Æskan - 01.02.1983, Síða 9
0 —
Kiðlingageitin
og úlfurinn
I fyrndinni var gömul geit, sem átti sjö
dálitla kiðlinga. Einu sinni, er hún ætl-
aði út í skóg sagði hún við þá: „Börnin
mín góð, varið ykkur á úlfinum, þið
megið ekki opna fyrir honum, því að þá
eruð þið öll glötuð", og svo fór hún.
Nokkru seinna var komið að dyrun-
um og kallað: „Opnið þið. Opnið þið,
börnin góð, mamma ykkar er komin
heim úr skóginum!“ En kiðlingarnir
heyrðu þegar að þetta var ekki móðir
þeirra, röddin var svo dimm og svo
kölluðu þeir út: „Ekki er mamma okkar
svona dimmrödduð", og þeir opnuðu
ekki. Aftur var komið að dyrunum
stundu síðar og kallað í mjóum tón:
..Opnið þið, Ijúkið upp börnin góð,
mamma ykkar er komin heim úr skógin-
um“. En kiðlingarnir gægðust út um rifu
á hurðinni og sáu tvær svartar lappir og
sögðu: „Ekki hefur mamma svona
svarta fætur", og þeir opnuðu ekki. En
er úlfurinn heyrði þetta - því að það
var enginn annar en úlfurinn - þá þaut
hann af stað til myllu nokkurrar og rak
iappirnar ofan í mél, svo að þær urðu
hvítar og hljóp svo aftur að dyrunum,
stóð með framfæturna fast við rifuna og
kallaði blíðlega: „Opnið þið, opnið þið,
kæru börn, mamma ykkar er komin
heim úr skóginum".
En þegar kiðlingarnir sáu hvítu fæt-
uma og heyrðu hvað röddin var mjúk,
Þá héldu þeir að þar væri móðir sín
komin, og svo opnuðu þeir í skyndi.
heir voru ekki fyrr búnir að opna en
úlfurinn stökk inn. Æ! hvað þeir voru
hræddir, aumingjarnir litlu, og reyndu
sö fela sig. Einn kiðlingurinn skreið
undir rúmið, annar undir borðið, og
einn fór bak við ofninn, einn bak við
stólinn, einn bak við mjólkurpottinn og
einn niður í öskustóna. En úlfurinn fann
þá alla og gleypti þá, fór síðan út í
garðinn og lagði sig þar undir tré og
sofnaði.
Þegar svo gamla geitin kom aftur úr
skóginum fann hún húsið opið og tóma
stofuna. Þá datt henni strax í hug: „Nú
er illt í efni“, og fór að leita að blessuð-
um börnunum sínum, en hún fann þau
hvergi hvar sem hún leitaði og hvað
hátt sem hún kallaði var henni ekki
svarað. Loks gekk hún út í garðinn og
sá þá hvar úlfurinn svaf undir trénu og
hraut svo mikið að greinarnar hristust,
og er hún gekk nær sá hún að eitthvað
hvikaði innan í honum. Þá glaðnaði yfir
henni, því að hún bjóst við að börn sín
væru þarna lifandi. Nú hljóp hún heim í
snatri, sótti skæri og klippti upp kviðinn
á úlfinum og komu þá kiðlingarnir sjö
hlaupandi út hver á fætur öðrum og
— Það er ekki að sjá að vatn sé hérna
nærri.
voru allir lifandi. Síðan sótti gamla
geitin sjö hnullunga, setti þá innan í
úlfinn og saumaði svo saman.
En er úlfurinn vaknaði var hann
þyrstur og labbaði niður að brunninum
til þess að fá sér að drekka, en er hann
gekk slógust hnullungurarnir saman
innan í honum, þá sagði hann:
Hvað bröltir
hvað skröltir
í maganum á mér?
Þar glamrar inni steinn
við stein
í staðinn fyrir geitarbein.
Og er úlfurinn kom að brunninum og
ætlaði að drekka, drógu hnullungarnir
hann þar niður í og hann drukknaði, og
gamla geitin dansaði með kiðlinga sína
kringum brunninn af gleði.
— Mamma, sjáðu, þarna kemur stóri
bróðir til okkar aftur.