Æskan - 01.02.1983, Page 4
Tóbaksreykurinn
lamar bifhárin
Tjöruefnin, sem reykingamaðurinn
sýgur ofan í sig, leika um slímhúðina í
öndunarveginum og lungunum. Ef
hann reykir sígarettur með reyksíu (filt-
er) er tjörumagnið í sumum tilvikum
minna en þegar um er að ræða síu-
lausar sígarettur. Annars eru allmörg
dæmi þess, að tjörumagnið sé svipað
eða jafnvel meira í sígarettum með síu
en sígarettum án reyksíu þótt um sömu
sígarettutegund sé að ræða. Er skýr-
ingin sú að sterkara tóbak er notað í
sígaretturnar með síunni en hinar til
þess að bragðið sé svipað úr báðum.
Ef menn reykja ofan í sig, sem kallað
er, setjast um 80% tjöruefnanna í slím-
húðina í öndunarveginum og lungunum
í formi örsmárra dropa.
Rannsóknir hafa sýnt, að með svo
nefndum bifhárum í barka og lungum
leitast líkaminn við að losa sig við
tjöruna eins og önnur óhreinindi sem
þangað berast.
Aftur á móti verða bifhárin fyrir lam-
andi áhrifum af völdum tóbaksreyksins,
jafnframt því sem reykurinn eykur
þörfina fyrir starf þeirra. Athuganir
vísindamanna hafa sýnt, að hreyfingar
bifháranna í barka og lungum stöðvast í
um það bil hálfa klukkustund eftir að
reykt hefur verið ein sígaretta.
Tjörumagn breytilegt
eftir tegundum
Á undanförnum árum hafa tóbaks-
framleiðendur reynt að minnka tjöru-
magnið í sígarettunum lítið eitt eftir að
óyggjandi sannanir hafa komið fram
um krabbameinsmyndun af völdum
tjöru. Tiltölulega lítil breyting hefur þó
orðið á tjörumagninu, þar sem fram-
leiðendur hafa verið smeykir við að
gera miklar breytingar á efnasam-
setningunni sökum þess að þær hafa í
för með sér bragðbreytingar, sem
kaupendur kynnu ef til vill ekki að meta.
Samkvæmt mælingum, sem gerðar
voru hjá efnarannsóknastofu sænsku
tóbakssölunnar árið 1964 var meðaltal
tjörumagns í sígarettu án reyksfu 33.5
milligrömm í hverri sígarettu. Sam-
kvæmt nýjustu mælingum sömu rann-
sóknarstofu á sígarettum á sænskum
markaði reyndist meðaltal tjöru í sömu
sígarettum 28,2 milligrömm.
Lækkun á tjörumagninu ( reyksíu-
sígarettum var á sama tímabili frá 25,6
milligrömmum niður í 22,1 milligramm.
Meðaltal tjörumagnsins í öllum þeim
sígarettutegundum, sem verið hafa á
sænskum markaði hefurfrá 1964 lækk-
að úr 29,5 milligrömmum í hverri síga-
rettu í 25,1 milligramm.
Aukin dánartíðni meðal
reykingamanna
Eiturefnin í sígarettureyknum eru í
meginatriðum þau sömu nú og þau
hafa verið undanfarna áratugi þótt hlut-
föll þeirra innbyrðis hafi eitthvað breyst.
Tjaran, nikótínið og kolsýrlingurinn,
sem eru eins og fyrr sagði mest að
magni þessara hættulegu efna, valda
gífurlegu heilsutjóni meðal reykinga-
manna. Helstu sjúkdómarnir, sem beint
FELUMYND
Öll hafið þið áreiðanlega einhvern
tíma lesið sögu um riddara hugprúð-
an, sem kom þeysandi á hvítum
hesti og lagði að velli drekann ógur-
lega, sem hafði gert fólkinu gramt í
geði í langan tíma. Felumyndin okk-
ar er að þessu sinni um atvik af slíku
tagi. Þið sjáið skelfilega Ijótan dreka,
en þá er spurningin: Hvar er riddar-
inn hugprúði? Þú finnur hann
áreiðanlega, ef þú snýrð myndinni
nokkrum sinnum.
er hægt að reikna til áhrifa reykinga,
eru lungnakrabbamein, langvinnt
lungnakvef, lungnaþemba og blóðrás-
arsjúkdómar, sérstaklega sjúkdómar í
kransæðum. Þessir sjúkdómar hafa
hér á landi aukið mjög dánartíðni meðal
reykingamanna, og fjöldi fólks hefur
orðið að örykjum af völdum ólæknandi
langvinns lungnakvefs og dregið fram
lífið árum saman og átt í lengra stríði en
þeir sem látist hafa úr lungnakrabba-
meini.
4