Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1983, Síða 5

Æskan - 01.02.1983, Síða 5
JO-JO-(cÐA YO-YO) Ifúður heimsins 4. Japanar taka brúðurnar sínar mjög hátíðlega. 3. mars á hverju ári er brúðuhátíð telpna og tveimur dögum síðar er svipuð hátíð fyrir drengi, þar sem þeir geta sýnt hermannabrúðurnar sínar. Geisha-brúða er klædd í gljáandi ,,kímonó“ úr brókaði, og smáir fæt- ur hennar eru færðir í silkiskó. Hárið er greitt upp á höfuðið og bundið í hnút. Hún hefur fínlega dregnar augabrýr og lítinn rauðan munn. Yfir kímonónum sínum klæðist hún kápu „obi“, sem bundin er með risastórri slaufu að aftan. MALVERKAÞRAUT Árið 1923 sá Ameríkani nokkur filipínska sjómenn vera að leika sér að litlum steinjó-jóum, eins og forfeður Þeirra höfðu notað. Þegar hann kom sftur heim til Ameríku fór hann að búa til jó-jó úr tré og seldi þau sem barna- leikföng. En útbreiðsla þessa leikfangs varð svo gífurleg á stuttum tíma, að Segja má að jó-jó-dellan hafi geisað um a|lan heim upp frá því. Hún gýs alltaf af til. Heimsmet í jó-jó-leik var sett 1979. ^ethafinn er Joh Winslow í Bandaríkj- urtum. Hann hélt jó-jóinu gangandi upp °9 Hiður í 120 tíma samfleytt. Hérna á myndinni sjáið þið teikningar af málverkum frá átta löndum. Nú eigið þið að sýna kunnáttu ykkar í landafræði og ýmsum öðrum fræðum með því að geta uþþ á, frá hvaða landi hver mynd er. Allar myndirnar hafa eitthvert sérkenni, sem segir til um, hvar þær eigi heima. Á þeirri fyrstu er heimsfrægur turn, á annarri vindmylla, þriðju sérkennilegir þjóð- búningar, fjórðu maður með alþekkt merki á handleggnum, sem var frægt á árunum 1933 til 1945, fimmta kona með slæðu fyrir andlitinu, sú sjötta sýnir sérkennilegan bát, sem er notaður mikið sem samgöngutæki í sérkennilegri borg, en sú sjöunda er af nautabana og loks er sú síðasta af manni í skíðastökki, það land er ekki langt frá okkur. - Um sumar af þessum myndum má segja að þær geti átt heima í fleiri löndum en einu, en þá er að velja það land, sem sérstaklega er frægt fyrir það, sem myndin sýnir. - Fimm verðlaun, sem eru bækur, verða veitt fyrir rétt svör. Svör þurfa að hafa borist ÆSKUNNI fyrir 15. mars. Utanáskrift, ÆSKAN, box 14, Reykjavík. (Þraut). 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.