Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Síða 3

Æskan - 01.02.1983, Síða 3
við tegundir þar sem tjörumagnið í hverri sígarettu er tæp 30 milligrömm. Breskir og bandarískir vísindamenn hafa gert mjög nákvæmar rannsóknir á efnasamsetningu tóbaksreyks og kom- ist að raun um að hann er blanda af mörg hundruð mismunandi efnasam- böndum, bæði lofttegundum, vökvum og örsmáum föstum efnisögnum. Sum þeirra eru ertandi, önnur fara inn í blóð þess, sem andar reyknum að sér. Helst þessara skaðlegu efna eru tjara, nikótín og kolsýrlingur, en einnig má nefna meðal eitraðra lofttegunda í tóbaksreyknum ammoníak, blásýru, brennisteinsvetni og arsenik. Samstarfsnefnd um reykingavarnir þykir ástæða til að koma á framfæri nánari upplýsingum um tjöruefnin í sígarettunum og skaðsemi þeirra. Mörg tjöruefnanna beinir krabbameinsvaldar Tóbakstjaran, sem myndast, þegar tóbak er reykt, er í mismunandi miklu magni eftir því um hvaða sígarettuteg- undir er að ræða. Samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið undanfarið hefur komið í Ijós, að mörg efnanna í tóbakstjörunni eru krabbameinsmyndandi. Sextán þess- ara efnasambanda hafa reynst beinir krabbameinsvaldar, en önnur eru krabbameinshvatar, það er að þau örva vöxt þeirra meina, sem myndast hafa. Þá er einnig Ijóst að ýmis tjöruefnanna hafa ertandi áhrif á þá slímhúð, sem þau komast í snertingu við og þótt ekki sé sannað að þau valdi krabbameini er vitað að þau geta valdið bólgum í munni, koki, barka og lungum og leitt til alvarlegra sjúkdóma. Eiturefnin í tóbaksreyknum auka mjög lík- urnar á að reykingamenn fái ýmsa sjúk- dóma, en beinlínis eru þau völd að mörg- um mannskæðustu sjúkdómum nú á dögum, svo sem hjartasjúkdómum, lungnakrabbameini, lungnakvefi og lungnaþembu. Maður sem reykir einn pakka af síga- rettum á dag fær þetta tjörumagn ofan í lungun og öndunarfæri líkamans á einu ári nærri einn fimmta úr kílógrammi af tjöru. Rannsóknir hafa sýnt að 16 efna- sambandanna í tjörunni eru beinir krabbameinsvaldar. Maður, sem reykir einn pakka á dag af algengustu sígarettutegund á mark- aðnum, sýgur ofan í sig um það bil 200 grömm af tjöru á einu ári. Er þá miðað Tóbakströll, taktu mig ekki! Keykinga- maður sýgui ofan í sig 150-200 grömm af tjöru r r • a ari — ef hann reykir einn pakka af sigarettum ó dag 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.