Æskan - 01.02.1983, Blaðsíða 8
I
HOFÐI.
Höfði við Borgartún á sér langa og litríka sögu. En þetta glæsi-
lega gamla hús er nú risnuhús Reykjavíkurborgar.
VIÐ BORGARTÚN í Reykjavík stendur hið glæsilega
hús Höfði, sem borgarstjórn lét gera upp um 1965 og
tekur þar á móti gestum sínum innlendum og erlend-
um. Við viðgerðina voru litlar breytingar gerðar á
húsinu, en snyrtingu komið fyrir í kjallara. Ber það því
jafnt að innan sem utan þann höfðingsbrag, sem á því
var frá upphafi. Nú hefur verið ákveðið að vernda
þetta hús fyrir framtíðina með friðlýsingu.
Höfði hefur staðið langt fyrir innan bæinn, þegar
það var byggt 1909. Rauðarárvíkin skarst þá inn í
landið og fjörurnar voru ósnertar af
uppfyllingu. það var Franska spítalafélagið, sem
keypti lóðina úr Félagstúni. En samþykkt var þegar
Þetta varð langur dagur og löng ferð. Seint um kvöldið
kom Samelágúst heim. Ekki hafði hann fengið nokkurn
matarbita allan daginn. Bara gengið og gengið. Hann var
svo þreyttur, að hann gat varla staðið á fótunum.
En í körfu bar hann tvær litlar, hvítar kanlnur. Þær höfðu
kostað fimmtíu aura. Og Samelágúst var enginn fátæk-
lingur. Hann átti enn eftir fimmtán aura til að eyða á næstu
árum.
Er nokkuð meir að heyra um Samelágúst? Nei, það er
ekkert meira. Þetta er að vísu ekki merkileg frásögn. Ef til
vil ekki. En mér þótti það svo skemmtilegt, að Samelágúst
skyldi eignast sextíu og fimm aurana. Og mér þykir gott,
að það skyldu svo mörg hlið í Smálöndum fyrr á tímum.
E.Sig. þýddi.
byggingarleyfi var veitt, að bærinn héldi spildu með-
fram sjónum, en kaupandi hefði full rétt tii afnota og
mætti setja þar batabryggju.
Fulltrúi spítalafélagsins, Brillouin konsúll, lét reisa
húsið, sem var innflutt frá Noregi. Hann var kvæntur
norskri konu og má sjá áhrif þessara fyrstu íbúa enn
þann dag í dag, því stofurnar minna á hinn franska
uppruna húsbóndans með skjaldarmerki og stöfunum
RF (Republique Francaise) yfir dyrum en anddyri, sem
nær upp í gegnum húsið, er í norskum stíl og með
ómáluðum bitum. Húsið er timburhús með vatns-
kiæðningu og helluþaki, ein hæð og ris með brotnu
þaki og lokaðri verönd.
Árið 1914 keypti Landsbankinn „Konsúlshúsið", en
tveimur árum síðar Einar Benediktsson og nefndi
hann húsið Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu
norður í Þingeyjarsýslu. Matthías Einarsson læknir
eignaðist húsið 1924. Á stríðsárunum komst það í
hendur breska ríkisins, en 1958 keypti Reykjavíkur-
borg húsið. Hafði breski sendiherrann haft þau rök
fyrir máli sínu, er hann sótti um það til breska utanrík-
isráðuneytisins að fá að selja húsið, að þar væri svo
mikil draugagangur. Og var það leyft.
Nú hefur húsið það hlutverk að vera hlýlegur mót-
tökustaður fyrir gesti, sem sækja höfuðborgina heim.
8
FELUMYN6