús sín og jafnvel með vél í gangi. Börn geta mjög snemma sett bifreiðir af stað. Það er því mjög góð regla að leyfa börnum aldrei að vera einum í bifreiðum. Það hefur og átt sér stað, að börn hafi fallið út úr bif- reiðum á fullri ferð, vegna þess að þau hafa fiktað við hurðarlæsingu og þannig ingum á bifreiðum og beita þau refsingum ella. Mörg slys hafa átt sér stað vegna þess að foreldri hefur truflast af deilu barna, sem verið hafa í ökuferö með Þvl- Unnt væri í slíkum tilfellum að hafa annan deiluaðilann 1 framsæti en hinn í aftursaet1’ þótt slíkt ráði ekki fulla bót á vandanum. Það er langskyn- samlegast að nema staðar og binda börnin sitt hvorun1 megin í aftursætið, enda er það eðlilegra en að eiga það á hættu að öll fjölskyldan dey' eða slasist. SVIFFLUGA Það er ekki mikill vandi að búa til svifflugu, eins og þú skalt nú sjá. Þú færð þér pappírsblað, 12X10 cm, brýtur það tvöfalt og klippir það eftir punktalínunni eins og sýnt er á myndinni. Svo setur þú dropa af kertavaxi á nefbroddinn á flugvélinni til þess að þyngja hana ofurlítið að framan. Reyndu svo að halda flugvél- inni yfir höfði þér og miðaðu henni áfram og slepptu henni þegar hún er komin á ferö. Og þú munt sjá, að hún er talsverða stund að fljúga til jarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.